Átján ára strákur nálgast heimsmet Usain Bolt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2022 11:00 Erriyon Knighton stóð sig vel á Ólympíuleikunum síðasta sumar og var hársbreidd frá því að komast á verðlaunapall þá aðeins sautján ára gamall. Getty/Christian Petersen Erriyon Knighton er nafn sem fólk fer að heyra miklu meira af í framtíðinni en þetta er ekkert venjulegt spretthlauparaefni. Knighton er átján ára Bandaríkjamaður, fæddur 2004, sem sérhæfir sig í 100 og 200 metra hlaupum. Það er í því síðarnefnda þar sem hann er þegar byrjaður að koma sér í í metabækurnar. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Knighton varð síðasta sumar yngsti frjálsíþróttamaður Bandaríkjamanna frá 1964 til að keppa á Ólympíuleikum. Það sumar sló hann heimsmet unglinga í 200 metra hlaupi sem var einmitt áður í eigu Usain Bolt. Bolt hafði sautján ára gamall hlaupið á 19,93 sekúndum en í methlaupi sínu í fyrra þá kom Knighton í mark á 19,84 sekúndum. Það er sú staðreynd sem hefur auðvitað kallað á samanburð við Bolt sem vann átta gull á Ólympíuleikum þar af 100 og 200 metra hlaupið á þremur leikum í röð frá 2008 til 2016. Um helgina nálgaðist Knighton enn frekar heimsmet Usain Bolt í fullorðinsflokki. Hann gerði það með því að hlaupa 200 metrana á 19,49 sekúndum. Þetta er fjórði besti tími sögunnar og jafnframt hraðasti tími síðan á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Þá var Knighton bara átta ára gamall þegar Bolt kom í mark á 19,32 sekúndum. Heimsmet Usain Bolt er hlaup hans á heimsmeistaramótinu í Berlín 2009 sem var upp á 19,19 sekúndur. Aðeins Bolt (19,19 sekúndur), Yohan Blake (19,26) og Michael Johnson (19,32) hafa nú hlaupið hraðar í 200 metra hlaupi en Erriyon Knighton. Knighton endaði fjórði á Ólympíuleikunum í fyrra en er líklegur til að vera fastagestur á verðlaunapallinum næsta áratuginn með sama áframhaldi. Frjálsar íþróttir Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Fleiri fréttir Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjá meira
Knighton er átján ára Bandaríkjamaður, fæddur 2004, sem sérhæfir sig í 100 og 200 metra hlaupum. Það er í því síðarnefnda þar sem hann er þegar byrjaður að koma sér í í metabækurnar. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Knighton varð síðasta sumar yngsti frjálsíþróttamaður Bandaríkjamanna frá 1964 til að keppa á Ólympíuleikum. Það sumar sló hann heimsmet unglinga í 200 metra hlaupi sem var einmitt áður í eigu Usain Bolt. Bolt hafði sautján ára gamall hlaupið á 19,93 sekúndum en í methlaupi sínu í fyrra þá kom Knighton í mark á 19,84 sekúndum. Það er sú staðreynd sem hefur auðvitað kallað á samanburð við Bolt sem vann átta gull á Ólympíuleikum þar af 100 og 200 metra hlaupið á þremur leikum í röð frá 2008 til 2016. Um helgina nálgaðist Knighton enn frekar heimsmet Usain Bolt í fullorðinsflokki. Hann gerði það með því að hlaupa 200 metrana á 19,49 sekúndum. Þetta er fjórði besti tími sögunnar og jafnframt hraðasti tími síðan á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Þá var Knighton bara átta ára gamall þegar Bolt kom í mark á 19,32 sekúndum. Heimsmet Usain Bolt er hlaup hans á heimsmeistaramótinu í Berlín 2009 sem var upp á 19,19 sekúndur. Aðeins Bolt (19,19 sekúndur), Yohan Blake (19,26) og Michael Johnson (19,32) hafa nú hlaupið hraðar í 200 metra hlaupi en Erriyon Knighton. Knighton endaði fjórði á Ólympíuleikunum í fyrra en er líklegur til að vera fastagestur á verðlaunapallinum næsta áratuginn með sama áframhaldi.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Fleiri fréttir Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjá meira