Gengið yfir 1.600 kílómetra í dag til að heiðra fólk með krabbamein Eiður Þór Árnason skrifar 30. apríl 2022 20:00 Viðburðurinn hófst á Selfossi í dag. Aðsend Fyrstu Styrkleikar Krabbameinsfélags Íslands eru í fullum gangi og voru þátttakendur búnir að ganga 7.250 hringi, eða 1.600 kílómetra um klukkan 18:20 í kvöld þegar fjórðungur var liðinn af tímanum. Lið sem taka þátt í Styrkleikunum skiptast á að halda boðhlaupskefli gangandi í heilan sólarhring. Viðburðurinn hófst á Selfossi í dag og stendur yfir til hádegis á morgun. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir og gefur hver vegalengd ákveðin fjölda smella á sérstökum teljurum sem þátttakendur nota til að telja þá hringi sem gengnir eru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu en markmiðið með Styrkleikunum er að styðja, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Lengd viðburðarins er ætlað að vera táknræn fyrir það að engin hvíld fáist frá krabbameini. Gleðin skíni úr hverju andliti Haft er eftir Evu Írisi Eyjólfsdóttur, verkefnastjóra Styrkleikana, að afar ánægjulegt sé að sjá hversu margir taki þátt í leikunum en hátt í 250 manns höfðu skráð sig til leiks í sextán liðum við setningu þeirra. Sömuleiðis sé gleðilegt hve margir bætist sífellt í hópinn. Eva segir að stemmningin sé einstök og gleði og þakklæti skíni úr hverju andliti. Viðburðurinn er ætlaður allri fjölskyldunni.Aðsend Að sögn Krabbameinsfélagsins nær dagskráin hámarki þegar svokölluð Ljósastund verður haldin klukkan 22 í kvöld. Þar verði kveikt á kertum í sérútbúnum pokum sem þátttakendur hafi skreytt og skrifað hugleiðingar eða kveðjur á, sérstaklega ætlaðar til stuðnings eða minningar. Styrkleikarnir eru alþjóðlegur viðburður sem fer árlega fram á yfir fimm þúsund stöðum í yfir þrjátíu löndum um allan heim. Hátt í tíu milljónir taka þátt í viðburðinum á hverju ári, að sögn Krabbameinsfélagsins. Fréttamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson fjallaði um Styrkleikana í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Góðverk Árborg Tengdar fréttir Styrkleikar Krabbameinsfélagsins í sólarhring á Selfossi Það fæst engin hvíld frá krabbameini og sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Í ljósi þessa þá verða Styrkleikarnir haldnir í fyrsta skipti á Íslandi í heilan sólarhring um helgina til að styðja við, heiðra eða minnast þeirra, sem hafa fengið krabbamein. 29. apríl 2022 21:02 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Lið sem taka þátt í Styrkleikunum skiptast á að halda boðhlaupskefli gangandi í heilan sólarhring. Viðburðurinn hófst á Selfossi í dag og stendur yfir til hádegis á morgun. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir og gefur hver vegalengd ákveðin fjölda smella á sérstökum teljurum sem þátttakendur nota til að telja þá hringi sem gengnir eru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu en markmiðið með Styrkleikunum er að styðja, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Lengd viðburðarins er ætlað að vera táknræn fyrir það að engin hvíld fáist frá krabbameini. Gleðin skíni úr hverju andliti Haft er eftir Evu Írisi Eyjólfsdóttur, verkefnastjóra Styrkleikana, að afar ánægjulegt sé að sjá hversu margir taki þátt í leikunum en hátt í 250 manns höfðu skráð sig til leiks í sextán liðum við setningu þeirra. Sömuleiðis sé gleðilegt hve margir bætist sífellt í hópinn. Eva segir að stemmningin sé einstök og gleði og þakklæti skíni úr hverju andliti. Viðburðurinn er ætlaður allri fjölskyldunni.Aðsend Að sögn Krabbameinsfélagsins nær dagskráin hámarki þegar svokölluð Ljósastund verður haldin klukkan 22 í kvöld. Þar verði kveikt á kertum í sérútbúnum pokum sem þátttakendur hafi skreytt og skrifað hugleiðingar eða kveðjur á, sérstaklega ætlaðar til stuðnings eða minningar. Styrkleikarnir eru alþjóðlegur viðburður sem fer árlega fram á yfir fimm þúsund stöðum í yfir þrjátíu löndum um allan heim. Hátt í tíu milljónir taka þátt í viðburðinum á hverju ári, að sögn Krabbameinsfélagsins. Fréttamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson fjallaði um Styrkleikana í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Góðverk Árborg Tengdar fréttir Styrkleikar Krabbameinsfélagsins í sólarhring á Selfossi Það fæst engin hvíld frá krabbameini og sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Í ljósi þessa þá verða Styrkleikarnir haldnir í fyrsta skipti á Íslandi í heilan sólarhring um helgina til að styðja við, heiðra eða minnast þeirra, sem hafa fengið krabbamein. 29. apríl 2022 21:02 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Styrkleikar Krabbameinsfélagsins í sólarhring á Selfossi Það fæst engin hvíld frá krabbameini og sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Í ljósi þessa þá verða Styrkleikarnir haldnir í fyrsta skipti á Íslandi í heilan sólarhring um helgina til að styðja við, heiðra eða minnast þeirra, sem hafa fengið krabbamein. 29. apríl 2022 21:02