Keflavíkurstelpur um nýja Brassann sinn: Hún er stórkostlegur leikmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2022 15:00 Kristrún Ýr Holm og Dröfn Einarsdóttir mættu í upphitunarþáttinn. Bestu mörkin Vísir verður með nýjan upphitunarþátt fyrir Bestu deild kvenna í sumar og þátturinn fyrir aðra umferð deildarinnar er nú kominn inn á vefinn. „Velkomin með okkur í nýjan og sérstakan besta upphitunarþátt sem fyrir fyrir Bestu deildina,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona þáttarins. Fyrstu gestir þáttarins voru Keflvíkingarnir Kristrún Ýr Holm og Dröfn Einarsdóttir. Önnur umferðin fer einmitt af stað í kvöld en þrír leikir fara þá fram og umferðin klárast síðan með tveimur leikjum á morgun. Í kvöld koma Selfyssingar til Eyja, Valskonur fara norður og spila við Þór/KA í Boganum og Þróttur tekur á móti Aftureldingu í Laugardalnum. Á morgun taka Keflvíkingar á móti Breiðabliki og KR sækir Stjörnuna heim. Bestu deildar mörkin ætla að fylgjast vel með deildinni í vetur og bjóða eins og áður sagði upp á sérstakan upphitunarþátt á Vísi fyrir hverja umferð. Keflavíkurkonur unnu 4-0 sigur á KR í fyrstu umferðinni og eru því á toppi deildarinnar. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir ræddu við þær Kristrúnu Ýr Holm, fyrirliða, og Dröfn Einarsdóttur í þættinum. Helena og Mist þurftu fyrst að svara fyrir það að hafa spáð Keflavíkurliðinu neðsta sætinu í deildinni. „Já við gerðum það með fyrirvara um að þær væru vanar því að gefa sokka í Keflavík. Það er svolítið það sem við fílum við Keflavíkurliðið. Þær eru til alls líklegar og svara þegar maður baunar á þær,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Mér finnst að Gunni þjálfari hafi svolítið falið Keflavíkurliðið í undirbúningnum og platað okkur,“ sagði Helena Ólafsdóttir létt. „Við höfum bara verið að setja þessa spá aðeins til hliðar og einbeita okkur að okkur. Eins og Dröfn sagði þá vissum við ekkert hvað við værum að fara út í þegar við vorum að fara spila á móti KR. Mér fannst frábært hvernig við komum út úr þessu og fundum lausnir sjálfar,“ sagði Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur. Þær Dröfn og Kristrún Ýr fóru yfir undirbúninginn og þennan glæsilega sigur á KR í fyrsta leik. Þær töluðu líka um hina brasilísku Önu Paula Santos sem skoraði þrennu í fyrsta leik. „Hún er algjör liðsleikmaður og gerir okkur að betri leikmönnum. Það er geggjað að spila með henni,“ sagði Dröfn Einarsdóttir. „Mér finnst það frábært að hún er að draga það besta fram úr okkar leikmönnum. Það er auðvelt að finna hana og það er frábært hvernig hún tekur á móti boltanum og hvað hún heldur honum vel. Hún finnur laus svæði og kemur sér sjálf í þessu lausu svæði. Hún er stórkostlegur leikmaður og við eigum eftir að njóta góðs af því ,“ sagði Kristrún Ýr. Þær Dröfn og Kristrún Ýr spáðu líka hvernig leikir annarrar umferðarinnar munu fara. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. Klippa: Upphitunarþáttur fyrir 2. umferð Bestu deildar kvenna Besta deild kvenna Keflavík ÍF Bestu mörkin Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
„Velkomin með okkur í nýjan og sérstakan besta upphitunarþátt sem fyrir fyrir Bestu deildina,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona þáttarins. Fyrstu gestir þáttarins voru Keflvíkingarnir Kristrún Ýr Holm og Dröfn Einarsdóttir. Önnur umferðin fer einmitt af stað í kvöld en þrír leikir fara þá fram og umferðin klárast síðan með tveimur leikjum á morgun. Í kvöld koma Selfyssingar til Eyja, Valskonur fara norður og spila við Þór/KA í Boganum og Þróttur tekur á móti Aftureldingu í Laugardalnum. Á morgun taka Keflvíkingar á móti Breiðabliki og KR sækir Stjörnuna heim. Bestu deildar mörkin ætla að fylgjast vel með deildinni í vetur og bjóða eins og áður sagði upp á sérstakan upphitunarþátt á Vísi fyrir hverja umferð. Keflavíkurkonur unnu 4-0 sigur á KR í fyrstu umferðinni og eru því á toppi deildarinnar. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir ræddu við þær Kristrúnu Ýr Holm, fyrirliða, og Dröfn Einarsdóttur í þættinum. Helena og Mist þurftu fyrst að svara fyrir það að hafa spáð Keflavíkurliðinu neðsta sætinu í deildinni. „Já við gerðum það með fyrirvara um að þær væru vanar því að gefa sokka í Keflavík. Það er svolítið það sem við fílum við Keflavíkurliðið. Þær eru til alls líklegar og svara þegar maður baunar á þær,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Mér finnst að Gunni þjálfari hafi svolítið falið Keflavíkurliðið í undirbúningnum og platað okkur,“ sagði Helena Ólafsdóttir létt. „Við höfum bara verið að setja þessa spá aðeins til hliðar og einbeita okkur að okkur. Eins og Dröfn sagði þá vissum við ekkert hvað við værum að fara út í þegar við vorum að fara spila á móti KR. Mér fannst frábært hvernig við komum út úr þessu og fundum lausnir sjálfar,“ sagði Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur. Þær Dröfn og Kristrún Ýr fóru yfir undirbúninginn og þennan glæsilega sigur á KR í fyrsta leik. Þær töluðu líka um hina brasilísku Önu Paula Santos sem skoraði þrennu í fyrsta leik. „Hún er algjör liðsleikmaður og gerir okkur að betri leikmönnum. Það er geggjað að spila með henni,“ sagði Dröfn Einarsdóttir. „Mér finnst það frábært að hún er að draga það besta fram úr okkar leikmönnum. Það er auðvelt að finna hana og það er frábært hvernig hún tekur á móti boltanum og hvað hún heldur honum vel. Hún finnur laus svæði og kemur sér sjálf í þessu lausu svæði. Hún er stórkostlegur leikmaður og við eigum eftir að njóta góðs af því ,“ sagði Kristrún Ýr. Þær Dröfn og Kristrún Ýr spáðu líka hvernig leikir annarrar umferðarinnar munu fara. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. Klippa: Upphitunarþáttur fyrir 2. umferð Bestu deildar kvenna
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Bestu mörkin Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira