Áratugi á biðlista hjá Borginni? Ólafur Hilmar Sverrisson skrifar 26. apríl 2022 10:31 Í byrjun þessa árs varð Kjartan Ólafsson, 25 ára. Slík tímamót þykja mörgum nokkuð markverð en ólíkt flestum jafnöldrum sínum vildi hann ekkert vita af afmælinu og neitaði því staðfastlega að hann hefði elst. Ástæðu þessara viðbragða má rekja til þess að Kjartan er bæði einhverfur og með verulegt þroskafrávik vegna Downs heilkennis. Kjartan er einnig með sykursýki. Líf Kjartans er því flókið og hann á mikið undir því að sú þjónusta sem fötluðum er tryggð í lögum og reglugerðum sé í raun í boði. Flestir ganga út frá því að þeir sem fæðist með flókinn vanda eins og Kjartan fái góðan stuðning og að þörfum þeirra sé mætt á þeirra forsendum þegar þeir þurfa á þjónustu hins opinbera að halda. Því miður hefur það ekki verið raunin í tilfelli Kjartans. Feðgarnir Ólafur og Kjartan.Aðsend Er það biðlisti ef maður veit ekki hvar maður er í röðinni? Þegar Kjartan var tæplega tvítugur sótti hann um búsetu við hæfi hjá Reykjavíkurborg, eins og hann á rétt á, lögum samkvæmt. Við, talsmenn hans, töldum að með því gæfist Reykjavíkurborg, sem er heimasveitafélag Kjartans, nægur tími til þess að undirbúa húsnæði við hæfi fyrir Kjartan þannig að hann myndi flytja að heiman á svipuðum tíma og jafnaldrar hans, kannski 25 til 27 ára. Staðfest var að Kjartan ætti fullan rétt á búsetuúrræði. Umsókn hans var sett á lista sem starfsmenn Reykjavíkurborgar kalla biðlista, sem er í raun biðhít, þar sem ekki er um raunverulegan biðlista að ræða. Þegar farið var að grennslast fyrir um hvar á umræddum „biðlista“ umsókn Kjartans væri, gripum við talsmenn hans í tómt. Engin ákveðin svör fengust af hálfu Reykjavíkurborgar. Síðar kom fram hjá fulltrúum Reykjavíkurborgar að Kjartan fengi engin svör fyrr en hann fengi úthlutað „úrræði“. Þá varð ljóst að leita yrði annarra leiða til þess að Kjartan fengi svar við þeirri eðlilegu spurningu hvenær röðin kæmi að honum á þessum svokallaða „biðlista“. Ákveðið var að stefna Reykjavíkurborg fyrir dóm til þess að fá viðurkennt að Kjartan ætti rétt á því að fá upplýst hvenær hann mætti vænta þess að fá húsnæðisúrræði við hæfi, eins og lög og reglur segja að hann eigi rétt á. 47 fatlaðir bíða, en leyst úr vanda 11 þeirra á næstu 5 árum. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur staðfesti rétt Kjartans til að fá upplýst hvenær hann mætti vænta þess að fá húsnæði við hæfi. Reykjavíkurborg ákvað að una ekki við dóminn og áfrýjaði honum til Landsréttar. Reykjavíkurborg telur þannig að Kjartan og aðrir í hans stöðu eigi ekki að fá að vita hvenær þeir megi eiga von á húsnæðisúrræði þó allt regluverk um húsnæði fyrir fatlaða tryggi rétt fatlaðs fólks til að fá upplýsingar um hvenær fyrirhugað sé að röðin komi að þeim. Ætla má að skýringin á þessari hörku Reykjavíkurborgar sé sú að þessar upplýsingar munu afhjúpa þann mikla uppsafnaða vanda sem fyrir er í þessum efnum. Reykjavíkurborg hefur upplýst að í þjónustuflokki Kjartans bíði 47 einstaklingar eftir búsetuúrræði. Áætlanir Reykjavíkurborgar gera ráð fyrir að til ársins 2027 fái 11 einstaklingar í þessum þjónustuflokki úrlausn sinna mála. Það þýðir að 36 einstaklingar fá ekki úrlausn sinna mála auk þeirra sem bætast við á þessum árum í þennan þjónustuflokk. Eftir fimm ár verður Kjartan búinn að halda upp á þrítugsafmæli sitt, á sinn einstaka hátt. Miðað við núverandi stöðu er ekkert sem bendir til þess að hann verði þá kominn í húsnæði við hæfi. Kjartan og allir aðrir í sömu stöðu og hann eru í algerri óvissu og eiga mikið undir því komið að Reykjavíkurborg verð gert að gefa þeim skýr svör um það hvenær búsetuúrræði verða í boði. Höfundur er faðir Kjartans og annar af tveimur persónulegum talsmönnum hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í byrjun þessa árs varð Kjartan Ólafsson, 25 ára. Slík tímamót þykja mörgum nokkuð markverð en ólíkt flestum jafnöldrum sínum vildi hann ekkert vita af afmælinu og neitaði því staðfastlega að hann hefði elst. Ástæðu þessara viðbragða má rekja til þess að Kjartan er bæði einhverfur og með verulegt þroskafrávik vegna Downs heilkennis. Kjartan er einnig með sykursýki. Líf Kjartans er því flókið og hann á mikið undir því að sú þjónusta sem fötluðum er tryggð í lögum og reglugerðum sé í raun í boði. Flestir ganga út frá því að þeir sem fæðist með flókinn vanda eins og Kjartan fái góðan stuðning og að þörfum þeirra sé mætt á þeirra forsendum þegar þeir þurfa á þjónustu hins opinbera að halda. Því miður hefur það ekki verið raunin í tilfelli Kjartans. Feðgarnir Ólafur og Kjartan.Aðsend Er það biðlisti ef maður veit ekki hvar maður er í röðinni? Þegar Kjartan var tæplega tvítugur sótti hann um búsetu við hæfi hjá Reykjavíkurborg, eins og hann á rétt á, lögum samkvæmt. Við, talsmenn hans, töldum að með því gæfist Reykjavíkurborg, sem er heimasveitafélag Kjartans, nægur tími til þess að undirbúa húsnæði við hæfi fyrir Kjartan þannig að hann myndi flytja að heiman á svipuðum tíma og jafnaldrar hans, kannski 25 til 27 ára. Staðfest var að Kjartan ætti fullan rétt á búsetuúrræði. Umsókn hans var sett á lista sem starfsmenn Reykjavíkurborgar kalla biðlista, sem er í raun biðhít, þar sem ekki er um raunverulegan biðlista að ræða. Þegar farið var að grennslast fyrir um hvar á umræddum „biðlista“ umsókn Kjartans væri, gripum við talsmenn hans í tómt. Engin ákveðin svör fengust af hálfu Reykjavíkurborgar. Síðar kom fram hjá fulltrúum Reykjavíkurborgar að Kjartan fengi engin svör fyrr en hann fengi úthlutað „úrræði“. Þá varð ljóst að leita yrði annarra leiða til þess að Kjartan fengi svar við þeirri eðlilegu spurningu hvenær röðin kæmi að honum á þessum svokallaða „biðlista“. Ákveðið var að stefna Reykjavíkurborg fyrir dóm til þess að fá viðurkennt að Kjartan ætti rétt á því að fá upplýst hvenær hann mætti vænta þess að fá húsnæðisúrræði við hæfi, eins og lög og reglur segja að hann eigi rétt á. 47 fatlaðir bíða, en leyst úr vanda 11 þeirra á næstu 5 árum. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur staðfesti rétt Kjartans til að fá upplýst hvenær hann mætti vænta þess að fá húsnæði við hæfi. Reykjavíkurborg ákvað að una ekki við dóminn og áfrýjaði honum til Landsréttar. Reykjavíkurborg telur þannig að Kjartan og aðrir í hans stöðu eigi ekki að fá að vita hvenær þeir megi eiga von á húsnæðisúrræði þó allt regluverk um húsnæði fyrir fatlaða tryggi rétt fatlaðs fólks til að fá upplýsingar um hvenær fyrirhugað sé að röðin komi að þeim. Ætla má að skýringin á þessari hörku Reykjavíkurborgar sé sú að þessar upplýsingar munu afhjúpa þann mikla uppsafnaða vanda sem fyrir er í þessum efnum. Reykjavíkurborg hefur upplýst að í þjónustuflokki Kjartans bíði 47 einstaklingar eftir búsetuúrræði. Áætlanir Reykjavíkurborgar gera ráð fyrir að til ársins 2027 fái 11 einstaklingar í þessum þjónustuflokki úrlausn sinna mála. Það þýðir að 36 einstaklingar fá ekki úrlausn sinna mála auk þeirra sem bætast við á þessum árum í þennan þjónustuflokk. Eftir fimm ár verður Kjartan búinn að halda upp á þrítugsafmæli sitt, á sinn einstaka hátt. Miðað við núverandi stöðu er ekkert sem bendir til þess að hann verði þá kominn í húsnæði við hæfi. Kjartan og allir aðrir í sömu stöðu og hann eru í algerri óvissu og eiga mikið undir því komið að Reykjavíkurborg verð gert að gefa þeim skýr svör um það hvenær búsetuúrræði verða í boði. Höfundur er faðir Kjartans og annar af tveimur persónulegum talsmönnum hans.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun