Fjarðabyggð fyrir öll Kamilla Borg Hjálmarsdóttir skrifar 25. apríl 2022 13:46 Notendastýrð persónuleg aðstoð er byggð á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf en sú hugmyndafræði gengur út á sjálfsákvörðunarrétt, jöfn tækifæri alls fólks og sjálfsvirðingu. NPA byggir einnig á mannréttindum fatlaðs fólks og réttindum þeirra til þess að lifa sjálfstæðu lífi í samfélaginu. Þjónustuformið er byggt upp á þann veg að notandi þjónustunnar stjórnar henni sjálfur. Fatlað fólk ákveður því sjálft hvernig þjónustu það fær, hvar þjónustan er veitt, hvernig, hvenær og hver veitir hana. Hér á landi hefur notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) verið lögfest í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var fullgildur á Íslandi árið 2016 en hann er ekki lögfestur. Við fullgildingu samningsins ber ríkinu þó skylda til þess að tryggja fötluðu fólki þau lágmarksréttindi sem samningurinn kveður á um. 19.grein samningsins segir til um skuldbindingu aðildarríkja að tryggja fötluðu fólki tækifæri til þess að velja sér búsetustað og veita fötluðu fólki aðgang að persónumiðaðri þjónustu. Í reglugerð um notendastýrða persónulega aðstoð nr. 1250/2018 er kveðið á um ábyrgð sveitarfélaga á gerð og framkvæmd NPA samninga ásamt fjárhagslegri framkvæmd þjónustunnar. Heildarkostnaður þjónustunnar skiptist á milli sveitarfélaga og ríkisins en sveitarfélög standa kostnað af 75% þjónustu en ríki 25%. Ég tel mikilvægt að Fjarðabyggð beiti sér enn frekar fyrir bættri persónumiðaðri þjónustu við fatlað fólk í samræmi við lög og reglugerðir með samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til hliðsjónar. Ég vil sjá sveitarfélagið okkar vekja athygli á mikilvægi lögfestingu samningsins og tel ég nauðsynlegt að þrýsta á ríkið í þeim efnum. Samningurinn grundvallast af nýju sjónarhorni á fötlun sem viðurkennir fatlað fólk sem beina þátttakendur í réttarkerfinu en ekki viðfangsefni annarra eins og áður hefur tíðkast. Öll eiga að fá tækifæri til að lifa sjálfstæðu lífi í samfélagi án aðgreiningar. Fjarðabyggð á að vera fyrir okkur öll. Höfundur er þroskaþjálfi og skipar 14. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Notendastýrð persónuleg aðstoð er byggð á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf en sú hugmyndafræði gengur út á sjálfsákvörðunarrétt, jöfn tækifæri alls fólks og sjálfsvirðingu. NPA byggir einnig á mannréttindum fatlaðs fólks og réttindum þeirra til þess að lifa sjálfstæðu lífi í samfélaginu. Þjónustuformið er byggt upp á þann veg að notandi þjónustunnar stjórnar henni sjálfur. Fatlað fólk ákveður því sjálft hvernig þjónustu það fær, hvar þjónustan er veitt, hvernig, hvenær og hver veitir hana. Hér á landi hefur notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) verið lögfest í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var fullgildur á Íslandi árið 2016 en hann er ekki lögfestur. Við fullgildingu samningsins ber ríkinu þó skylda til þess að tryggja fötluðu fólki þau lágmarksréttindi sem samningurinn kveður á um. 19.grein samningsins segir til um skuldbindingu aðildarríkja að tryggja fötluðu fólki tækifæri til þess að velja sér búsetustað og veita fötluðu fólki aðgang að persónumiðaðri þjónustu. Í reglugerð um notendastýrða persónulega aðstoð nr. 1250/2018 er kveðið á um ábyrgð sveitarfélaga á gerð og framkvæmd NPA samninga ásamt fjárhagslegri framkvæmd þjónustunnar. Heildarkostnaður þjónustunnar skiptist á milli sveitarfélaga og ríkisins en sveitarfélög standa kostnað af 75% þjónustu en ríki 25%. Ég tel mikilvægt að Fjarðabyggð beiti sér enn frekar fyrir bættri persónumiðaðri þjónustu við fatlað fólk í samræmi við lög og reglugerðir með samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til hliðsjónar. Ég vil sjá sveitarfélagið okkar vekja athygli á mikilvægi lögfestingu samningsins og tel ég nauðsynlegt að þrýsta á ríkið í þeim efnum. Samningurinn grundvallast af nýju sjónarhorni á fötlun sem viðurkennir fatlað fólk sem beina þátttakendur í réttarkerfinu en ekki viðfangsefni annarra eins og áður hefur tíðkast. Öll eiga að fá tækifæri til að lifa sjálfstæðu lífi í samfélagi án aðgreiningar. Fjarðabyggð á að vera fyrir okkur öll. Höfundur er þroskaþjálfi og skipar 14. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun