Elías, eða Elli eins og hann er kallaður, mætti galvaskur til leiks og byrjaði kvöldið á því að gefa Þórunni rós og hrósa henni.
Þórunn stundar nám í hjúkrunarfræði og Elli starfar í Ikea en bæði hafa þau mikinn áhuga á því að fara í pool, keilu og eyða tíma með vinum.
Eins og sjá má í klippunni hér fyrir neðan sló veitingastjórinn Svenni á létta strengi þegar Elli státaði sig á því að vera einn besti keiluspilari á landinu.
Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert)
Fyrir þá sem ætla sér að horfa á þátt fimm, en hafa enn ekki séð hann, þá mælum við sterklega með því að hætta að lesa hér.
...
Stefnumót Þórunnar og Ella gekk vel en ekki kviknaði þó ekki á rómantískum neistum í þetta skiptið.
Bæði voru þau þó glöð með kvöldið og segjast spjalla stundum saman á samfélagsmiðlum þó svo að ekki hafi orðið úr annað stefnumót.
Fyrsta bliks lagalistar á Spotify
Tónlistin úr þáttunum hefur vakið töluverða athygli og nú verður hægt að nálgast lögin úr hverjum þætti inn á Spotify síðu Fyrsta bliksins.
Þeir sem vilja koma sér í réttu stemninguna fyrir stefnumót eða rómantíkina geta nálgast lagalistana úr þáttunum hér fyrir neðan.
Fimmti þáttur:
Fjórði þáttur:
Þriðji þáttur:
Annar þáttur:
Fyrsti þáttur:
Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ.
Aðdáendur Fyrsta bliksins geta fylgst með skemmtilegu aukaefni á Instagram síðu þáttarins @fyrstablikid.
Þættirnir eru átta talsins og verða á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55. Í kjölfarið verða allir þættirnir aðgengilegir á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.