Þarf fullkominn leik gegn Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 26. apríl 2022 17:01 Unai Emery er með „fimm háskólagráður“ í að ná árangri í Evrópukeppnum í fótbolta. Getty/Sebastian Widmann Unai Emery segist aldrei hafa séð betra Liverpool-lið en það sem að Villarreal, sem Emery stýrir, mætir á morgun í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Emery segir að þrátt fyrir að lið Liverpool sem vann Meistaradeildina fyrir þremur árum hafi verið frábært þá sé liðið í dag enn fjölhæfara og betra. Villarreal þurfi „fullkominn“ leik. „Við höfum ekki lengur sama tækifæri til að koma á óvart,“ segir Emery sem stýrt hefur Villarreal til sigurs gegn Juventus og Bayern München á leiðinni í undanúrslitin. Ólíklegt er að Liverpool falli í sömu gildru. „Í fyrsta einvíginu gegn Juventus áttum við auðvelt með að koma á óvart og lentum líka 1-0 undir, sem skipti máli upp á að Juventus brygðist ekki við. Gegn Bayern var það líka mikilvægt að við gætum varist aftarlega [í seinni leiknum],“ sagði Emery. Sigurstranglegri en sýna virðingu „Þetta er ekki í boði lengur. Þegar maður er kominn í undanúrslit þá á maður það skilið. Og miðað við það sem maður heyrir frá Liverpool, þeir hafa sagt mjög gáfulega hluti, og virðinguna sem þeir hafa sýnt – þeir þekkja okkur, vita að þetta verður erfitt og hvað við getum. Þeir eru sigurstranglegri en sýna samt virðingu,“ sagði Emery sem fagnaði sigri gegn Liverpool sem stjóri Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2016, í lok fyrstu leiktíðar Liverpool undir stjórn Jürgens Klopp. „Við verðum að greina, undirbúa okkur, mæta sem besta útgáfan af okkur og láta ölduna bera okkur áfram. Við verðum að eiga fullkominn leik. Við vitum að þetta er undanúrslitaleikur og að við erum að mæta sigurstranglegasta liðinu en við höfum trú á okkur og ætlum að marka okkur pláss á vellinum,“ sagði Emery. Leikur Liverpool og Villarreal á morgun hefst klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Emery segir að þrátt fyrir að lið Liverpool sem vann Meistaradeildina fyrir þremur árum hafi verið frábært þá sé liðið í dag enn fjölhæfara og betra. Villarreal þurfi „fullkominn“ leik. „Við höfum ekki lengur sama tækifæri til að koma á óvart,“ segir Emery sem stýrt hefur Villarreal til sigurs gegn Juventus og Bayern München á leiðinni í undanúrslitin. Ólíklegt er að Liverpool falli í sömu gildru. „Í fyrsta einvíginu gegn Juventus áttum við auðvelt með að koma á óvart og lentum líka 1-0 undir, sem skipti máli upp á að Juventus brygðist ekki við. Gegn Bayern var það líka mikilvægt að við gætum varist aftarlega [í seinni leiknum],“ sagði Emery. Sigurstranglegri en sýna virðingu „Þetta er ekki í boði lengur. Þegar maður er kominn í undanúrslit þá á maður það skilið. Og miðað við það sem maður heyrir frá Liverpool, þeir hafa sagt mjög gáfulega hluti, og virðinguna sem þeir hafa sýnt – þeir þekkja okkur, vita að þetta verður erfitt og hvað við getum. Þeir eru sigurstranglegri en sýna samt virðingu,“ sagði Emery sem fagnaði sigri gegn Liverpool sem stjóri Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2016, í lok fyrstu leiktíðar Liverpool undir stjórn Jürgens Klopp. „Við verðum að greina, undirbúa okkur, mæta sem besta útgáfan af okkur og láta ölduna bera okkur áfram. Við verðum að eiga fullkominn leik. Við vitum að þetta er undanúrslitaleikur og að við erum að mæta sigurstranglegasta liðinu en við höfum trú á okkur og ætlum að marka okkur pláss á vellinum,“ sagði Emery. Leikur Liverpool og Villarreal á morgun hefst klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn