Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar! Tómas Ellert Tómasson skrifar 30. apríl 2022 16:31 Vegna ummæla formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra frá því í gær er rétt að benda lesendum á það strax, að efni þessarar greinar er tengt kosningum í fortíð, nútíð og framtíð. Í ljósi framangreindra ummæla má ekki að mati formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra minnast á það nú að barnamálaráðherra hafi slegið sig pólitískt til riddara með vanfjármögnuðum farsældarlögum á kostnað sveitarfélaganna í landinu. Lagasetningu sem mun valda sveitarfélögunum töluverðum kostnaðarauka sem allt stefnir í að þau muni ekki fá bætt nema að litlu leyti - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má þá væntanlega ekki heldur minnast á að Þjóðarhöllin sem að ráðherrar Framsóknarflokksins lofuðu að myndi koma til framkvæmda „núna“ fyrir síðustu alþingiskosningar er hvergi að sjá í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Heiðarleiki og raunsæ fyrirheit í pólitík Undirritaður rakst á þessa fyrirsögn á grein eins framboðs í Svf. Árborg í vikunni sem birt var á héraðsfréttamiðli. Í greininni útlistaði framboðið heiðarleikaprógrammið sitt. Má trúa því að sá framboðslisti hafi og muni í framhaldinu iðka prógrammið sem það setti upp? - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Í tilviki þess framboðs má væntanlega ekki minnast á það þegar að þáverandi forseti bæjarstjórnar, sem nú skipar 3. sæti listans, lýsti sig andsnúinn nýrri Selfossbrú yfir Ölfusá í upphafi árs 2015. Brúin var á þeim tíma, árið 2015, á samgönguáætlun og átti samkvæmt henni að verða tekin í notkun árið 2019 þ.e. fyrir þremur árum síðan. Í stað þess er nú útlit fyrr að ekki verði ný brú vígð fyrr en árið 2026 - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má væntanlega ekki heldur í framangreindu samhengi minnast á það að D-listi Sjálfstæðisflokksins í Svf. Árborg lofaði því árið 2006 að reist yrði nýtt fjölnota íþróttahús á íþróttasvæðinu við Engjaveg. Það mál endaði síðan á kosningaloforðaborði M-lista Miðflokksins í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningar árið 2018 að keyra það verkefni áfram. Vígsluathöfn Selfosshallarinnar verður 9. maí næstkomandi - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má þá heldur ekki að mati formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra minnast á það, að hann sjálfur og meðhjálpari hans ráku rýting á dögunum í bak oddvita Framsóknarflokksins og forseta bæjarstjórnar hér í bæ, á meðan þeir þuldu við ódæðisverkið, að sögn kunnugra, að þeir væru „vinir hans“ - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má þá svo væntanlega alls ekki minnast á það, að í kjölfar rýtingsstungunnar að þá hafi nær samstundis Ungmennafélag Selfoss óskað eftir starfskröftum hins farsæla forseta bæjarstjórnar. Sá sem fyrir rýtingsstungunni varð, hefur nú tekið við því virðingarhlutverki að starfa sem formaður Ungmennafélags Selfoss, elstu og virtustu félagasamtökum á Selfossi. Því fagna allir sem unna ungmennafélaginu og því mikilvæga samfélagslega hlutverki sem að það gegnir - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Höfundur er byggingarverkfræðingur, formaður bæjarráðs og oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Tómas Ellert Tómasson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Spyr hvort hörð umræða tengist ummælum á Búnaðarþingi eða sveitarstjórnarkosningum Innviðaráðherra velti því upp á Alþingi í morgun hvort þungar ásakanir í kjölfar ummæla á Búnaðarþingi tengist ummælunum sem slíkum eða komandi sveitarstjórnarkosningum þar sem Framsóknarflokkurinn mælist á mikilli siglingu. 29. apríl 2022 12:07 Er sanngjarnt að þingmenn og ráðherrar slái sig til riddara á kostnað sveitarfélaga? Þann 11. júní 2021 samþykkti Alþingi lagasetningu á grunni fjögurra frumvarpa þáverandi félags- og barnamálaráðherra sem tengjast málefnum barna og að auki þingsályktun um Barnvænt Ísland. 28. mars 2022 12:00 Þjóðarhöllin rísi Laugardalurinn hefur um áratugaskeið verið vettvangur margra stærstu sigra í íslenskri íþróttasögu, hvort sem þeir hafa unnist í Laugardalshöllinni eða á -vellinum. Aðstaðan í Laugardalnum er hins vegar löngu úr sér gengin og landsleikir í handbolta eða körfubolta þurfa sérstakar undanþágur alþjóðasambanda, því Laugardalshöllin uppfyllir ekki alþjóðlegar kröfur. 22. september 2021 11:31 Mótmælir staðsetningu nýrrar brúar yfir Ölfusá Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar er á móti því að ný brú yfir Ölfusá fara fram hjá íbúðabyggðinni á Selfossi. 31. janúar 2015 20:37 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Vegna ummæla formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra frá því í gær er rétt að benda lesendum á það strax, að efni þessarar greinar er tengt kosningum í fortíð, nútíð og framtíð. Í ljósi framangreindra ummæla má ekki að mati formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra minnast á það nú að barnamálaráðherra hafi slegið sig pólitískt til riddara með vanfjármögnuðum farsældarlögum á kostnað sveitarfélaganna í landinu. Lagasetningu sem mun valda sveitarfélögunum töluverðum kostnaðarauka sem allt stefnir í að þau muni ekki fá bætt nema að litlu leyti - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má þá væntanlega ekki heldur minnast á að Þjóðarhöllin sem að ráðherrar Framsóknarflokksins lofuðu að myndi koma til framkvæmda „núna“ fyrir síðustu alþingiskosningar er hvergi að sjá í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Heiðarleiki og raunsæ fyrirheit í pólitík Undirritaður rakst á þessa fyrirsögn á grein eins framboðs í Svf. Árborg í vikunni sem birt var á héraðsfréttamiðli. Í greininni útlistaði framboðið heiðarleikaprógrammið sitt. Má trúa því að sá framboðslisti hafi og muni í framhaldinu iðka prógrammið sem það setti upp? - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Í tilviki þess framboðs má væntanlega ekki minnast á það þegar að þáverandi forseti bæjarstjórnar, sem nú skipar 3. sæti listans, lýsti sig andsnúinn nýrri Selfossbrú yfir Ölfusá í upphafi árs 2015. Brúin var á þeim tíma, árið 2015, á samgönguáætlun og átti samkvæmt henni að verða tekin í notkun árið 2019 þ.e. fyrir þremur árum síðan. Í stað þess er nú útlit fyrr að ekki verði ný brú vígð fyrr en árið 2026 - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má væntanlega ekki heldur í framangreindu samhengi minnast á það að D-listi Sjálfstæðisflokksins í Svf. Árborg lofaði því árið 2006 að reist yrði nýtt fjölnota íþróttahús á íþróttasvæðinu við Engjaveg. Það mál endaði síðan á kosningaloforðaborði M-lista Miðflokksins í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningar árið 2018 að keyra það verkefni áfram. Vígsluathöfn Selfosshallarinnar verður 9. maí næstkomandi - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má þá heldur ekki að mati formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra minnast á það, að hann sjálfur og meðhjálpari hans ráku rýting á dögunum í bak oddvita Framsóknarflokksins og forseta bæjarstjórnar hér í bæ, á meðan þeir þuldu við ódæðisverkið, að sögn kunnugra, að þeir væru „vinir hans“ - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má þá svo væntanlega alls ekki minnast á það, að í kjölfar rýtingsstungunnar að þá hafi nær samstundis Ungmennafélag Selfoss óskað eftir starfskröftum hins farsæla forseta bæjarstjórnar. Sá sem fyrir rýtingsstungunni varð, hefur nú tekið við því virðingarhlutverki að starfa sem formaður Ungmennafélags Selfoss, elstu og virtustu félagasamtökum á Selfossi. Því fagna allir sem unna ungmennafélaginu og því mikilvæga samfélagslega hlutverki sem að það gegnir - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Höfundur er byggingarverkfræðingur, formaður bæjarráðs og oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Svf. Árborg.
Spyr hvort hörð umræða tengist ummælum á Búnaðarþingi eða sveitarstjórnarkosningum Innviðaráðherra velti því upp á Alþingi í morgun hvort þungar ásakanir í kjölfar ummæla á Búnaðarþingi tengist ummælunum sem slíkum eða komandi sveitarstjórnarkosningum þar sem Framsóknarflokkurinn mælist á mikilli siglingu. 29. apríl 2022 12:07
Er sanngjarnt að þingmenn og ráðherrar slái sig til riddara á kostnað sveitarfélaga? Þann 11. júní 2021 samþykkti Alþingi lagasetningu á grunni fjögurra frumvarpa þáverandi félags- og barnamálaráðherra sem tengjast málefnum barna og að auki þingsályktun um Barnvænt Ísland. 28. mars 2022 12:00
Þjóðarhöllin rísi Laugardalurinn hefur um áratugaskeið verið vettvangur margra stærstu sigra í íslenskri íþróttasögu, hvort sem þeir hafa unnist í Laugardalshöllinni eða á -vellinum. Aðstaðan í Laugardalnum er hins vegar löngu úr sér gengin og landsleikir í handbolta eða körfubolta þurfa sérstakar undanþágur alþjóðasambanda, því Laugardalshöllin uppfyllir ekki alþjóðlegar kröfur. 22. september 2021 11:31
Mótmælir staðsetningu nýrrar brúar yfir Ölfusá Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar er á móti því að ný brú yfir Ölfusá fara fram hjá íbúðabyggðinni á Selfossi. 31. janúar 2015 20:37
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun