Hrópandi ósamræmi í svörum ráðherranna Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 29. apríl 2022 23:55 Mikill styr hefur staðið um Sigurð Inga Jóhannsson sem gegnir embætti innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Ráðherrum ber ekki saman um hvort þeir hafi verið með efasemdir um útboðið á Íslandsbanka. Innviðaráðherra kennir Bankasýslunni um það sem misfórst og segist svekktur vegna málsins á meðan fjármálaráðherra segist treysta Bankasýslunni. Hart var tekist á um Íslandsbankamálið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var til svara. Hann viðurkenndi fúslega að hann væri afar svekktur með hvernig útboðið hefði farið en varpaði þeirri ábyrgð á fleiri en ríkisstjórnina, því enginn hefði stungið upp á því í aðdraganda útboðsins að sett yrði lágmarksupphæð sem hæfir fjárfestar yrðu að kaupa fyrir. „Ég er svekktur út í sjálfan mig. En það var því miður enginn, ekki heldur í þessum sal, ekki heldur þeir sem hæst hafa galað á síðustu dögum,“ sagði Sigurður Ingi. Sagði Sigurður loks að sérfræðingarnir sem hefðu ráðlagt ríkisstjórninni í ferlinu hefðu brugðist og hafði einnig þetta að segja um Bankasýslu ríkisins: „Vegna þess að ég treysti ekki Bankasýslunni. Ég treysti henni ekki eftir það sem undan er gengið.“ Þetta er í hrópandi ósamræmi við orð fjármálaráðherra sem sagði eftirfarandi við fréttastofu fyrir sléttri viku þegar hann var spurður út í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að leggja Bankasýsluna niður. „Ef að málið snerist um algert vantraust á Bankasýsluna þá hefðum við einfaldlega sagt það. Þá hefðum við óskað eftir því að stjórnin myndi víkja og stjórnendur. En það er ekki það sem við erum að gera.“ Eldheitar umræður um ummæli Sigurðar Inga Það var hart sótt að ráðherrum ríkisstjórnarinnar í dag en það var ekki bara vegna Íslandsbankamálsins. Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag var Sigurður Ingi líka spurður út í óviðeigandi ummæli sín um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna á Búnaðarþingi sem var haldið í byrjun mánaðarins. Ráðherrann var ekki sáttur með að verið væri að rifja það mál upp aftur og spurði hvort málið væri einungis rætt þar sem stutt er í sveitarstjórnarkosningar. Þau viðbrögð hans urðu síðan tilefni til sérstakrar umræðu á þinginu í dag þar sem mikill hiti var í fólki. Horfa má á umræðuna í spilaranum hér að neðan að lokinni umfjöllun um Íslandsbankamálið: „Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem hann kemur hérna inn á Alþingi og ræðir þetta mál og hver eru hans viðbrögð? Jú það eru allir svo vondir við hann. Þetta snýst allt um Einar Þorsteinsson eða sveitarstjórnarkosningar,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson. þingmaður Samfylkingarinnar. Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingmaður Viðreisnar, hafði eftirfarandi að segja: „Ég vísa því til föðurhúsanna að hér séu einhver tengsl milli orðræðu og sveitarstjórnarkosninga. Hversu sjálfhverfir geta menn verið?“ Flokksbróður hennar Sigmari Guðmundssyni var heitt í hamsi þegar hann krafðist þess að Framsóknarflokkurinn segi að orðræða á borð við þá sem Sigurður Ingi beitti umrætt kvöld verði ekki liðin. „Ég kalla eftir því að hæstvirtur innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins og Framsóknarflokkurinn allur viðurkenni það í verki og orði að svona orðræða eins og formaður Framsóknarflokksins viðhafði um fólk af öðrum uppruna verði ekki liðin,“ sagði hann. „Og ég sé að hæstvirtur ráðherra gengur hér hristandi hausinn út úr salnum og hefur engan skilning á pólitískri ábyrgð sinni gagnvart hverri einustu manneskju sem býr í þessu landi,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hefði líklega ekki svarað svona fyrir mánuði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega að Sigurður Ingi hafi ekki mætt á Alþingi til að svara fyrirspurnum um málið. „Ég velti því fyrir mér hvernig þetta hefði litið út fyrir mánuði síðan, þegar við vorum að undirbúa þessa spurningu. Ef hann hefði svarað öðruvísi þá, af hverju ætti hann að svara einhvern veginn öðruvísi núna? Að gera þetta að einhverju sveitarstjórnarmáli,“ segir hann. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Salan á Íslandsbanka Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Hart var tekist á um Íslandsbankamálið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var til svara. Hann viðurkenndi fúslega að hann væri afar svekktur með hvernig útboðið hefði farið en varpaði þeirri ábyrgð á fleiri en ríkisstjórnina, því enginn hefði stungið upp á því í aðdraganda útboðsins að sett yrði lágmarksupphæð sem hæfir fjárfestar yrðu að kaupa fyrir. „Ég er svekktur út í sjálfan mig. En það var því miður enginn, ekki heldur í þessum sal, ekki heldur þeir sem hæst hafa galað á síðustu dögum,“ sagði Sigurður Ingi. Sagði Sigurður loks að sérfræðingarnir sem hefðu ráðlagt ríkisstjórninni í ferlinu hefðu brugðist og hafði einnig þetta að segja um Bankasýslu ríkisins: „Vegna þess að ég treysti ekki Bankasýslunni. Ég treysti henni ekki eftir það sem undan er gengið.“ Þetta er í hrópandi ósamræmi við orð fjármálaráðherra sem sagði eftirfarandi við fréttastofu fyrir sléttri viku þegar hann var spurður út í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að leggja Bankasýsluna niður. „Ef að málið snerist um algert vantraust á Bankasýsluna þá hefðum við einfaldlega sagt það. Þá hefðum við óskað eftir því að stjórnin myndi víkja og stjórnendur. En það er ekki það sem við erum að gera.“ Eldheitar umræður um ummæli Sigurðar Inga Það var hart sótt að ráðherrum ríkisstjórnarinnar í dag en það var ekki bara vegna Íslandsbankamálsins. Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag var Sigurður Ingi líka spurður út í óviðeigandi ummæli sín um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna á Búnaðarþingi sem var haldið í byrjun mánaðarins. Ráðherrann var ekki sáttur með að verið væri að rifja það mál upp aftur og spurði hvort málið væri einungis rætt þar sem stutt er í sveitarstjórnarkosningar. Þau viðbrögð hans urðu síðan tilefni til sérstakrar umræðu á þinginu í dag þar sem mikill hiti var í fólki. Horfa má á umræðuna í spilaranum hér að neðan að lokinni umfjöllun um Íslandsbankamálið: „Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem hann kemur hérna inn á Alþingi og ræðir þetta mál og hver eru hans viðbrögð? Jú það eru allir svo vondir við hann. Þetta snýst allt um Einar Þorsteinsson eða sveitarstjórnarkosningar,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson. þingmaður Samfylkingarinnar. Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingmaður Viðreisnar, hafði eftirfarandi að segja: „Ég vísa því til föðurhúsanna að hér séu einhver tengsl milli orðræðu og sveitarstjórnarkosninga. Hversu sjálfhverfir geta menn verið?“ Flokksbróður hennar Sigmari Guðmundssyni var heitt í hamsi þegar hann krafðist þess að Framsóknarflokkurinn segi að orðræða á borð við þá sem Sigurður Ingi beitti umrætt kvöld verði ekki liðin. „Ég kalla eftir því að hæstvirtur innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins og Framsóknarflokkurinn allur viðurkenni það í verki og orði að svona orðræða eins og formaður Framsóknarflokksins viðhafði um fólk af öðrum uppruna verði ekki liðin,“ sagði hann. „Og ég sé að hæstvirtur ráðherra gengur hér hristandi hausinn út úr salnum og hefur engan skilning á pólitískri ábyrgð sinni gagnvart hverri einustu manneskju sem býr í þessu landi,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hefði líklega ekki svarað svona fyrir mánuði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega að Sigurður Ingi hafi ekki mætt á Alþingi til að svara fyrirspurnum um málið. „Ég velti því fyrir mér hvernig þetta hefði litið út fyrir mánuði síðan, þegar við vorum að undirbúa þessa spurningu. Ef hann hefði svarað öðruvísi þá, af hverju ætti hann að svara einhvern veginn öðruvísi núna? Að gera þetta að einhverju sveitarstjórnarmáli,“ segir hann.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Salan á Íslandsbanka Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira