Við erum búin að borga, hvar eru innviðirnir okkar? Hjördís Guðmundsdóttir skrifar 30. apríl 2022 16:00 Þegar uppbygging Urriðaholts hófst var gerður samningur þess efnis að íbúar hverfisins tækju beinan þátt í uppbyggingu innviða með sérstöku innviðagjaldi. Gjald sem var lagt á íbúa umfram hefðbundin innviðagjöld á við gatnagerðargjöld. Upphæðin sem íbúar eiga í sérstökum innviðasjóði eru rétt tæpir 2 milljarðar. Þolinmæðin er á þrotum 2000 milljónir sem íbúar í Urriðaholti greiddu sérstaklega úr eigin vasa til að fá skóla, íþróttahús og sundlaug í hverfið sitt strax. Samhliða annarri uppbyggingu hverfisins. Hvar eru þessi mannvirki? Nú er hverfið að mestu uppbyggt en enn bíða íbúar eftir innviðunum sem þeim var lofað strax frá upphafi. Fyrsti fasi skólabyggingar er hálfnaður og stendur til að hefja seinni hluta fyrsta fasa nú á næstu misserum. Skólinn er sprunginn, unglingadeildin getur ekki farið af stað í haust með góðu móti og skólaeldhúsið fer í gáma sem nú er búið að koma fyrir við horn skólahúsnæðisins. Íþróttamannvirki, almenningssundlaug Íþróttir stunda nemendur utandyra fyrst á morgnana - það er að segja þegar veður leyfir. Smá gola breytist fljótt í gula, appelsínugula eða rauða viðvörun í kringum Urriðaholtsskóla og þá er engum út sigandi og börnin þurfa fylgd inn í og úr skólanum. Það er skýlaus krafa íbúa að vandað sé til verka og uppbygging þjóni þörfum ört vaxandi hverfis og þörfum allra íbúa á þjónustu í nærumhverfi. Sagði einhver almenningslaug? Já hana viljum við íbúar og hennar krefjumst við og munum við i Framsókn berjast fyrir því að lítil kennslulaug sem vart annar skólasundi allra árganga verði teiknuð upp sem hverfislaug lýðheilsu allra okkar íbúa til heilla. Framsókn í innviðauppbyggingu! Íbúar Urriðaholts gera þá réttlátu kröfu að bærinn standi við gefin loforð og flýti fyrir uppbyggingu nauðsynlegra innviða svo samfélagið í Urriðaholti fái tíma og rúm til að mótast og eflast sem best skyldi. Það leggjum við í Framsókn áherslu á og munum berjast fyrir. Setjum X við B þann 14. maí fyrir Framsókn í Garðabæ! Höfundur er grunnskólakennari, íbúi í Urriðaholti og skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þegar uppbygging Urriðaholts hófst var gerður samningur þess efnis að íbúar hverfisins tækju beinan þátt í uppbyggingu innviða með sérstöku innviðagjaldi. Gjald sem var lagt á íbúa umfram hefðbundin innviðagjöld á við gatnagerðargjöld. Upphæðin sem íbúar eiga í sérstökum innviðasjóði eru rétt tæpir 2 milljarðar. Þolinmæðin er á þrotum 2000 milljónir sem íbúar í Urriðaholti greiddu sérstaklega úr eigin vasa til að fá skóla, íþróttahús og sundlaug í hverfið sitt strax. Samhliða annarri uppbyggingu hverfisins. Hvar eru þessi mannvirki? Nú er hverfið að mestu uppbyggt en enn bíða íbúar eftir innviðunum sem þeim var lofað strax frá upphafi. Fyrsti fasi skólabyggingar er hálfnaður og stendur til að hefja seinni hluta fyrsta fasa nú á næstu misserum. Skólinn er sprunginn, unglingadeildin getur ekki farið af stað í haust með góðu móti og skólaeldhúsið fer í gáma sem nú er búið að koma fyrir við horn skólahúsnæðisins. Íþróttamannvirki, almenningssundlaug Íþróttir stunda nemendur utandyra fyrst á morgnana - það er að segja þegar veður leyfir. Smá gola breytist fljótt í gula, appelsínugula eða rauða viðvörun í kringum Urriðaholtsskóla og þá er engum út sigandi og börnin þurfa fylgd inn í og úr skólanum. Það er skýlaus krafa íbúa að vandað sé til verka og uppbygging þjóni þörfum ört vaxandi hverfis og þörfum allra íbúa á þjónustu í nærumhverfi. Sagði einhver almenningslaug? Já hana viljum við íbúar og hennar krefjumst við og munum við i Framsókn berjast fyrir því að lítil kennslulaug sem vart annar skólasundi allra árganga verði teiknuð upp sem hverfislaug lýðheilsu allra okkar íbúa til heilla. Framsókn í innviðauppbyggingu! Íbúar Urriðaholts gera þá réttlátu kröfu að bærinn standi við gefin loforð og flýti fyrir uppbyggingu nauðsynlegra innviða svo samfélagið í Urriðaholti fái tíma og rúm til að mótast og eflast sem best skyldi. Það leggjum við í Framsókn áherslu á og munum berjast fyrir. Setjum X við B þann 14. maí fyrir Framsókn í Garðabæ! Höfundur er grunnskólakennari, íbúi í Urriðaholti og skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Garðabæ.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun