Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 24-33| ÍBV tryggði oddaleik í Eyjum Andri Már Eggertsson skrifar 30. apríl 2022 18:40 vísir/hulda margrét Það var alveg ljóst frá fyrstu mínútu að Eyjakonur höfðu engan áhuga á að ljúka tímabilinu í Garðabæ. ÍBV komst snemma fjórum mörkum yfir og hleypti Stjörnunni aldrei inn í leikinn. ÍBV vann á endanum níu marka sigur 24-33. Tímabilið var undir hjá ÍBV í dag. Stjarnan vann fyrsta leikinn í einvíginu í Vestmannaeyjum og því ljóst að ÍBV þurfti sigur til að knýja fram oddaleik. ÍBV byrjaði leikinn betur og komst snemma fjórum mörkum yfir 2-6. Eftir sautján mínútna leik fékk Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, nóg og tók leikhlé þar sem hann skammaði sitt lið. Helena Rut Örvarsdóttir var sú eina sem skilaði framlagi fyrir heimakonur en hún skoraði fimm af sex fyrstu mörkum Stjörnunnar. Stjarnan átti í miklum vandræðum með hraðann í ÍBV og refsuðu gestirnir nánast í hvert einasta skipti sem Stjarnan tapaði boltanum. Stjarnan hótaði að koma til baka með tveimur mörkum í röð og þá einfaldlega veifaði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, leikhlés spjaldinu í átt að sínu liði sem tóku skilaboðunum og hleyptu Stjörnunni ekki inn í leikinn. ÍBV var fjórum mörkum yfir í hálfleik 12-16. Það gekk ekkert upp hjá Stjörnunni í byrjun síðari hálfleiks. Helena Rut Örvarsdóttir gerði fyrsta mark Stjörnunnar í seinni hálfleik eftir sex mínútur en þá hafði ÍBV gert þrjú mörk og var forysta gestanna 12-19. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, tók nokkuð árangursríkt leikhlé sem skilaði þremur mörkum í röð hjá heimakonum en það slóg ÍBV ekki úr jafnvægi sem var ekki lengi að rétta úr kútnum. Líkt og í fyrri hálfleik hélt ÍBV áfram að refsa með hraðaupphlaupum og seinni bylgju sem Stjarnan átti engin svör við. Það var snemma í seinni hálfleik orðið ljóst að næst á dagskrá hjá liðunum væri oddaleikur í Vestmannaeyjum. ÍBV vann á endanum níu marka sigur 24-33. Af hverju vann ÍBV? Það var alveg ljóst að tímabilið var undir hjá ÍBV. Eyjakonur lögðu allt í leikinn og átti Stjarnan aldrei möguleika. ÍBV komst snemma fjórum mörkum undir og tókst Stjörnunni aldrei að minnka það forskot og gera þetta að jöfnum leik. Hverjar stóðu upp úr? Harpa Valey Gylfadóttir og Sunna Jónsdóttir áttu frábæran leik og gerðu sitthvor átta mörkin. Sunna Jónsdóttir var einnig með sjö löglegar stöðvanir sem var það mesta hjá leikmanni ÍBV. Marta Wawrzykowska, markmaður ÍBV, varði 13 skot og endaði með 38.2 prósent markvörslu. Hvað gekk illa? Stjarnan átti í miklum vandræðum með hraðaupphlaup og seinni bylgju ÍBV. Stjarnan var fjórum mörkum undir í hálfleik og byrjaði seinni hálfleik á að skora ekki fyrstu sex mínúturnar og þá var brekkan of brött. Hvað gerist næst? Liðin mætast í oddaleik á þriðjudaginn klukkan 18:00 í beinni á Stöð 2 Sport. Hrannar: Ætlum að gera allt fokhelt í Eyjum á þriðjudaginn Hrannar GuðmundssonVísir/Hulda Margrét Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur eftir níu marka tap gegn ÍBV. „Það er ekki óskandi að þurfa að fara til Eyja í oddaleik. Mér fannst þetta mjög erfiður leikur og þegar við fengum tækifæri til að minnka forskot ÍBV og gera þetta að leik þá fórum við illa með dauðafæri sem endaði með hraðaupphlaupi í bakið,“ sagði Hrannar svekktur eftir leik. ÍBV komst snemma fjórum mörkum yfir og fannst Hrannari mjög erfitt að eiga við sóknarleik ÍBV. „ÍBV spilaði frábærlega í sókn. Það verður ekki tekið af þeim að þær voru betri en við. Mér fannst við langt frá okkar besta leik en við munum mæta til Vestmannaeyja með höfuðið hátt,“ sagði Hrannar og bætti við að Stjörnunni hefur gengið vel í Eyjum. Liðin mætast í oddaleik í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn og er Hrannar fullur tilhlökkunar. „Það er fátt skemmtilegra en að fara í oddaleik í Vestmannaeyjum og við munum mæta á Eyjuna og gera allt fokhelt,“ sagði Hrannar brattur að lokum. Olís-deild kvenna Stjarnan ÍBV
Það var alveg ljóst frá fyrstu mínútu að Eyjakonur höfðu engan áhuga á að ljúka tímabilinu í Garðabæ. ÍBV komst snemma fjórum mörkum yfir og hleypti Stjörnunni aldrei inn í leikinn. ÍBV vann á endanum níu marka sigur 24-33. Tímabilið var undir hjá ÍBV í dag. Stjarnan vann fyrsta leikinn í einvíginu í Vestmannaeyjum og því ljóst að ÍBV þurfti sigur til að knýja fram oddaleik. ÍBV byrjaði leikinn betur og komst snemma fjórum mörkum yfir 2-6. Eftir sautján mínútna leik fékk Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, nóg og tók leikhlé þar sem hann skammaði sitt lið. Helena Rut Örvarsdóttir var sú eina sem skilaði framlagi fyrir heimakonur en hún skoraði fimm af sex fyrstu mörkum Stjörnunnar. Stjarnan átti í miklum vandræðum með hraðann í ÍBV og refsuðu gestirnir nánast í hvert einasta skipti sem Stjarnan tapaði boltanum. Stjarnan hótaði að koma til baka með tveimur mörkum í röð og þá einfaldlega veifaði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, leikhlés spjaldinu í átt að sínu liði sem tóku skilaboðunum og hleyptu Stjörnunni ekki inn í leikinn. ÍBV var fjórum mörkum yfir í hálfleik 12-16. Það gekk ekkert upp hjá Stjörnunni í byrjun síðari hálfleiks. Helena Rut Örvarsdóttir gerði fyrsta mark Stjörnunnar í seinni hálfleik eftir sex mínútur en þá hafði ÍBV gert þrjú mörk og var forysta gestanna 12-19. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, tók nokkuð árangursríkt leikhlé sem skilaði þremur mörkum í röð hjá heimakonum en það slóg ÍBV ekki úr jafnvægi sem var ekki lengi að rétta úr kútnum. Líkt og í fyrri hálfleik hélt ÍBV áfram að refsa með hraðaupphlaupum og seinni bylgju sem Stjarnan átti engin svör við. Það var snemma í seinni hálfleik orðið ljóst að næst á dagskrá hjá liðunum væri oddaleikur í Vestmannaeyjum. ÍBV vann á endanum níu marka sigur 24-33. Af hverju vann ÍBV? Það var alveg ljóst að tímabilið var undir hjá ÍBV. Eyjakonur lögðu allt í leikinn og átti Stjarnan aldrei möguleika. ÍBV komst snemma fjórum mörkum undir og tókst Stjörnunni aldrei að minnka það forskot og gera þetta að jöfnum leik. Hverjar stóðu upp úr? Harpa Valey Gylfadóttir og Sunna Jónsdóttir áttu frábæran leik og gerðu sitthvor átta mörkin. Sunna Jónsdóttir var einnig með sjö löglegar stöðvanir sem var það mesta hjá leikmanni ÍBV. Marta Wawrzykowska, markmaður ÍBV, varði 13 skot og endaði með 38.2 prósent markvörslu. Hvað gekk illa? Stjarnan átti í miklum vandræðum með hraðaupphlaup og seinni bylgju ÍBV. Stjarnan var fjórum mörkum undir í hálfleik og byrjaði seinni hálfleik á að skora ekki fyrstu sex mínúturnar og þá var brekkan of brött. Hvað gerist næst? Liðin mætast í oddaleik á þriðjudaginn klukkan 18:00 í beinni á Stöð 2 Sport. Hrannar: Ætlum að gera allt fokhelt í Eyjum á þriðjudaginn Hrannar GuðmundssonVísir/Hulda Margrét Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur eftir níu marka tap gegn ÍBV. „Það er ekki óskandi að þurfa að fara til Eyja í oddaleik. Mér fannst þetta mjög erfiður leikur og þegar við fengum tækifæri til að minnka forskot ÍBV og gera þetta að leik þá fórum við illa með dauðafæri sem endaði með hraðaupphlaupi í bakið,“ sagði Hrannar svekktur eftir leik. ÍBV komst snemma fjórum mörkum yfir og fannst Hrannari mjög erfitt að eiga við sóknarleik ÍBV. „ÍBV spilaði frábærlega í sókn. Það verður ekki tekið af þeim að þær voru betri en við. Mér fannst við langt frá okkar besta leik en við munum mæta til Vestmannaeyja með höfuðið hátt,“ sagði Hrannar og bætti við að Stjörnunni hefur gengið vel í Eyjum. Liðin mætast í oddaleik í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn og er Hrannar fullur tilhlökkunar. „Það er fátt skemmtilegra en að fara í oddaleik í Vestmannaeyjum og við munum mæta á Eyjuna og gera allt fokhelt,“ sagði Hrannar brattur að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti