Greenwood var handtekinn í lok janúar eftir að fyrrverandi kærasta hans birti myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum af áverkum sem hann veitti henni. Hann var sakaður um líkamsáras, nauðgun og morðhótanir.
Hinn tvítugi Greenwood var látinn laus gegn tryggingu sem átti að renna út á morgun. Það hefur nú verið framlengt fram í miðjan júní. Málið er enn í rannsókn.
Greenwood hefur hvorki æft né spilað með United síðan hann var handtekinn. Þá rifti Nike styrktarsamningi sínum við hann og hann var fjarlægður úr FIFA 22 tölvuleiknum.