Hér að neðan má sjá hálfgerða upphitun fyrir kvöldið þar sem farið er yfir brot af þeim klæðnaði sem hefur vakið athygli síðustu ár á Met Gala.
Rihanna og ASAP Rocky mættu saman í fyrra og nú ári síðar eiga þau von á barni. Það verður áhugavert að sjá hvort að hún komi og skarti dásamlegu kúlunni þetta árið en hún er búin að vera að vekja mikla athygli fyrir óléttustílinn sinn.

Rihanna var líka glæsileg árið 2018, klæff eins og Páfinn, þar sem hún stillti sér upp ásamt englinum Katy Perry.

Og hún var eins og fallegt blóm árið þar áður.

Carter hjónin voru glæsileg þegar þau mættu árið 2015.

Zendaya var guðdómleg árið 2017. Hún hefur gefið það út að hún muni ekki mæta í ár og voru margir vonsviknir að heyra það. Árið 2019 mætti hún sem Öskubuska í kjól sem breytti sér líkt og um töfra væri að ræða.

Timothee Chalamet mætti klæddur hvítu frá toppi til táar í fyrra , 2021 þar sem hann var einnig gestgjafi.

Blake Lively er þekkt fyrir sinn óaðfinnanlega stíl og verður einn af gestgjöfunum í ár.

Hún er einnig oftar en ekki í stíl við dregilinn.

Lil Nas mætti í skikkju í fyrra og reif sig svo úr.

Hann fékk aðstoð við að taka skikkjuna þar sem gull brynja tók við.

Því næst endaði hann í þessum dýrindis galla. Hér sést hann ásamt Emily Ratajkowski og Jack Harlow.

Systurnar Kylie, Kim og Kendall mættu árið 2019 og komu sáu og sigruðu.

Kendall Jenner var einnig stórglæsileg í fyrra og verður gaman að sjá hvort að hún endurtaki ekki leikinn í ár.

Kim mætti svo klædd Balenciaga frá toppi til táar, bókstaflega, í fyrra. Það verður spennandi að sjá hvað hún velur í ár.

Árið 2018 voru þær Miley Cyrus, Kim Kardashian og Kylie Jenner einnig mættar á viðburðinn.

Hönnuðurinn Harris Reed og Iman voru eins og gangandi listaverk 2021.

Sienna Miller var glæsileg í Gucci í fyrra en hér er hún ásamt Hamish Bowles og Emily Blunt.

Lupita Nyong'o er glæsileg í hvaða flík sem hún hefur valið sér í gegnum tíðina en þennan litríka kjól valdi hún 2019.

Árið 2016 var hún glæsileg í grænu en með henni á myndinni eru Morgot Robbie og Emma Watson.

Serena Williams, Harry styles, Alessandro Michele, Lady Gaga og Anna Wintour stilltu sér upp saman 2019.

Hér er Harry ásamt Cole Sprouse það sama ár.

Hjónin Justin Bieber og Hailey Bieber voru ekkert að flækja hlutina í fyrra og voru eitursvöl.

Pete Davidson mætti líka í fyrra en það er spurning hvort að hann mæti með kærustuna sína Kim Kardashian sér við hlið þetta árið.

George og Amal Clooney mættu svo sæt og ástfangin árið 2015.
