Uppbygging innviða Sandra Sigurðardóttir skrifar 2. maí 2022 13:00 Hvað eru 16 ár langur tími? Íbúar Hveragerðis eru 3020 talsins og á kjörskrá eru 2284 manns. Við íbúar fáum þess kost þann 14. maí nk. að kjósa okkur fulltrúa sem við treystum best fyrir því að taka stórar ákvarðanir sem snúa að okkur öllum. Þessum fulltrúum þarf að vera hægt að treysta fyrir fjármunum okkar, að þeim sé varið og forgangsraðað rétt. Í dag sitja í bæjarstjórn fjórir fulltrúar Sjálfstæðisflokks, tveir fulltrúar Okkar Hveragerðis og einn fulltrúi Frjálsra með Framsókn. Sjálfstæðisflokkurinn er í hreinum meirihluta og hefur verið það síðastliðin 16 ár. Svo við áttum okkur aðeins á hversu langur tími þetta er þá hafa lönd orðið til og hætt að vera til á þessu tímabili, Facebook og YouTube urðu til, Saddam Hussein var dæmdur til dauða og fjórir Bandaríkjaforsetar hafa setið í Hvíta Húsinu, svo eitthvað sé nefnt sem hefur gerst á þeim tíma sem Aldís Hafsteinsdóttir hefur verið bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Uppbygging innviða í takt við íbúafjölgun Í Hveragerði hefur mikil íbúafjölgun átt sér stað undanfarin ár. Bærinn hefur stækkað mikið á stuttum tíma og mikill uppgangur orðið. Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulag og með þær upplýsingar að leiðarljósi er hægt að gera langtímaáætlanir til að vera í stakk búin að þjónusta alla íbúa bæjarins, sé áhugi fyrir því. Það hefur því miður loðað við að þær framkvæmdir sem ráðist hefur verið í á þessu tímabili hafa ekki verið fullkláraðar og sömuleiðis hefur eðlilegu viðhaldi bygginga ekki verið sinnt nægilega vel. Skammtímahugsun hefur því miður of oft ráðið för, en slík vinnubrögð reynast að sjálfsögðu dýrkeypt þegar til lengri tíma er litið. Í því sambandi má t.d. nefna að viðbygging sem ráðist var í við Grunnskólann snemma á þessari öld hefur enn ekki verið kláruð og liggur hreinlega undir skemmdum vegna sinnuleysis. Haustið 2021 var ný álma við grunnskólann tekin í notkun. Hún dugar skammt því fjölgun nemenda við skólann er það mikil að útlit er fyrir að strax á næsta skólaári muni vanta kennslurými. Leikskólar bæjarins eru einnig sprungnir og því hefur engan veginn náðst að efna það loforð að börn komist inn við 12 mánaða aldur. Vegna skorts á framsýni bæjaryfirvalda þurfti að svara aðkallandi þörf með kostnaðarsamri bráðabirgðalausn til að hýsa elstu börn leikskólans í vetur, sem voru á flakki milli bygginga framan af vetri. Fimm ára börn á vergangi er okkur ekki til sóma. Við þurfum að huga betur að innviðum og móta skýra framtíðarsýn, hættum að horfa einungis til næsta kjörtímabils. Hugsum til framtíðar Okkar Hveragerði vill hugsa til framtíðar og móta skýra stefnu fyrir íbúa bæjarins. Með því að horfa til framtíðar náum við að byggja innviðina upp, fjármagnið nýtist betur og þjónustan við íbúa verður betri. Skuldir á hvern íbúa Hveragerðisbæjar 2006 – 2020 á verðlagi hvers árs. Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga. Þrátt fyrir að uppbygging innviða og viðhald fasteigna hafi ekki verið ásættanlegt síðustu ár hefur skuldastaða á hvern íbúa samt sem áður hækkað mikið. Skuldastaða á þessu tímabili hefur hækkað úr 572.263 í 1.573.043 miðað við verðlag hvers árs. Yfirfært á verðlag ársins 2022 er það hækkun á skuldum á hvern íbúa um 49,6%. Því er eðlilegt að spyrja hvert skattfé okkar íbúanna fer, við vitum að bæjarstjórinn er á ofurlaunum en það skýrir ekki allt. Til að tryggja vandaða meðferð fjármuna er nauðsynlegt að opna bókhald bæjarins líkt og víða er gert, hætta feluleik á bókhaldslyklum og viðhafa vandaða, gagnsæja stjórnsýslu. Það munum við í Okkar Hveragerði gera. Höfundur er viðurkenndur stjórnarmaður með MBA gráðu og íþrótta- og heilsufræðingur skipar 1. sæti á lista Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Sjá meira
Hvað eru 16 ár langur tími? Íbúar Hveragerðis eru 3020 talsins og á kjörskrá eru 2284 manns. Við íbúar fáum þess kost þann 14. maí nk. að kjósa okkur fulltrúa sem við treystum best fyrir því að taka stórar ákvarðanir sem snúa að okkur öllum. Þessum fulltrúum þarf að vera hægt að treysta fyrir fjármunum okkar, að þeim sé varið og forgangsraðað rétt. Í dag sitja í bæjarstjórn fjórir fulltrúar Sjálfstæðisflokks, tveir fulltrúar Okkar Hveragerðis og einn fulltrúi Frjálsra með Framsókn. Sjálfstæðisflokkurinn er í hreinum meirihluta og hefur verið það síðastliðin 16 ár. Svo við áttum okkur aðeins á hversu langur tími þetta er þá hafa lönd orðið til og hætt að vera til á þessu tímabili, Facebook og YouTube urðu til, Saddam Hussein var dæmdur til dauða og fjórir Bandaríkjaforsetar hafa setið í Hvíta Húsinu, svo eitthvað sé nefnt sem hefur gerst á þeim tíma sem Aldís Hafsteinsdóttir hefur verið bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Uppbygging innviða í takt við íbúafjölgun Í Hveragerði hefur mikil íbúafjölgun átt sér stað undanfarin ár. Bærinn hefur stækkað mikið á stuttum tíma og mikill uppgangur orðið. Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulag og með þær upplýsingar að leiðarljósi er hægt að gera langtímaáætlanir til að vera í stakk búin að þjónusta alla íbúa bæjarins, sé áhugi fyrir því. Það hefur því miður loðað við að þær framkvæmdir sem ráðist hefur verið í á þessu tímabili hafa ekki verið fullkláraðar og sömuleiðis hefur eðlilegu viðhaldi bygginga ekki verið sinnt nægilega vel. Skammtímahugsun hefur því miður of oft ráðið för, en slík vinnubrögð reynast að sjálfsögðu dýrkeypt þegar til lengri tíma er litið. Í því sambandi má t.d. nefna að viðbygging sem ráðist var í við Grunnskólann snemma á þessari öld hefur enn ekki verið kláruð og liggur hreinlega undir skemmdum vegna sinnuleysis. Haustið 2021 var ný álma við grunnskólann tekin í notkun. Hún dugar skammt því fjölgun nemenda við skólann er það mikil að útlit er fyrir að strax á næsta skólaári muni vanta kennslurými. Leikskólar bæjarins eru einnig sprungnir og því hefur engan veginn náðst að efna það loforð að börn komist inn við 12 mánaða aldur. Vegna skorts á framsýni bæjaryfirvalda þurfti að svara aðkallandi þörf með kostnaðarsamri bráðabirgðalausn til að hýsa elstu börn leikskólans í vetur, sem voru á flakki milli bygginga framan af vetri. Fimm ára börn á vergangi er okkur ekki til sóma. Við þurfum að huga betur að innviðum og móta skýra framtíðarsýn, hættum að horfa einungis til næsta kjörtímabils. Hugsum til framtíðar Okkar Hveragerði vill hugsa til framtíðar og móta skýra stefnu fyrir íbúa bæjarins. Með því að horfa til framtíðar náum við að byggja innviðina upp, fjármagnið nýtist betur og þjónustan við íbúa verður betri. Skuldir á hvern íbúa Hveragerðisbæjar 2006 – 2020 á verðlagi hvers árs. Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga. Þrátt fyrir að uppbygging innviða og viðhald fasteigna hafi ekki verið ásættanlegt síðustu ár hefur skuldastaða á hvern íbúa samt sem áður hækkað mikið. Skuldastaða á þessu tímabili hefur hækkað úr 572.263 í 1.573.043 miðað við verðlag hvers árs. Yfirfært á verðlag ársins 2022 er það hækkun á skuldum á hvern íbúa um 49,6%. Því er eðlilegt að spyrja hvert skattfé okkar íbúanna fer, við vitum að bæjarstjórinn er á ofurlaunum en það skýrir ekki allt. Til að tryggja vandaða meðferð fjármuna er nauðsynlegt að opna bókhald bæjarins líkt og víða er gert, hætta feluleik á bókhaldslyklum og viðhafa vandaða, gagnsæja stjórnsýslu. Það munum við í Okkar Hveragerði gera. Höfundur er viðurkenndur stjórnarmaður með MBA gráðu og íþrótta- og heilsufræðingur skipar 1. sæti á lista Okkar Hveragerðis.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun