Körfubolti

Reggie Miller lét Ben Simmons heyra það

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ben Simmons mætir litríkur til leiks og situr á varamannabekk Brooklyn Nets í þessari úrslitakeppni en hann er ekkert að fara að klæða sig í keppnisbúning liðsins á næstunni eins og menn héldu um tíma.
Ben Simmons mætir litríkur til leiks og situr á varamannabekk Brooklyn Nets í þessari úrslitakeppni en hann er ekkert að fara að klæða sig í keppnisbúning liðsins á næstunni eins og menn héldu um tíma. AP/John Minchillo

Það er margir búnir að fá nóg af hrakfallasögu NBA-körfuboltamannsins Ben Simmons og nýjustu fréttirnar fóru illa í einn af mestu keppnismönnum sögunnar.

Reggie Miller tókst aldrei að vinna NBA-titilinn en var nokkrum sinnum nálægt því. Hann spilaði allan ferilinn með Indiana Pacers og sýndi ávallt ótrúlegan sigurvilja á sínum farsæla ferli þótt að titilinn hafi aldrei komið í hús.

Miller var allt annað en ánægður með nýjustu fréttirnar af Ben Simmons sem hefur verið leikmaður Brooklyn Nets í marga mánuði en hefur enn ekki spilað með liðinu.

Orðrómur um endurkomu Simmons hefur verið í gangi alla úrslitakeppnina og bandarískir fjölmiðlamenn þóttust vera búnir að hlera það að hann væri að fara að spila í leik fjögur. Nets tapaði hins vegar þriðja leiknum í röð á móti Boston Celtics og er þvi einum tapleik frá sumarfríi.

Eftir tap Nets í leiknum á laugardagskvöldið þá breyttist allt og nú komu fréttir um að Ben Simmons myndi ekki leika með Brooklyn í fjórða leiknum.

Í síðasta leik hans datt hann út úr úrslitakeppninni með Philadelphia 76ers og átti þá á hættu að detta út úr úrslitakeppninni í tveimur leikjum í röð sem enginn hefur lent í frá því að úrslitakeppni NBA-deildarinnar var stofnuð.

Þessar fréttir kölluðu á hörð viðbrögð frá Reggie Miller.

„Ekki láta svona maður!!! Ekki með í leik fjögur þegar orðrómur var um að þú myndir spila þinn fyrsta leik. Þessi gæi er með núll prósent keppnisskap,“ skrifaði Reggie Miller á Twitter.

„Það var smá von um að Nets gæti komið til baka í þessu einvígi. Þú ert með KD og Kyrie í liðinu og allt sem þarf er að vinna einn leik og meta stöðuna eftir það,“ skrifaði Miller á Twitter. Hann bætti við í myllumerki. „Sýndu karlmennsku,“ skrifaði Miller.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×