Sígildri hönnun hampað á mjólkurfernum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. apríl 2022 14:32 Skemmtilegt verkefni í tilefni af HönnunarMars í ár. Í tilefni af HönnunarMars, sem í ár breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 4. til 8. maí, hefur Mjólkursamsalan endurvakið klassíska íslenska hönnun á mjólkurfernunum. Blómafernur hönnuðanna Kristínar Þorkelsdóttur, Tryggva T. Tryggvasonar og Stephen Fairbairn eru komnar tímabundið í verslanir og munu þær án efa vekja upp nostalgíutilfinningu hjá mörgum. Hroki á ekki heima í hönnun „Blómafernurnar, skreyttar með myndefni eftir Eggert Pétursson úr bókinni Íslensk flóra með litmyndum, komu upphaflega á markað árið 1985 þar sem Mjólkursamsalan vildi gefa neytendum blóm í tilefni af 50 ára afmæli fyrirtækisins. Kristín Þorkelsdóttir, hannaði útlit fernanna, en hún er margverðlaunaður hönnuður og hlaut meðal annars Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands árið 2020 fyrir ómetanlegt brautryðjendastarf á sviði grafískrar hönnunar á Íslandi. Líkt og með mjólkurfernurnar eru mörg verka hennar hluti af daglegu lífi landsmanna, meðal annars peningaseðlarnir sem hún hannaði ásamt Stephen Fairbairn,“ segir í tilkynningu á vef Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. „Grafísk hönnun er fjölbreytt fag sem byggir á túlkun skilaboða hvort heldur tilfinninga, fræðslu, eða staðreynda. Verkefni, bæði stór og smá, verðskulda að hönnuðir leggi sig alla fram um grípandi túlkun. Hroki á ekki heima í hönnun. Ekkert verk er svo smávægilegt að viðhorfið „nógu gott” ráði för og má aldrei heyrast,“segir Kristín Þorkelsdóttir hönnuður. „Blómafernurnar verða fáanlegar í verslunum landsins út maímánuð svo við hvetjum áhugasama til að tryggja sér eintak og fagna íslenskri hönnun með okkur á HönnunarMars dagana 4.-8. maí.“ Nánar má lesa um dagskrá HönnunarMars í ár á vef hátíðarinnar. Matur Tíska og hönnun HönnunarMars Einu sinni var... Tengdar fréttir Ýta við stjórnvöldum með hönnunarkeppni um tákn fyrir íslensku krónuna „Hugmyndinn vaknaði fyrir sirka tveimur árum og höfum við alltaf verið á leiðinni að gera hana síðan þá. En það var bjart yfir okkur í ár og við ákváðum að slá til,“ segir Gísli Arnarson formaður FÍT um verkefnið Tákn fyrir íslensku krónuna. 20. apríl 2022 13:30 Tíska og stjórnmál: „Miðflokksmenn og Sósíalistar hafa engan áhuga á tísku“ Linda Björg Árnadótir yfirhönnuður Scintilla og doktorsnemi hefur síðustu tvö ár verið að sinna doktorsnámi í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún gerir rannsóknir á fræðasviði tísku. 18. apríl 2022 14:31 DesignTalks Reykjavík snýr aftur á HönnunarMars í ár HönnunarMars fer fram 4. til 8. maí næstkomandi. Í dag var tilkynnt að alþjóðlega ráðstefnan og lykilviðburður HönnunarMars, DesignTalks, verður hluti af hátíðinni í ár eftir að hafa verið í dvala vegna heimsfaraldursins. 16. mars 2022 11:31 Sól Hansdóttir er fatahönnuður Reykjavíkurdætra: Kvenkyns erkitýpur fá að skína Listakonan og fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir er með mörg járn í eldinum og býr yfir mikilli sköpunargleði. Hennar nýjasta verkefni er að hanna fötin sem Reykjavíkurdætur klæðast í Söngvakeppninni en Sól er þekkt fyrir frumlega hönnun sem vekur athygli út fyrir landsteina. Blaðamaður heyrði í Sól og fékk að heyra nánar frá hennar listræna ferli. 2. mars 2022 20:01 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Blómafernur hönnuðanna Kristínar Þorkelsdóttur, Tryggva T. Tryggvasonar og Stephen Fairbairn eru komnar tímabundið í verslanir og munu þær án efa vekja upp nostalgíutilfinningu hjá mörgum. Hroki á ekki heima í hönnun „Blómafernurnar, skreyttar með myndefni eftir Eggert Pétursson úr bókinni Íslensk flóra með litmyndum, komu upphaflega á markað árið 1985 þar sem Mjólkursamsalan vildi gefa neytendum blóm í tilefni af 50 ára afmæli fyrirtækisins. Kristín Þorkelsdóttir, hannaði útlit fernanna, en hún er margverðlaunaður hönnuður og hlaut meðal annars Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands árið 2020 fyrir ómetanlegt brautryðjendastarf á sviði grafískrar hönnunar á Íslandi. Líkt og með mjólkurfernurnar eru mörg verka hennar hluti af daglegu lífi landsmanna, meðal annars peningaseðlarnir sem hún hannaði ásamt Stephen Fairbairn,“ segir í tilkynningu á vef Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. „Grafísk hönnun er fjölbreytt fag sem byggir á túlkun skilaboða hvort heldur tilfinninga, fræðslu, eða staðreynda. Verkefni, bæði stór og smá, verðskulda að hönnuðir leggi sig alla fram um grípandi túlkun. Hroki á ekki heima í hönnun. Ekkert verk er svo smávægilegt að viðhorfið „nógu gott” ráði för og má aldrei heyrast,“segir Kristín Þorkelsdóttir hönnuður. „Blómafernurnar verða fáanlegar í verslunum landsins út maímánuð svo við hvetjum áhugasama til að tryggja sér eintak og fagna íslenskri hönnun með okkur á HönnunarMars dagana 4.-8. maí.“ Nánar má lesa um dagskrá HönnunarMars í ár á vef hátíðarinnar.
Matur Tíska og hönnun HönnunarMars Einu sinni var... Tengdar fréttir Ýta við stjórnvöldum með hönnunarkeppni um tákn fyrir íslensku krónuna „Hugmyndinn vaknaði fyrir sirka tveimur árum og höfum við alltaf verið á leiðinni að gera hana síðan þá. En það var bjart yfir okkur í ár og við ákváðum að slá til,“ segir Gísli Arnarson formaður FÍT um verkefnið Tákn fyrir íslensku krónuna. 20. apríl 2022 13:30 Tíska og stjórnmál: „Miðflokksmenn og Sósíalistar hafa engan áhuga á tísku“ Linda Björg Árnadótir yfirhönnuður Scintilla og doktorsnemi hefur síðustu tvö ár verið að sinna doktorsnámi í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún gerir rannsóknir á fræðasviði tísku. 18. apríl 2022 14:31 DesignTalks Reykjavík snýr aftur á HönnunarMars í ár HönnunarMars fer fram 4. til 8. maí næstkomandi. Í dag var tilkynnt að alþjóðlega ráðstefnan og lykilviðburður HönnunarMars, DesignTalks, verður hluti af hátíðinni í ár eftir að hafa verið í dvala vegna heimsfaraldursins. 16. mars 2022 11:31 Sól Hansdóttir er fatahönnuður Reykjavíkurdætra: Kvenkyns erkitýpur fá að skína Listakonan og fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir er með mörg járn í eldinum og býr yfir mikilli sköpunargleði. Hennar nýjasta verkefni er að hanna fötin sem Reykjavíkurdætur klæðast í Söngvakeppninni en Sól er þekkt fyrir frumlega hönnun sem vekur athygli út fyrir landsteina. Blaðamaður heyrði í Sól og fékk að heyra nánar frá hennar listræna ferli. 2. mars 2022 20:01 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Ýta við stjórnvöldum með hönnunarkeppni um tákn fyrir íslensku krónuna „Hugmyndinn vaknaði fyrir sirka tveimur árum og höfum við alltaf verið á leiðinni að gera hana síðan þá. En það var bjart yfir okkur í ár og við ákváðum að slá til,“ segir Gísli Arnarson formaður FÍT um verkefnið Tákn fyrir íslensku krónuna. 20. apríl 2022 13:30
Tíska og stjórnmál: „Miðflokksmenn og Sósíalistar hafa engan áhuga á tísku“ Linda Björg Árnadótir yfirhönnuður Scintilla og doktorsnemi hefur síðustu tvö ár verið að sinna doktorsnámi í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún gerir rannsóknir á fræðasviði tísku. 18. apríl 2022 14:31
DesignTalks Reykjavík snýr aftur á HönnunarMars í ár HönnunarMars fer fram 4. til 8. maí næstkomandi. Í dag var tilkynnt að alþjóðlega ráðstefnan og lykilviðburður HönnunarMars, DesignTalks, verður hluti af hátíðinni í ár eftir að hafa verið í dvala vegna heimsfaraldursins. 16. mars 2022 11:31
Sól Hansdóttir er fatahönnuður Reykjavíkurdætra: Kvenkyns erkitýpur fá að skína Listakonan og fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir er með mörg járn í eldinum og býr yfir mikilli sköpunargleði. Hennar nýjasta verkefni er að hanna fötin sem Reykjavíkurdætur klæðast í Söngvakeppninni en Sól er þekkt fyrir frumlega hönnun sem vekur athygli út fyrir landsteina. Blaðamaður heyrði í Sól og fékk að heyra nánar frá hennar listræna ferli. 2. mars 2022 20:01