Allar mömmur eiga að geta tekið ákvörðun fyrir sitt barn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. apríl 2022 20:01 Þau Arna Ýr og Vignir eru viðmælendur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. Instagram Þau Arna Ýr Jónsdóttir og Vignir Bollason kynntust fyrir þónokkrum árum og eru þau í dag trúlofuð og eiga saman börnin Ástrós Mettu og Nóa Hilmar. Þau Arna og Vignir hafa bæði mikla ástríðu fyrir því að hjálpa verðandi og nýbökuðum foreldrum, hvort á sínum vettvangi. Fegurðardrottningin Arna Ýr heldur úti Instagram-reikningi þar sem hún sýnir hinar ýmsu hliðar af móðurhlutverkinu. Hún er í hjúkrunarfræðinámi sem er skref í átt að draum hennar um að verða ljósmóðir. Vignir starfar sem kírópraktor og rekur stöðina Líf Kírópraktík. Þá hefur hann getið sér sérstaklega gott orð fyrir meðhöndlun á ófrískum konum og ungbörnum. Að mati Örnu hefur verið mikill skortur á jákvæðum meðgöngu- og fæðingarreynslum kvenna á netinu. Því ákvað hún að nota samfélagsmiðla til þess að miðla sinni reynslu áfram. Hún deildi ítarlegri fæðingarsögu eftir fæðingu dóttur sinnar árið 2019 og deildi svo hjartnæmu myndbandi eftir fæðingu sonar síns tveimur árum síðar. Sjá: Arna Ýr deilir myndbandi af fæðingu sonar síns Þá rekur Arna einnig fyrirtækin Taubleyjur.is og Rockit Rocker, en bæði fyrirtækin selja ungbarnavörur. Því er óhætt að segja að þau Arna og Vignir deili sameiginlegri ástríðu fyrir því að aðstoða foreldra. Vignir og Arna eiga saman börnin Ástrós Mettu og Nóa Hilmar.Instagram Taka jafnan þátt í þriðju vaktinni Þau Arna og Vignir ná einstaklega vel saman og telja þau að þar geti spilað inn í hve líkt uppeldi þau fengu í æsku. Þau segja að verkaskipting heimilisins sé frekar jöfn og þau taki bæði virkan þátt í „þriðju vaktinni“. „Þegar ég heyri umræðuna um það hvernig þetta er á mörgum heimilinu, 80 prósent hér og 20 prósent hinum megin, þá er ég oft rosa hissa á því hversu vel skipulögð við erum saman. Það eru bara ákveðnir hlutir sem ég tek að mér og ákveðnir hlutir sem hann tekur að sér,“ segir Arna Ýr. Hún segir það þó ekki endilega vera meðvitað hjá þeim, heldur hafi hlutirnir bara þróast þannig. Þegar álagið er mikið séu þau þó ófeimin við að biðja hvort annað um aðstoð. „Ég hef séð þetta líka með fólk sem er í teyminu okkar á stofunni, að þegar það koma upp veikindi barns þá er annað foreldrið kannski heima hálfan daginn og svo hitt foreldrið hálfan daginn á móti. Mér líður eins og hjá mörgum sé þetta orðið bara 50/50,“ segir Vignir sem telur að feður séu almennt farnir að taka virkari þátt í heimilislífinu en áður. Vill geta sett sig í spor kvenna Það vakti mikla athygli á síðasta ári þegar Arna ákvað að deila fæðingarmyndbandi sonar þeirra. Myndbandið vakti ekki síst athygli fyrir það hve náttúruleg fæðingin var. En sonurinn fæddist í rósabaði uppblásinni sundlaug í stofunni heima hjá þeim. „Mér finnst bara svo dásamleg tilhugsun að sem ljósmóðir í framtíðinni hafi ég sjálf fætt á nokkrum mismunandi stöðum til þess að geta sett mig í spor kvenna hvort sem þær eru að fæða heima, á fæðingarheimili eða spítala,“ en dóttir þeirra Örnu og Vignis fæddist á fæðingarheimilinu Björkinni. „Það var einhver sem sagði að ef fæðandi kona væri úti í náttúrunni og svo myndi koma ljón, þá annað hvort fæðir konan samstundis og getur þá tekið barnið og hlaupið í burtu, eða þá að líkaminn fer í algjöran baklás og heldur barninu inni svo mamman geti hlaupið í burtu. Það er oft verið að líkja þessu við spítalann.“ Arna segir að þessi samlíking hafi setið í henni og fengið hana til þess að íhuga vel hvers konar umhverfi hún myndi fæða í. „Kannski gengur allt vel og þú ert komin með 6-7 í útvíkkun. Þú mætir á spítalann en þarft svo að dúsa þar í þessum miklu verkjum mögulega miklu lengur heldur en ef maður væri bara í sínu eðlilega umhverfi þar sem er ekkert neitt nýtt í umhverfinu, engin öskur eða neitt sem hræðir mann. Það var líka ein ástæðan fyrir því að ég vildi fæða annars staðar.“ „Þó svo eitthvað sé heillandi, þá er öryggið alltaf best fyrir þig“ Arna hafði tekið ákvörðun um það að deila fæðingunni, sama hversu vel eða illa myndi ganga. „Með því að taka þetta upp og setja þetta á netið þá held ég að þetta sé að hvetja marga til þess að treysta líkamanum sínum og kannski fara svipaða leið.“ Sjá einnig: Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú „Það hafa margar konur komið til mín á stofuna og talað um að þær hafi séð að við áttum Nóa heima og Ástrós í Björkinni og þær tala um að þær vilji gera það líka, en þeim líði öruggari á spítalanum. Ég segi alltaf að þó svo eitthvað sé heillandi en þér líður betur í örygginu, þá er öryggið alltaf betra fyrir þig. Ég held maður eigi bara að fylgja sinni sannfæringu um hvar manni líður best,“ segir Vignir. Klippa: 38 - Arna Ýr Jónsdóttir og Vignir Bollason Keyptu blóm fyrir 73 þúsund Fæðingarmyndbandið vakti mikla athygli og hafa fjölmargar konur sent Örnu skilaboð, sem hafa verið að íhuga heimafæðingar. Vignir grínast þó með það að fólk geri sér ef til vill ekki grein fyrir því hve mikill kostnaður fór í öll blómin sem voru í fæðingunni. Það voru ekki aðeins rósir í baðinu, heldur var öll stofan þakin blómum sem kostuðu alls 73 þúsund. „En þetta var bara það sem hún vildi og þetta lét henni líða vel. Þannig ég sagði við hana að þá bara gerum við það. Við bara búum til það umhverfi sem þú vilt.“ Þrátt fyrir að fæðingarmyndbandið hafi fengið góð viðbrögð segist Arna hafa fengið á sig eina gagnrýni. Það voru ummæli um það að hún væri mögulega að brjóta á rétti barnsins með því að deila fæðingu þess með almenningi. „Ég held að flestir sem eru að vinna í gegnum samfélagsmiðla séu að passa sig rosalega vel og séu að setja börnin í fyrsta sæti og passa upp á þeirra velferð. Ég held að allar mömmur eigi bara að geta tekið ákvörðun fyrir sitt barn og bara treysta því.“ Arna Ýr og Vignir voru gestir Andreu Eyland í þættinum Kviknar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Yoga Nidra hugleiðsla með Auði Bjarna Í sérstökum þætti af hlaðvarpinu Kviknar er einstök Yoga Nidra hugleiðsla með Auði Bjarna hjá Jógasetrinu. Yoga Nidra er liggjandi leidd hugleiðsla og hjálpar fólki að slaka vel á. 8. febrúar 2022 20:00 Mikilvægt fyrir sambandið að foreldrar passi að hvíla sig Auður Bjarna er flestum konum kunn enda hún búin að kenna verðandi mæðrum meðgöngujóga hér á landi síðustu tvo áratugi. 7. febrúar 2022 13:30 Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð. 18. október 2021 07:00 Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira
Fegurðardrottningin Arna Ýr heldur úti Instagram-reikningi þar sem hún sýnir hinar ýmsu hliðar af móðurhlutverkinu. Hún er í hjúkrunarfræðinámi sem er skref í átt að draum hennar um að verða ljósmóðir. Vignir starfar sem kírópraktor og rekur stöðina Líf Kírópraktík. Þá hefur hann getið sér sérstaklega gott orð fyrir meðhöndlun á ófrískum konum og ungbörnum. Að mati Örnu hefur verið mikill skortur á jákvæðum meðgöngu- og fæðingarreynslum kvenna á netinu. Því ákvað hún að nota samfélagsmiðla til þess að miðla sinni reynslu áfram. Hún deildi ítarlegri fæðingarsögu eftir fæðingu dóttur sinnar árið 2019 og deildi svo hjartnæmu myndbandi eftir fæðingu sonar síns tveimur árum síðar. Sjá: Arna Ýr deilir myndbandi af fæðingu sonar síns Þá rekur Arna einnig fyrirtækin Taubleyjur.is og Rockit Rocker, en bæði fyrirtækin selja ungbarnavörur. Því er óhætt að segja að þau Arna og Vignir deili sameiginlegri ástríðu fyrir því að aðstoða foreldra. Vignir og Arna eiga saman börnin Ástrós Mettu og Nóa Hilmar.Instagram Taka jafnan þátt í þriðju vaktinni Þau Arna og Vignir ná einstaklega vel saman og telja þau að þar geti spilað inn í hve líkt uppeldi þau fengu í æsku. Þau segja að verkaskipting heimilisins sé frekar jöfn og þau taki bæði virkan þátt í „þriðju vaktinni“. „Þegar ég heyri umræðuna um það hvernig þetta er á mörgum heimilinu, 80 prósent hér og 20 prósent hinum megin, þá er ég oft rosa hissa á því hversu vel skipulögð við erum saman. Það eru bara ákveðnir hlutir sem ég tek að mér og ákveðnir hlutir sem hann tekur að sér,“ segir Arna Ýr. Hún segir það þó ekki endilega vera meðvitað hjá þeim, heldur hafi hlutirnir bara þróast þannig. Þegar álagið er mikið séu þau þó ófeimin við að biðja hvort annað um aðstoð. „Ég hef séð þetta líka með fólk sem er í teyminu okkar á stofunni, að þegar það koma upp veikindi barns þá er annað foreldrið kannski heima hálfan daginn og svo hitt foreldrið hálfan daginn á móti. Mér líður eins og hjá mörgum sé þetta orðið bara 50/50,“ segir Vignir sem telur að feður séu almennt farnir að taka virkari þátt í heimilislífinu en áður. Vill geta sett sig í spor kvenna Það vakti mikla athygli á síðasta ári þegar Arna ákvað að deila fæðingarmyndbandi sonar þeirra. Myndbandið vakti ekki síst athygli fyrir það hve náttúruleg fæðingin var. En sonurinn fæddist í rósabaði uppblásinni sundlaug í stofunni heima hjá þeim. „Mér finnst bara svo dásamleg tilhugsun að sem ljósmóðir í framtíðinni hafi ég sjálf fætt á nokkrum mismunandi stöðum til þess að geta sett mig í spor kvenna hvort sem þær eru að fæða heima, á fæðingarheimili eða spítala,“ en dóttir þeirra Örnu og Vignis fæddist á fæðingarheimilinu Björkinni. „Það var einhver sem sagði að ef fæðandi kona væri úti í náttúrunni og svo myndi koma ljón, þá annað hvort fæðir konan samstundis og getur þá tekið barnið og hlaupið í burtu, eða þá að líkaminn fer í algjöran baklás og heldur barninu inni svo mamman geti hlaupið í burtu. Það er oft verið að líkja þessu við spítalann.“ Arna segir að þessi samlíking hafi setið í henni og fengið hana til þess að íhuga vel hvers konar umhverfi hún myndi fæða í. „Kannski gengur allt vel og þú ert komin með 6-7 í útvíkkun. Þú mætir á spítalann en þarft svo að dúsa þar í þessum miklu verkjum mögulega miklu lengur heldur en ef maður væri bara í sínu eðlilega umhverfi þar sem er ekkert neitt nýtt í umhverfinu, engin öskur eða neitt sem hræðir mann. Það var líka ein ástæðan fyrir því að ég vildi fæða annars staðar.“ „Þó svo eitthvað sé heillandi, þá er öryggið alltaf best fyrir þig“ Arna hafði tekið ákvörðun um það að deila fæðingunni, sama hversu vel eða illa myndi ganga. „Með því að taka þetta upp og setja þetta á netið þá held ég að þetta sé að hvetja marga til þess að treysta líkamanum sínum og kannski fara svipaða leið.“ Sjá einnig: Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú „Það hafa margar konur komið til mín á stofuna og talað um að þær hafi séð að við áttum Nóa heima og Ástrós í Björkinni og þær tala um að þær vilji gera það líka, en þeim líði öruggari á spítalanum. Ég segi alltaf að þó svo eitthvað sé heillandi en þér líður betur í örygginu, þá er öryggið alltaf betra fyrir þig. Ég held maður eigi bara að fylgja sinni sannfæringu um hvar manni líður best,“ segir Vignir. Klippa: 38 - Arna Ýr Jónsdóttir og Vignir Bollason Keyptu blóm fyrir 73 þúsund Fæðingarmyndbandið vakti mikla athygli og hafa fjölmargar konur sent Örnu skilaboð, sem hafa verið að íhuga heimafæðingar. Vignir grínast þó með það að fólk geri sér ef til vill ekki grein fyrir því hve mikill kostnaður fór í öll blómin sem voru í fæðingunni. Það voru ekki aðeins rósir í baðinu, heldur var öll stofan þakin blómum sem kostuðu alls 73 þúsund. „En þetta var bara það sem hún vildi og þetta lét henni líða vel. Þannig ég sagði við hana að þá bara gerum við það. Við bara búum til það umhverfi sem þú vilt.“ Þrátt fyrir að fæðingarmyndbandið hafi fengið góð viðbrögð segist Arna hafa fengið á sig eina gagnrýni. Það voru ummæli um það að hún væri mögulega að brjóta á rétti barnsins með því að deila fæðingu þess með almenningi. „Ég held að flestir sem eru að vinna í gegnum samfélagsmiðla séu að passa sig rosalega vel og séu að setja börnin í fyrsta sæti og passa upp á þeirra velferð. Ég held að allar mömmur eigi bara að geta tekið ákvörðun fyrir sitt barn og bara treysta því.“ Arna Ýr og Vignir voru gestir Andreu Eyland í þættinum Kviknar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Yoga Nidra hugleiðsla með Auði Bjarna Í sérstökum þætti af hlaðvarpinu Kviknar er einstök Yoga Nidra hugleiðsla með Auði Bjarna hjá Jógasetrinu. Yoga Nidra er liggjandi leidd hugleiðsla og hjálpar fólki að slaka vel á. 8. febrúar 2022 20:00 Mikilvægt fyrir sambandið að foreldrar passi að hvíla sig Auður Bjarna er flestum konum kunn enda hún búin að kenna verðandi mæðrum meðgöngujóga hér á landi síðustu tvo áratugi. 7. febrúar 2022 13:30 Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð. 18. október 2021 07:00 Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira
Yoga Nidra hugleiðsla með Auði Bjarna Í sérstökum þætti af hlaðvarpinu Kviknar er einstök Yoga Nidra hugleiðsla með Auði Bjarna hjá Jógasetrinu. Yoga Nidra er liggjandi leidd hugleiðsla og hjálpar fólki að slaka vel á. 8. febrúar 2022 20:00
Mikilvægt fyrir sambandið að foreldrar passi að hvíla sig Auður Bjarna er flestum konum kunn enda hún búin að kenna verðandi mæðrum meðgöngujóga hér á landi síðustu tvo áratugi. 7. febrúar 2022 13:30
Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð. 18. október 2021 07:00