Óskar Hrafn: Mér fannst þetta öflug frammistaða Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2022 21:48 Óskar Hran Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann góðan 3-0 sigur á FH í Bestu deild karla í Kópavogi í kvöld. Sól og blíða úti og mikil stemning í fullri stúku. Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, var gríðarlega ánægður með frammistöðu síns liðs. „Við erum bara mjög sáttir með frammistöðuna í heild sinni og svo auðvitað gott að úrslitin fylgi með. Gott kvöld hérna í kvöld og bara frábært að fá þessa áhorfendur á völlinn. Fólk er búið að bíða lengi eftir því að koma og búa til þessa stemningu. Þetta er vonandi það sem koma skal bara á öllum völlum. Orkan í áhorfendum skilar sér inná völlinn og líka bara þurfa félögin að gera sér grein fyrir því að það þarf að hafa fyrir því að fá fólk á völlinn. Það er ekki sjálfgefið,“ sagði Óskar Hrafn. Mörk Breiðabliks í kvöld komu öll upp vinstri kant Blika og öll í gegnum Davíð Ingvarsson og Ísak Snær Þorvaldsson. Davíð lagði upp tvö mörk á Ísak og báðir áttu þeir svo þátt í marki Kristins Steindórssonar. „Auðvitað er þetta eitt af þeim vopnum sem við erum með. Þetta leggst stundum þannig að hlutirnir verða opnari öðrum megin en hinum megin. Þeir [Davíð og Ísak] ná vel saman og Davíð átti góð hlaup, því fylgdi sending yfirleitt frá Damir og Ísak auðvitað bara tímasetur hlaupin vel inn í teig. Frábær mörk og ég er bara virkilega stoltur með liðið. Mér fannst þetta öflug frammistaða, mikil orka allar 90 mínúturnar og það er það sem skiptir máli. Auðvitað er það þannig að það tók okkur tíma að brjóta þá á bak aftur. FH-ingar voru mjög vel skipulagðir í fyrri hálfleik og lögðu mikið í varnarleikinn. Það var ekkert auðvelt að finna leiðir í gegnum þá. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég bara mjög ánægður með liðið og frammistöðuna,“ sagði Óskar. Vörn Breiðbliks var sömuleiðis mjög öflug og annan leikinn í röð halda þeir hreinu gegn einu af toppliðum deildarinnar. Óskar var sáttur með varnarleik síns liðs. „Þegar orkustigið er gott og þegar liðið er vel samstillt þá hefur það í för með sér að menn eru nálægt hvorum öðrum og það er kveikt á mönnum þegar þeir tapa boltanum. Þannig verður auðveldara að verjast. Það er auðveldara fyrir öftustu línu þegar það er kveikt á mönnunum fyrir framan þá. Við vorum vel skipulagðir en ég ætla ekkert að taka af FH-liðinu að þeir voru vel skipulagðir í fyrri hálfleik og gáfu okkur mörg verkefni til að hugsa um. Hvernig brýturðu niður lið sem leggst niður, er þétt og lokar flestum svæðum,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Blikarnir á toppinn eftir öruggan sigur Breiðablik er enn með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Bestu-deild karla í fótbolta, en liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn FH í stórleik kvöldsins. 1. maí 2022 21:08 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Sjá meira
„Við erum bara mjög sáttir með frammistöðuna í heild sinni og svo auðvitað gott að úrslitin fylgi með. Gott kvöld hérna í kvöld og bara frábært að fá þessa áhorfendur á völlinn. Fólk er búið að bíða lengi eftir því að koma og búa til þessa stemningu. Þetta er vonandi það sem koma skal bara á öllum völlum. Orkan í áhorfendum skilar sér inná völlinn og líka bara þurfa félögin að gera sér grein fyrir því að það þarf að hafa fyrir því að fá fólk á völlinn. Það er ekki sjálfgefið,“ sagði Óskar Hrafn. Mörk Breiðabliks í kvöld komu öll upp vinstri kant Blika og öll í gegnum Davíð Ingvarsson og Ísak Snær Þorvaldsson. Davíð lagði upp tvö mörk á Ísak og báðir áttu þeir svo þátt í marki Kristins Steindórssonar. „Auðvitað er þetta eitt af þeim vopnum sem við erum með. Þetta leggst stundum þannig að hlutirnir verða opnari öðrum megin en hinum megin. Þeir [Davíð og Ísak] ná vel saman og Davíð átti góð hlaup, því fylgdi sending yfirleitt frá Damir og Ísak auðvitað bara tímasetur hlaupin vel inn í teig. Frábær mörk og ég er bara virkilega stoltur með liðið. Mér fannst þetta öflug frammistaða, mikil orka allar 90 mínúturnar og það er það sem skiptir máli. Auðvitað er það þannig að það tók okkur tíma að brjóta þá á bak aftur. FH-ingar voru mjög vel skipulagðir í fyrri hálfleik og lögðu mikið í varnarleikinn. Það var ekkert auðvelt að finna leiðir í gegnum þá. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég bara mjög ánægður með liðið og frammistöðuna,“ sagði Óskar. Vörn Breiðbliks var sömuleiðis mjög öflug og annan leikinn í röð halda þeir hreinu gegn einu af toppliðum deildarinnar. Óskar var sáttur með varnarleik síns liðs. „Þegar orkustigið er gott og þegar liðið er vel samstillt þá hefur það í för með sér að menn eru nálægt hvorum öðrum og það er kveikt á mönnum þegar þeir tapa boltanum. Þannig verður auðveldara að verjast. Það er auðveldara fyrir öftustu línu þegar það er kveikt á mönnunum fyrir framan þá. Við vorum vel skipulagðir en ég ætla ekkert að taka af FH-liðinu að þeir voru vel skipulagðir í fyrri hálfleik og gáfu okkur mörg verkefni til að hugsa um. Hvernig brýturðu niður lið sem leggst niður, er þétt og lokar flestum svæðum,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Blikarnir á toppinn eftir öruggan sigur Breiðablik er enn með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Bestu-deild karla í fótbolta, en liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn FH í stórleik kvöldsins. 1. maí 2022 21:08 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Blikarnir á toppinn eftir öruggan sigur Breiðablik er enn með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Bestu-deild karla í fótbolta, en liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn FH í stórleik kvöldsins. 1. maí 2022 21:08