Gleðilega Álfahátíð Hilmar Kristensson skrifar 4. maí 2022 08:00 Kæru samherjar og vinir. Í vikunni verður Álfasala SÁÁ í 34. skiptið, en frá upphafi hefur Álfasalan verið eitt mikilvægasta fjáröflunarverkefnið á vegum SÁÁ. Ég vil hvetja alla landsmenn til að kaupa Álfinn og styðja og styrkja þannig það mikilvæga starf sem fram fer á vegum SÁÁ. Það er mér mikill heiður að hafa verið virkur þáttakandi í starfi SÁÁ i nær fjörutíu ár. Einnig er mér í fersku minni undirbúningur okkar að stofnun samtakanna árið 1977 í húsi Ölgerðarinnar við Frakkastíg. Síðan þá hefur SÁÁ átt ákveðinn sess í huga mínum og hjarta. Sama ár tók ég að mér að breiða út boðskapinn um þetta nýja hjálpræði í baráttunni við Bakkus. Þræddi ég flesta bæi og híbýli manna í Árnes- og Rangárvallasýslum, fór einnig um Skaftafellssýslur og bar mönnum fagnaðarboðskapinn. Á þessum tímum var voru engin SMS, tölvupóstar eða Facebook skilaboð til að flýta fyrir - ekki einu sinni faxtæki. Þá þurfti einfaldlega að skeiða yfir völlinn á „vélfákum“ renna í hlað og ganga í bæinn. Í dag þekkjum við mörg hve hve mikið SÁÁ hefur gert fyrir okkur og hefur það verið mér hugleikið í gegnum tíðina. Snemma fór ég að hugsa um hvað ég gæti gert fyrir samtökin. Eftir að ég hafði upplifað endurreisn og fundið gleðina að nýju var efst í huga mér að endurgjalda „lífgjöfina“. Einhenti ég mér því í þjónustu í þágu SÁÁ og tók að mér margvísleg verkefni sem þurfti að leysa, svo sem fjölbreytta fjáröflun, Álfasölu, skemmtikvöld, sumarmót, forstöðumennsku áfangaheimila, starf á sviði útbreiðslu- og kynningarmála, umsjón með dansnámskeiðum, Þorrablótum og fjölmörgu öðru sem fyrir lá hverju sinni. Á þessum langa tíma sem liðinn er hef ég notið þess að vinna með einstaklega mörgu góðu og heilsteyptu dugnaðarfólki í þágu SÁÁ, fólki sem hafði sömu þrá og ég að endurgjalda þessari góðu stofnun frelsi út úr dimmum dal. Hugarfarið er breytt Tíðarandinn í dag gagnvart alkóhólismanum er heldur betur annar en 1977. Mér er minnisstætt þegar ég var starfsmaður Kaupfélagsins á Hvolsvelli og tók að mér að hengja upp nokkrar auglýsingar um stofnfund SÁÁ. Ég hafði ekki límt margar upp þegar kaupfélagsstjórinn komst á snoðir um það. Hann kallaði mig á teppið og sagði með þjósti: ERTU DRYKKJUSJÚKLINGUR EÐA HVAÐ??? Taktu þessa snepla niður strax og ef þú ert í þessum hópi þá er starfsferli þínum hér lokið!! Á stundu sem þessari er gott að líta um öxl og hugsa til þess hve margir einstaklingar, afkomendur og fjölskyldur eiga SÁÁ líf sitt að launa. Einnig að hugsa með hlýhug og þakklæti til þeirra sem ruddu brautina til frelsis. Í dag er ástæða til að gleðjast og fagna þeim mikla árangri sem hefur náðst og óska SÁÁ farsældar um ókomin ár. En höfum samt í huga að baráttan við fíknsjúkdóminn þarf áfram á öllum kröftum okkar að halda. Þess vegna skiptir Álfasalan jafn miklu máli og alltaf áður. Höfundur er álfasölustjóri SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Kæru samherjar og vinir. Í vikunni verður Álfasala SÁÁ í 34. skiptið, en frá upphafi hefur Álfasalan verið eitt mikilvægasta fjáröflunarverkefnið á vegum SÁÁ. Ég vil hvetja alla landsmenn til að kaupa Álfinn og styðja og styrkja þannig það mikilvæga starf sem fram fer á vegum SÁÁ. Það er mér mikill heiður að hafa verið virkur þáttakandi í starfi SÁÁ i nær fjörutíu ár. Einnig er mér í fersku minni undirbúningur okkar að stofnun samtakanna árið 1977 í húsi Ölgerðarinnar við Frakkastíg. Síðan þá hefur SÁÁ átt ákveðinn sess í huga mínum og hjarta. Sama ár tók ég að mér að breiða út boðskapinn um þetta nýja hjálpræði í baráttunni við Bakkus. Þræddi ég flesta bæi og híbýli manna í Árnes- og Rangárvallasýslum, fór einnig um Skaftafellssýslur og bar mönnum fagnaðarboðskapinn. Á þessum tímum var voru engin SMS, tölvupóstar eða Facebook skilaboð til að flýta fyrir - ekki einu sinni faxtæki. Þá þurfti einfaldlega að skeiða yfir völlinn á „vélfákum“ renna í hlað og ganga í bæinn. Í dag þekkjum við mörg hve hve mikið SÁÁ hefur gert fyrir okkur og hefur það verið mér hugleikið í gegnum tíðina. Snemma fór ég að hugsa um hvað ég gæti gert fyrir samtökin. Eftir að ég hafði upplifað endurreisn og fundið gleðina að nýju var efst í huga mér að endurgjalda „lífgjöfina“. Einhenti ég mér því í þjónustu í þágu SÁÁ og tók að mér margvísleg verkefni sem þurfti að leysa, svo sem fjölbreytta fjáröflun, Álfasölu, skemmtikvöld, sumarmót, forstöðumennsku áfangaheimila, starf á sviði útbreiðslu- og kynningarmála, umsjón með dansnámskeiðum, Þorrablótum og fjölmörgu öðru sem fyrir lá hverju sinni. Á þessum langa tíma sem liðinn er hef ég notið þess að vinna með einstaklega mörgu góðu og heilsteyptu dugnaðarfólki í þágu SÁÁ, fólki sem hafði sömu þrá og ég að endurgjalda þessari góðu stofnun frelsi út úr dimmum dal. Hugarfarið er breytt Tíðarandinn í dag gagnvart alkóhólismanum er heldur betur annar en 1977. Mér er minnisstætt þegar ég var starfsmaður Kaupfélagsins á Hvolsvelli og tók að mér að hengja upp nokkrar auglýsingar um stofnfund SÁÁ. Ég hafði ekki límt margar upp þegar kaupfélagsstjórinn komst á snoðir um það. Hann kallaði mig á teppið og sagði með þjósti: ERTU DRYKKJUSJÚKLINGUR EÐA HVAÐ??? Taktu þessa snepla niður strax og ef þú ert í þessum hópi þá er starfsferli þínum hér lokið!! Á stundu sem þessari er gott að líta um öxl og hugsa til þess hve margir einstaklingar, afkomendur og fjölskyldur eiga SÁÁ líf sitt að launa. Einnig að hugsa með hlýhug og þakklæti til þeirra sem ruddu brautina til frelsis. Í dag er ástæða til að gleðjast og fagna þeim mikla árangri sem hefur náðst og óska SÁÁ farsældar um ókomin ár. En höfum samt í huga að baráttan við fíknsjúkdóminn þarf áfram á öllum kröftum okkar að halda. Þess vegna skiptir Álfasalan jafn miklu máli og alltaf áður. Höfundur er álfasölustjóri SÁÁ.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun