„Fótbolti er stórkostlegt sjónarspil“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. apríl 2022 23:00 Pep Guardiola var hrifinn af leik kvöldsins. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, var nokkuð sáttur með 4-3 sigur sinna manna gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann segir þó að sínir menn hefðu getað unnið stærra, enda náði liðið tveggja marka forskoti í þrígang. „Þetta var frábær leikur hjá báðum liðum. Við gerðum fullt af góðum hlutum, en því miður þá fengum við á okkur mörk og náðum ekki að skora meira. En þetta eru tveir leikir og sá næsti er eftir viku,“ sagði Pep að leik loknum. Spánverjinn hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðu sína í kvöld, en segir þó að þeir hafi gerst sekir um klaufaleg mistök á köflum. „Við spiluðum frábæran leik á móti mögnuðu liði. En þegar þeir komust aftur inn í leikinn í fyrri hálfleik þá var það af því að við vorum að gefa þeim tækifæri til þess. Við vorum stressaðir uppbyggingunni þar sem við erum venjulega mjög öruggir og góðir. Þeir eru líka með sterka og góða pressu.“ „Við erum samt ótrúlega stoltir af Manchester City núna. En þetta snýst um að komast í úrslit en stundum kemur svona fyrir í fótbolta. Við förum til Madrídar til að vinna þann leik.“ Stjórinn hélt áfram að hrósa öllu því sem fótbolti hefur upp á að bjóða og minnir á það að í svona leikjum getur allt gerst. „Við dettum úr leik á móti Tottenham (árið 2019) þegar [Fernando] Llorente skorar með hendinni. Í dag var það hendi á [Aymeric] Laporte. Þetta gerist. Það eina sem við getum gert er að spila eins vel og við getum. Real Madrid er bara með þannig gæði að þeir geta refsað þér. Það sem við gerðum með og án bolta, að búa til hvert færið á fætur öðru, ég get ekki beðið um mikið meira.“ „Núna bið ég leikmennina bara um að hvíla sig. Núna er leikurinn á móti Leeds um helgina það mikilvægasta fyrir okkur og svo förum við til Madrídar til að vinna. Bæði lið vilja sækja og hafa gæðin til þess að spila vel. Fótbolti er stórkostlegt sjónarspil. Ég vil óska Carlo [Ancelotti] og hans leikmönnum til hamingju af því að þeir eru það góðir. En á sama tíma sáum við að við getum alveg verið það líka,“ sagði Pep að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir City fer með forystu til Spánar eftir sjö marka leik Englandsmeistarar Manchester City fara með eins marks forskot inn í síðari leik liðsins gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-3 sigur í hörkuleik kvöld. 26. apríl 2022 21:02 Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira
„Þetta var frábær leikur hjá báðum liðum. Við gerðum fullt af góðum hlutum, en því miður þá fengum við á okkur mörk og náðum ekki að skora meira. En þetta eru tveir leikir og sá næsti er eftir viku,“ sagði Pep að leik loknum. Spánverjinn hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðu sína í kvöld, en segir þó að þeir hafi gerst sekir um klaufaleg mistök á köflum. „Við spiluðum frábæran leik á móti mögnuðu liði. En þegar þeir komust aftur inn í leikinn í fyrri hálfleik þá var það af því að við vorum að gefa þeim tækifæri til þess. Við vorum stressaðir uppbyggingunni þar sem við erum venjulega mjög öruggir og góðir. Þeir eru líka með sterka og góða pressu.“ „Við erum samt ótrúlega stoltir af Manchester City núna. En þetta snýst um að komast í úrslit en stundum kemur svona fyrir í fótbolta. Við förum til Madrídar til að vinna þann leik.“ Stjórinn hélt áfram að hrósa öllu því sem fótbolti hefur upp á að bjóða og minnir á það að í svona leikjum getur allt gerst. „Við dettum úr leik á móti Tottenham (árið 2019) þegar [Fernando] Llorente skorar með hendinni. Í dag var það hendi á [Aymeric] Laporte. Þetta gerist. Það eina sem við getum gert er að spila eins vel og við getum. Real Madrid er bara með þannig gæði að þeir geta refsað þér. Það sem við gerðum með og án bolta, að búa til hvert færið á fætur öðru, ég get ekki beðið um mikið meira.“ „Núna bið ég leikmennina bara um að hvíla sig. Núna er leikurinn á móti Leeds um helgina það mikilvægasta fyrir okkur og svo förum við til Madrídar til að vinna. Bæði lið vilja sækja og hafa gæðin til þess að spila vel. Fótbolti er stórkostlegt sjónarspil. Ég vil óska Carlo [Ancelotti] og hans leikmönnum til hamingju af því að þeir eru það góðir. En á sama tíma sáum við að við getum alveg verið það líka,“ sagði Pep að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir City fer með forystu til Spánar eftir sjö marka leik Englandsmeistarar Manchester City fara með eins marks forskot inn í síðari leik liðsins gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-3 sigur í hörkuleik kvöld. 26. apríl 2022 21:02 Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira
City fer með forystu til Spánar eftir sjö marka leik Englandsmeistarar Manchester City fara með eins marks forskot inn í síðari leik liðsins gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-3 sigur í hörkuleik kvöld. 26. apríl 2022 21:02