Bjarni kannast ekki við fullyrðingar Lilju um áhyggjufulla ráðherra Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. apríl 2022 10:28 Bjarni mætti á opinn fund fjárlaganefndar í morgun þar sem hann svaraði ýmsum spurningum nefndarmanna um söluferlið á hlut ríkisins í Íslandsbanka. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir lýsingu Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, á viðhorfi sínu til útboðs á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í aðdraganda þess ekki rétta. Hann hafi ekki haft neinar efasemdir um ferlið. Lilja sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær að bæði Bjarni og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefðu deilt með henni þeim áhyggjum og efasemdum sem hún hafði um aðferðina við söluna. Ráðherrarnir þrír sitja saman í ráðherranefnd um efnahagsmál og fóru á fundum yfir ferlið. Á opnum fundi fjármálanefndar í morgun sat Bjarni fyrir svörum og var hann spurður út í þessi orð Lilju. „Ég kannast ekki við að hafa verið með miklar efasemdir í nefndinni og ég tel ekki að það sé lýsandi fyrir umræðu í ráðherranefnd að þar hafi ráðherrar verið með miklar efasemdir um að framkvæma útboðið,“ sagði Bjarni. „Þvert á móti þá er ég þeirrar skoðunar að þar hafi farið fram gagnleg umræða um kosti og galla þeirra valkosta sem við stóðum frammi fyrir.“ Lilja hafi óttast viðbrögð almennings Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, nefndarmaður Viðreisnar í fjárlaganefnd sem spurði Bjarna um orð Lilju, fylgdi spurningu sinni þá eftir eftir þetta svar Bjarnar og spurði hvort það væri þá einfaldlega rangt sem Lilja hefði sagt í þinginu í gær. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir situr í fjárlaganefnd fyrir hönd Viðreisnar.vísir/arnar Bjarni sagðist þá telja að fólk væri að mistúlka orð Lilju. Hún hefði haft pólitískar áhyggjur af málinu og því hvort aðferðin sem yrði farin með útboðinu yrði vinsæl. „Ég held að þarna sé verið að virða pólitískar áhyggjur, ekki lagalegar áhyggjur, heldur pólitískar áhyggjur af því hvernig menn geti viðhaldið góðum stuðningi meðal þjóðarinnar eftir því hvaða leið er farin. Og kannski er það sem ráðherrann er að vísa til að það hefur skapast mikið uppnám og moldviðri út af þessari framkvæmd – að það hafi ræst sem hún hafði áhyggjur af að það væri erfiðara að viðhalda pólitískum stuðningi þegar allur íslenskur almenningur ætti ekki aðild að framkvæmd útboðsins,“ sagði Bjarni. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Lilja sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær að bæði Bjarni og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefðu deilt með henni þeim áhyggjum og efasemdum sem hún hafði um aðferðina við söluna. Ráðherrarnir þrír sitja saman í ráðherranefnd um efnahagsmál og fóru á fundum yfir ferlið. Á opnum fundi fjármálanefndar í morgun sat Bjarni fyrir svörum og var hann spurður út í þessi orð Lilju. „Ég kannast ekki við að hafa verið með miklar efasemdir í nefndinni og ég tel ekki að það sé lýsandi fyrir umræðu í ráðherranefnd að þar hafi ráðherrar verið með miklar efasemdir um að framkvæma útboðið,“ sagði Bjarni. „Þvert á móti þá er ég þeirrar skoðunar að þar hafi farið fram gagnleg umræða um kosti og galla þeirra valkosta sem við stóðum frammi fyrir.“ Lilja hafi óttast viðbrögð almennings Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, nefndarmaður Viðreisnar í fjárlaganefnd sem spurði Bjarna um orð Lilju, fylgdi spurningu sinni þá eftir eftir þetta svar Bjarnar og spurði hvort það væri þá einfaldlega rangt sem Lilja hefði sagt í þinginu í gær. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir situr í fjárlaganefnd fyrir hönd Viðreisnar.vísir/arnar Bjarni sagðist þá telja að fólk væri að mistúlka orð Lilju. Hún hefði haft pólitískar áhyggjur af málinu og því hvort aðferðin sem yrði farin með útboðinu yrði vinsæl. „Ég held að þarna sé verið að virða pólitískar áhyggjur, ekki lagalegar áhyggjur, heldur pólitískar áhyggjur af því hvernig menn geti viðhaldið góðum stuðningi meðal þjóðarinnar eftir því hvaða leið er farin. Og kannski er það sem ráðherrann er að vísa til að það hefur skapast mikið uppnám og moldviðri út af þessari framkvæmd – að það hafi ræst sem hún hafði áhyggjur af að það væri erfiðara að viðhalda pólitískum stuðningi þegar allur íslenskur almenningur ætti ekki aðild að framkvæmd útboðsins,“ sagði Bjarni.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent