Klay Thompson kom Golden State yfir, 116-117, með því að setja niður þriggja stiga skot þegar 36 sekúndur voru eftir. Hann klikkaði síðan á tveimur vítaskotum þegar 6,7 sekúndur lifðu leiks og Memphis fékk því möguleika á að tryggja sér sigurinn í lokasókn sinni. Ja Morant fékk boltann en Thompson og Gary Payton II vörðust vel og skotið geigaði.
KLAY GIVES THE WARRIORS A 1 PT LEAD!@warriors 117 | @memgrizz 116
— NBA (@NBA) May 1, 2022
11.2 remaining#NBAPlayoffs presented by Google Pixel on ABC pic.twitter.com/CS14t95SGK
Klay Thompson hit the game-winning 3 and got the game-sealing stop on the final possession! #DubNation
— NBA (@NBA) May 1, 2022
#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/okYpbgBvTL
Jordan Poole setti persónulegt met í úrslitakeppni með því að skora 31 stig. Stephen Curry skoraði 24 stig, Andrew Wiggins sautján og Thompson fimmtán.
Jordan Poole was BALLING in Game 1
— NBA (@NBA) May 2, 2022
He set a playoff career-high in points (31) in the @warriors Game 1 victory to open the series 1-0! #DubNation
Game 2: WARRIORS/GRIZZLIES Tue. 9:30pm/et on TNT pic.twitter.com/RkADi99Hk8
Morant var stigahæstur hjá Memphis og á vellinum með 34 stig. Hann tók einnig níu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Jaren Jackson yngri skoraði 33 stig og tók tíu fráköst.
Ja Morant & Trip J were incredible in Game 1, combining for more than half of the @memgrizz total points (67).@JaMorant: 34 PTS, 9 REB, 10 AST, 3 STL@jarenjacksonjr: 33 PTS, 10 REB, 6 3PM
— NBA (@NBA) May 2, 2022
Game 2: WARRIORS/GRIZZLIES Tue. 9:30pm/et on TNT pic.twitter.com/xKccoKc2hL
Giannis Antetokounmpo var með þrefalda tvennu þegar Milwaukee Bucks tók forystuna í einvíginu gegn Boston Celtic í undanúrslitum Austurdeildarinnar með 89-101 sigri í Boston.
Grikkinn var með 24 stig, þrettán fráköst og tólf stoðsendingar. Jrue Holiday skoraði 25 stig.
Giannis goes off the backboard for the emphatic slam!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel on ABC pic.twitter.com/vyn50aa2Au
— NBA (@NBA) May 1, 2022
Jayson Tatum skoraði 21 stig fyrir Boston en hitti aðeins úr sex af átján skotum sínum. Enginn annar leikmaður Boston skoraði meira en tólf stig.