Naomi Judd látin Eiður Þór Árnason skrifar 30. apríl 2022 21:41 Naomi Judd átti litríkan feril að baki. Ap/Invision/Chris Pizzello Bandaríska söngkonan Naomi Judd er látin, 76 ára að aldri. Hún fæddist í Kentucky og gerði garðinn frægan í kántrítvíeykinu The Judds ásamt dóttur sinni Wynonna Judd. Mæðgurnar skrifuðu undir útgáfusamning við plötufyrirtækið RCA Nashville árið 1983 og gáfu út sex breiðskífur fram til ársins 1991. Þær voru einir farsælustu listamenn í sögu kántrítónlistarinnar og unnu fimm Grammy-verðlaun og níu verðlaun frá Country Music Association, samtökum bandarískrar kántrítónlistar. Dæturnar Wynonna og Ashley Judd tilkynntu um fráfall Naomi í dag. „Í dag upplifðum við systurnar harmleik. Við misstum fallegu móður okkar úr geðsjúkdómi,“ segja þær í yfirlýsingu sem þær sendu AP-fréttaveitunni. Hún hafi bæði verið elskuð og dáð af almenningi og fjölskyldunni. Ætlaði í tónleikaferðalag í haust Naomi Judd lést nærri Nashville í Tennessee. Til stóð að vígja The Judds inn í frægðarhöll kántrítónlistarinnar á morgun og hafði tvíeykið boðað tónleikaferðalag í haust, þeirra fyrsta í meira en áratug. Þá sneru þær aftur á verðlaunahátíðasviðið fyrr í þessum mánuði þegar mæðgurnar fluttu atriði á CMT tónlistarverðlaununum. The Judds eiga að baki fjórtán lög sem náðu efst á vinsældalista á viðburðaríkum ferli sínum sem spannaði nærri þrjá áratugi. Eftir að þau komust á toppinn í heimi kántrítónlistarinnar drógu þær sig í hlé árið 1991 eftir að Naomi Judd greindist með lifrabólgu. Wynonna hélt þó áfram sólóferli sínum. Meðal þekktustu slagara The Judds eru lögin Love Can Build a Bridge, Mama He’s Crazy, Why Not Me og Grandpa. Andlát Tónlist Bandaríkin Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Fleiri fréttir Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Sjá meira
Mæðgurnar skrifuðu undir útgáfusamning við plötufyrirtækið RCA Nashville árið 1983 og gáfu út sex breiðskífur fram til ársins 1991. Þær voru einir farsælustu listamenn í sögu kántrítónlistarinnar og unnu fimm Grammy-verðlaun og níu verðlaun frá Country Music Association, samtökum bandarískrar kántrítónlistar. Dæturnar Wynonna og Ashley Judd tilkynntu um fráfall Naomi í dag. „Í dag upplifðum við systurnar harmleik. Við misstum fallegu móður okkar úr geðsjúkdómi,“ segja þær í yfirlýsingu sem þær sendu AP-fréttaveitunni. Hún hafi bæði verið elskuð og dáð af almenningi og fjölskyldunni. Ætlaði í tónleikaferðalag í haust Naomi Judd lést nærri Nashville í Tennessee. Til stóð að vígja The Judds inn í frægðarhöll kántrítónlistarinnar á morgun og hafði tvíeykið boðað tónleikaferðalag í haust, þeirra fyrsta í meira en áratug. Þá sneru þær aftur á verðlaunahátíðasviðið fyrr í þessum mánuði þegar mæðgurnar fluttu atriði á CMT tónlistarverðlaununum. The Judds eiga að baki fjórtán lög sem náðu efst á vinsældalista á viðburðaríkum ferli sínum sem spannaði nærri þrjá áratugi. Eftir að þau komust á toppinn í heimi kántrítónlistarinnar drógu þær sig í hlé árið 1991 eftir að Naomi Judd greindist með lifrabólgu. Wynonna hélt þó áfram sólóferli sínum. Meðal þekktustu slagara The Judds eru lögin Love Can Build a Bridge, Mama He’s Crazy, Why Not Me og Grandpa.
Andlát Tónlist Bandaríkin Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Fleiri fréttir Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Sjá meira