„Fótbolti er stórkostlegt sjónarspil“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. apríl 2022 23:00 Pep Guardiola var hrifinn af leik kvöldsins. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, var nokkuð sáttur með 4-3 sigur sinna manna gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann segir þó að sínir menn hefðu getað unnið stærra, enda náði liðið tveggja marka forskoti í þrígang. „Þetta var frábær leikur hjá báðum liðum. Við gerðum fullt af góðum hlutum, en því miður þá fengum við á okkur mörk og náðum ekki að skora meira. En þetta eru tveir leikir og sá næsti er eftir viku,“ sagði Pep að leik loknum. Spánverjinn hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðu sína í kvöld, en segir þó að þeir hafi gerst sekir um klaufaleg mistök á köflum. „Við spiluðum frábæran leik á móti mögnuðu liði. En þegar þeir komust aftur inn í leikinn í fyrri hálfleik þá var það af því að við vorum að gefa þeim tækifæri til þess. Við vorum stressaðir uppbyggingunni þar sem við erum venjulega mjög öruggir og góðir. Þeir eru líka með sterka og góða pressu.“ „Við erum samt ótrúlega stoltir af Manchester City núna. En þetta snýst um að komast í úrslit en stundum kemur svona fyrir í fótbolta. Við förum til Madrídar til að vinna þann leik.“ Stjórinn hélt áfram að hrósa öllu því sem fótbolti hefur upp á að bjóða og minnir á það að í svona leikjum getur allt gerst. „Við dettum úr leik á móti Tottenham (árið 2019) þegar [Fernando] Llorente skorar með hendinni. Í dag var það hendi á [Aymeric] Laporte. Þetta gerist. Það eina sem við getum gert er að spila eins vel og við getum. Real Madrid er bara með þannig gæði að þeir geta refsað þér. Það sem við gerðum með og án bolta, að búa til hvert færið á fætur öðru, ég get ekki beðið um mikið meira.“ „Núna bið ég leikmennina bara um að hvíla sig. Núna er leikurinn á móti Leeds um helgina það mikilvægasta fyrir okkur og svo förum við til Madrídar til að vinna. Bæði lið vilja sækja og hafa gæðin til þess að spila vel. Fótbolti er stórkostlegt sjónarspil. Ég vil óska Carlo [Ancelotti] og hans leikmönnum til hamingju af því að þeir eru það góðir. En á sama tíma sáum við að við getum alveg verið það líka,“ sagði Pep að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir City fer með forystu til Spánar eftir sjö marka leik Englandsmeistarar Manchester City fara með eins marks forskot inn í síðari leik liðsins gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-3 sigur í hörkuleik kvöld. 26. apríl 2022 21:02 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Sjá meira
„Þetta var frábær leikur hjá báðum liðum. Við gerðum fullt af góðum hlutum, en því miður þá fengum við á okkur mörk og náðum ekki að skora meira. En þetta eru tveir leikir og sá næsti er eftir viku,“ sagði Pep að leik loknum. Spánverjinn hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðu sína í kvöld, en segir þó að þeir hafi gerst sekir um klaufaleg mistök á köflum. „Við spiluðum frábæran leik á móti mögnuðu liði. En þegar þeir komust aftur inn í leikinn í fyrri hálfleik þá var það af því að við vorum að gefa þeim tækifæri til þess. Við vorum stressaðir uppbyggingunni þar sem við erum venjulega mjög öruggir og góðir. Þeir eru líka með sterka og góða pressu.“ „Við erum samt ótrúlega stoltir af Manchester City núna. En þetta snýst um að komast í úrslit en stundum kemur svona fyrir í fótbolta. Við förum til Madrídar til að vinna þann leik.“ Stjórinn hélt áfram að hrósa öllu því sem fótbolti hefur upp á að bjóða og minnir á það að í svona leikjum getur allt gerst. „Við dettum úr leik á móti Tottenham (árið 2019) þegar [Fernando] Llorente skorar með hendinni. Í dag var það hendi á [Aymeric] Laporte. Þetta gerist. Það eina sem við getum gert er að spila eins vel og við getum. Real Madrid er bara með þannig gæði að þeir geta refsað þér. Það sem við gerðum með og án bolta, að búa til hvert færið á fætur öðru, ég get ekki beðið um mikið meira.“ „Núna bið ég leikmennina bara um að hvíla sig. Núna er leikurinn á móti Leeds um helgina það mikilvægasta fyrir okkur og svo förum við til Madrídar til að vinna. Bæði lið vilja sækja og hafa gæðin til þess að spila vel. Fótbolti er stórkostlegt sjónarspil. Ég vil óska Carlo [Ancelotti] og hans leikmönnum til hamingju af því að þeir eru það góðir. En á sama tíma sáum við að við getum alveg verið það líka,“ sagði Pep að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir City fer með forystu til Spánar eftir sjö marka leik Englandsmeistarar Manchester City fara með eins marks forskot inn í síðari leik liðsins gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-3 sigur í hörkuleik kvöld. 26. apríl 2022 21:02 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Sjá meira
City fer með forystu til Spánar eftir sjö marka leik Englandsmeistarar Manchester City fara með eins marks forskot inn í síðari leik liðsins gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-3 sigur í hörkuleik kvöld. 26. apríl 2022 21:02
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó