Okkar samfélag - Álftanes Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir og Ingvar Arnarson skrifa 26. apríl 2022 13:31 Álftanesið er einstaklega fallegt og þar býr fólk sem lætur sig jafnan málin varða. Garðabæjarlistinn vill efla samfélagið á Álftanesi og standa vörð um sérstöðu þess, sem tekur til fjölda þátta. Á Álftanesi er kraftur í félagsstarfi og íbúar tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir samfélagið. Félagsauður er mikill og má þar nefna starfsemi félags eldri borgara, golfklúbbinn, íþróttafélagið, skátafélagið og fleira. Að okkar mati má vel endurvekja og bæta við félagsstarf í menningu og listum. Einnig viljum við að komið verði á fót íbúaráði Álftnesinga, svo rödd og áherslur íbúa heyrist hátt og skýrt í samskiptum við Garðabæ. Álftanes er náttúruperla sem hefur hátt verndargildi. Framundan er mikil uppbygging á nesinu en mikilvægt er að slík uppbygging sé gerð í sátt við íbúa og umhverfi. Votlendi hefur verið endurheimt við Kasthúsatjörn og á Bessastaðanesi sem er vel, samt sem áður er fyrirhugað að byggja íbúðarbyggð á einum helsta viðkomustað gæsa og annarra fugla á nesinu. Í skýrslu umhverfisnefndar frá 2014 kemur fram að mörg svæði á Álftanesi hafi hátt verndargildi og stíga þurfi varlega til jarðar þegar kemur að framkvæmdum. Garðabær hefur verið í forystu um friðlýsingar og náttúruvernd, því skýtur skökku við að gengið sé á votlendi við uppbyggingu íbúðahverfa. Breiðamýrin hefur verið skipulögð sem byggingarsvæði en þar er eitt aðalsvæði margæsarinnar og annarra fugla á leið sinni yfir hafið. Á Norðurnesinu er meira votlendi en annarsstaðar á nesinu og þ.a.l. mjög mikill líffræðilegur fjölbreytileiki. Ýmsar framkvæmdir eru aðkallandi á Álftanesi á næstunni. Má þar fyrst nefna holræsakerfið sem er löngu tímabært að gengið sé frá svo sómi sé að en það er mikil og kostnaðarsöm framkvæmd. Það þarf að koma öllum húsum inn á kerfið, en ennþá eru hús með eigin rotþrær. Leggja þarf skolpleiðslur lengra fram í sjó svo við búum ekki áfram við mengaðar fjörur. Áður var þörf en nú er nauðsyn. Við alla þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á nesinu á næstu misserum er nauðsynlegt að líta til þess að uppbygging grunn-, leik- og tónlistarskóla taki mið af fjölgun íbúa og því ráð að byrja að huga að slíku sem allra fyrst. Mikilvægt er að viðhalda vegum og bæta við göngu- og hjólastígum á nesinu t.d. frá afleggjaranum að Bessastöðum á norður-nesið og við suðurstrandarveg út á Seylu. Þar er reiðstígur fyrir en gert er ráð fyrir samhliða göngustíg í deiliskipulagi. Einnig er nauðsynlegt að bæta Bakkaveg frá Mýrarkoti að Suðurnesvegi en sá kafli hefur verið vanræktur um árabil og er lítið meira en holur og sama má segja um veginn yfir Garðaholtið. Þá þarf að bæta hjólaleiðina út á Álftanes, svo hjólreiðafólk þurfi ekki að hjóla á Álftanesvegi. Það væri til sóma ef hringtorgið við Bessastaði fengi löngu tímabæra yfirhalningu. Torg sem er við innkeyrsluna að forsetasetrinu á að vera bæjarprýði, ekki berangursleg grjótahrúga. Garðabær og ríkið eiga að taka höndum saman og bæta úr málunum. Mikilvægt er að fá loftgæðimæli á Garðaholtið til að fylgjast með loftmengun frá álverinu í Straumsvík. Eins og kemur fram í mati heilbrigðisnefndar í tengslum við endurskoðun á starfsleyfi álversins í Straumsvík þarf að endurskoða umhverfisvöktun hvað loftgæði varðar frá grunni sem og hvernig niðurstöður eru nýttar og rýndar. Dregist hefur að koma fyrir veðurstöð við mælistöðina í Hafnarfirði en það hefur torveldað túlkun gagna.Einnig kemur fram að mengunarálag frá álverinu er líklega mest á Garðaholti og Álftanesi og að þörf er á föstum mælingum á svæðinu. Við í Garðabæjarlistanum viljum láta til okkar taka á næsta kjörtímabili ef við fáum tækifæri til og eru öll þessi mál sem við höfum minnst á í þessum pistli hluti af þeim verkefnum sem við leggjum áherslu á. Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir frv. skólastjóri Tónlistarskóla Álftaness og skipar 9.sæti á GarðabæjarlistanumIngvar Arnarson bæjarfulltrúi og skipar 2. sæti á Garðabæjarlistanum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ingvar Arnarson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Álftanesið er einstaklega fallegt og þar býr fólk sem lætur sig jafnan málin varða. Garðabæjarlistinn vill efla samfélagið á Álftanesi og standa vörð um sérstöðu þess, sem tekur til fjölda þátta. Á Álftanesi er kraftur í félagsstarfi og íbúar tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir samfélagið. Félagsauður er mikill og má þar nefna starfsemi félags eldri borgara, golfklúbbinn, íþróttafélagið, skátafélagið og fleira. Að okkar mati má vel endurvekja og bæta við félagsstarf í menningu og listum. Einnig viljum við að komið verði á fót íbúaráði Álftnesinga, svo rödd og áherslur íbúa heyrist hátt og skýrt í samskiptum við Garðabæ. Álftanes er náttúruperla sem hefur hátt verndargildi. Framundan er mikil uppbygging á nesinu en mikilvægt er að slík uppbygging sé gerð í sátt við íbúa og umhverfi. Votlendi hefur verið endurheimt við Kasthúsatjörn og á Bessastaðanesi sem er vel, samt sem áður er fyrirhugað að byggja íbúðarbyggð á einum helsta viðkomustað gæsa og annarra fugla á nesinu. Í skýrslu umhverfisnefndar frá 2014 kemur fram að mörg svæði á Álftanesi hafi hátt verndargildi og stíga þurfi varlega til jarðar þegar kemur að framkvæmdum. Garðabær hefur verið í forystu um friðlýsingar og náttúruvernd, því skýtur skökku við að gengið sé á votlendi við uppbyggingu íbúðahverfa. Breiðamýrin hefur verið skipulögð sem byggingarsvæði en þar er eitt aðalsvæði margæsarinnar og annarra fugla á leið sinni yfir hafið. Á Norðurnesinu er meira votlendi en annarsstaðar á nesinu og þ.a.l. mjög mikill líffræðilegur fjölbreytileiki. Ýmsar framkvæmdir eru aðkallandi á Álftanesi á næstunni. Má þar fyrst nefna holræsakerfið sem er löngu tímabært að gengið sé frá svo sómi sé að en það er mikil og kostnaðarsöm framkvæmd. Það þarf að koma öllum húsum inn á kerfið, en ennþá eru hús með eigin rotþrær. Leggja þarf skolpleiðslur lengra fram í sjó svo við búum ekki áfram við mengaðar fjörur. Áður var þörf en nú er nauðsyn. Við alla þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á nesinu á næstu misserum er nauðsynlegt að líta til þess að uppbygging grunn-, leik- og tónlistarskóla taki mið af fjölgun íbúa og því ráð að byrja að huga að slíku sem allra fyrst. Mikilvægt er að viðhalda vegum og bæta við göngu- og hjólastígum á nesinu t.d. frá afleggjaranum að Bessastöðum á norður-nesið og við suðurstrandarveg út á Seylu. Þar er reiðstígur fyrir en gert er ráð fyrir samhliða göngustíg í deiliskipulagi. Einnig er nauðsynlegt að bæta Bakkaveg frá Mýrarkoti að Suðurnesvegi en sá kafli hefur verið vanræktur um árabil og er lítið meira en holur og sama má segja um veginn yfir Garðaholtið. Þá þarf að bæta hjólaleiðina út á Álftanes, svo hjólreiðafólk þurfi ekki að hjóla á Álftanesvegi. Það væri til sóma ef hringtorgið við Bessastaði fengi löngu tímabæra yfirhalningu. Torg sem er við innkeyrsluna að forsetasetrinu á að vera bæjarprýði, ekki berangursleg grjótahrúga. Garðabær og ríkið eiga að taka höndum saman og bæta úr málunum. Mikilvægt er að fá loftgæðimæli á Garðaholtið til að fylgjast með loftmengun frá álverinu í Straumsvík. Eins og kemur fram í mati heilbrigðisnefndar í tengslum við endurskoðun á starfsleyfi álversins í Straumsvík þarf að endurskoða umhverfisvöktun hvað loftgæði varðar frá grunni sem og hvernig niðurstöður eru nýttar og rýndar. Dregist hefur að koma fyrir veðurstöð við mælistöðina í Hafnarfirði en það hefur torveldað túlkun gagna.Einnig kemur fram að mengunarálag frá álverinu er líklega mest á Garðaholti og Álftanesi og að þörf er á föstum mælingum á svæðinu. Við í Garðabæjarlistanum viljum láta til okkar taka á næsta kjörtímabili ef við fáum tækifæri til og eru öll þessi mál sem við höfum minnst á í þessum pistli hluti af þeim verkefnum sem við leggjum áherslu á. Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir frv. skólastjóri Tónlistarskóla Álftaness og skipar 9.sæti á GarðabæjarlistanumIngvar Arnarson bæjarfulltrúi og skipar 2. sæti á Garðabæjarlistanum
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun