Ný karlapilla þykir örugg og laus við aukaverkanir Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. maí 2022 18:00 Nýja karlapillan var þróuð af teymi vísindamanna við háskólann í Minnesota og kynnt fyrir skemmstu á vorráðstefnu Bandaríska efnafræðifélagsins, þar sem kynntar voru niðurstöður 12.000 rannsókna. Myndin er úr safni. Getty Enn á ný boða vísindamenn að ný getnaðarvörn fyrir karla, karlapillan, sé handan við hornið. Rannsóknir á músum sýna að aukaverkanir séu færri en áður og að öryggi þeirra sé allt að 99%. Í meira en hálfa öld hafa vísindamenn reynt að þróa pillu fyrir karla, án árangurs. Hingað til hafa tilraunir strandað á miklum aukaverkunum sem pillurnar hafa í för með sér, húðvandamál, hárlos, þyngdaraukning, höfuðverkur og minnkandi kynhvöt. Og reynsla liðinna ára sýnir að um leið og karlar finna fyrir þessum aukaverkunum þá segja margir þeirra, hingað og ekki lengra. Þetta kann að virka hjákátlegt, svo ekki sé meira sagt, þegar haft er huga að konur sem taka pilluna hafa í 70 ár þjáðst af öllum þessum sömu aukaverkunum, og jafnvel enn fleirum. Þá hafa framleiðendur einnig óttast að konur muni einfaldlega ekki treysta körlum sem fullyrða að þeir séu á pillunni, það eru jú konurnar sem verða barnshafandi og þurfa að ganga með barnið í 9 mánuði, eða ganga í gegnum þungunarrof. Nýja pillan er öðruvísi Nýja karlapillan var þróuð af teymi vísindamanna við háskólann í Minnesota og kynnt fyrir skemmstu á vorráðstefnu Bandaríska efnafræðifélagsins, þar sem kynntar voru niðurstöður 12.000 rannsókna. Það sem gerir þessa pillu frábrugðna karlapillum liðinna áratuga, sem allar hafa endað í ruslinu, er að hún byggir ekki á neinum hormónum, sem eykur trú manna á að henni fylgi færri og minni aukaverkanir. Nýja pillan hindrar prótein í að bindast A-vítamíni, sem er talið lykilatriði fyrir frjósemi og kynorku spendýra. Nú þegar hefur pillan verið prófuð á músum. Þær tilraunir benda til þess að pillan sé 99% örugg, ekki hafa greinst neinar aukaverkanir og þegar mýsnar hætta að taka pilluna þá nær sæðisframleiðsla þeirra sér á strik á um það bil 6 vikum. Vonir standa til að tilraunir á körlum hefjist undir lok þessa árs. Efasemdarraddir eru víða Margir eru þó efins um að karlapillan komi nokkurn tíma á markað. Einn þeirra er doktor Amin Herati, forstöðumaður þvagfæralækningasviðs Johns Hopkins stofnunarinnar í Bandaríkjunum, sem segir í samtali við New York Times að það sé himinn og haf á milli tilrauna á músum og tilrauna á körlum. Kollegi hans við Stanford háskóla, Michael Eisenberg, segir í samtali við sama blað, að ef öll lyf sem virkað hafa vel í tilraunum á músum hefðu virkað jafn vel á mannfólkið, þá væru læknavísindin löngu búin að finna upp lækningu við krabbameini. Loks má geta þess að annað teymi vísindamanna er að gera tilraunir með aðra tegund getnaðarvarna fyrir karla. Það er hlaup sem er nuddað daglega á axlir og upphandlegg karla. Sú tilraun sýnir kannski fyrst og fremst að hugmyndaflugi vísindamanna eru engin takmörk sett. Bandaríkin Vísindi Lyf Tengdar fréttir Gamlingjar ekki eins spenntir fyrir getnaðarvarnarpillu og yngri karlar Rúmur helmingur karlmanna jákvæðir gagnvart getnaðarvarnarpillu. 9. maí 2019 11:05 Löng og erfið fæðing karlapillunnar Vísindamenn telja að getnaðarvarnarpilla fyrir karla komi á markað innan tíu ára. Slíkar hugmyndir hafa verið kannaðar síðan hormónagetnaðarvarnir fyrir konur komu á markað um miðja síðustu öld. 9. maí 2019 08:15 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Í meira en hálfa öld hafa vísindamenn reynt að þróa pillu fyrir karla, án árangurs. Hingað til hafa tilraunir strandað á miklum aukaverkunum sem pillurnar hafa í för með sér, húðvandamál, hárlos, þyngdaraukning, höfuðverkur og minnkandi kynhvöt. Og reynsla liðinna ára sýnir að um leið og karlar finna fyrir þessum aukaverkunum þá segja margir þeirra, hingað og ekki lengra. Þetta kann að virka hjákátlegt, svo ekki sé meira sagt, þegar haft er huga að konur sem taka pilluna hafa í 70 ár þjáðst af öllum þessum sömu aukaverkunum, og jafnvel enn fleirum. Þá hafa framleiðendur einnig óttast að konur muni einfaldlega ekki treysta körlum sem fullyrða að þeir séu á pillunni, það eru jú konurnar sem verða barnshafandi og þurfa að ganga með barnið í 9 mánuði, eða ganga í gegnum þungunarrof. Nýja pillan er öðruvísi Nýja karlapillan var þróuð af teymi vísindamanna við háskólann í Minnesota og kynnt fyrir skemmstu á vorráðstefnu Bandaríska efnafræðifélagsins, þar sem kynntar voru niðurstöður 12.000 rannsókna. Það sem gerir þessa pillu frábrugðna karlapillum liðinna áratuga, sem allar hafa endað í ruslinu, er að hún byggir ekki á neinum hormónum, sem eykur trú manna á að henni fylgi færri og minni aukaverkanir. Nýja pillan hindrar prótein í að bindast A-vítamíni, sem er talið lykilatriði fyrir frjósemi og kynorku spendýra. Nú þegar hefur pillan verið prófuð á músum. Þær tilraunir benda til þess að pillan sé 99% örugg, ekki hafa greinst neinar aukaverkanir og þegar mýsnar hætta að taka pilluna þá nær sæðisframleiðsla þeirra sér á strik á um það bil 6 vikum. Vonir standa til að tilraunir á körlum hefjist undir lok þessa árs. Efasemdarraddir eru víða Margir eru þó efins um að karlapillan komi nokkurn tíma á markað. Einn þeirra er doktor Amin Herati, forstöðumaður þvagfæralækningasviðs Johns Hopkins stofnunarinnar í Bandaríkjunum, sem segir í samtali við New York Times að það sé himinn og haf á milli tilrauna á músum og tilrauna á körlum. Kollegi hans við Stanford háskóla, Michael Eisenberg, segir í samtali við sama blað, að ef öll lyf sem virkað hafa vel í tilraunum á músum hefðu virkað jafn vel á mannfólkið, þá væru læknavísindin löngu búin að finna upp lækningu við krabbameini. Loks má geta þess að annað teymi vísindamanna er að gera tilraunir með aðra tegund getnaðarvarna fyrir karla. Það er hlaup sem er nuddað daglega á axlir og upphandlegg karla. Sú tilraun sýnir kannski fyrst og fremst að hugmyndaflugi vísindamanna eru engin takmörk sett.
Bandaríkin Vísindi Lyf Tengdar fréttir Gamlingjar ekki eins spenntir fyrir getnaðarvarnarpillu og yngri karlar Rúmur helmingur karlmanna jákvæðir gagnvart getnaðarvarnarpillu. 9. maí 2019 11:05 Löng og erfið fæðing karlapillunnar Vísindamenn telja að getnaðarvarnarpilla fyrir karla komi á markað innan tíu ára. Slíkar hugmyndir hafa verið kannaðar síðan hormónagetnaðarvarnir fyrir konur komu á markað um miðja síðustu öld. 9. maí 2019 08:15 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Gamlingjar ekki eins spenntir fyrir getnaðarvarnarpillu og yngri karlar Rúmur helmingur karlmanna jákvæðir gagnvart getnaðarvarnarpillu. 9. maí 2019 11:05
Löng og erfið fæðing karlapillunnar Vísindamenn telja að getnaðarvarnarpilla fyrir karla komi á markað innan tíu ára. Slíkar hugmyndir hafa verið kannaðar síðan hormónagetnaðarvarnir fyrir konur komu á markað um miðja síðustu öld. 9. maí 2019 08:15