Hífa vélina upp í skrefum og vona að aðgerðum ljúki í kvöld Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. apríl 2022 12:03 Á sjötta tug viðbragðsaðila eru nú á svæðinu. Vísir/Vilhelm Flak flugvélarinnar TF-ABB verður híft upp af botni Þingvallavatns í dag en vélin brotlenti í vatninu fyrir rúmum tveimur mánuðum. Lögregla er með mikinn viðbúnað á svæðinu en flakið verður fært upp á land í nokkrum skrefum. Vonir eru bundnar við að aðgerðum verði lokið um kvöldmatarleytið. Fjórir voru um borð vélarinnar þegar hún brotlenti í byrjun febrúar. Vélin sjálf fannst þann 4. febrúar en lík flugmannsins og þriggja farþega hans fundust tveimur dögum síðar um 300 metrum frá flakinu. Upprunalega stóð til að draga vélina á land í febrúar, á sama tíma og líkunum var komið upp úr, en hætt var við það vegna íss á vatninu. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir aðstæður góðar í dag og er búið að koma upp tjaldbúðum á landi vegna aðgerðanna. „Við erum búin að halda verkfund og fara yfir ferla dagsins og nú eru bara allir að fara í sitt. Seinni pramminn fer örugglega að leggja af stað á hverri stundu út í vatnið, kafarar eru að fara í búninga og allt bara að verða klárt til þess að hefja fyrsta skrefið,“ segir Rúnar. Myndskeið af undirbúningnum í morgun má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Rafeindabúnaður fjarlægður og sendur til rannsóknar Aðgerðir í dag verða í nokkrum skrefum en til að byrja með þarf að stilla prammana á vatninu þannig að þeir liggi beint yfir vélinni. Því næst fara kafarar niður með línu til að festa í vélina. „Svo er hún hífð upp mjög rólega og þegar að það er búið þá er siglt með hana í land. Þegar það er komið með hana að landi, svona einhverja fimmtán metra frá, þá er hún tekin frá prammanum og sett í stóran krana. Þá er tekinn úr henni rafeindarbúnaður og þegar það er búið þá er hún hífð upp á land,“ segir Rúnar. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Vilhelm „Allt þetta vonum við að verði búið um kvöldmat, ef allt gengur að óskum,“ segir hann enn fremur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa tekur því næst við vélinni og verður rafeindabúnaðurinn um borð sendur til rannsóknar. Á sjötta tug viðbragðsaðila eru á staðnum í dag og er þyrla Landhelgisgæslunnar einnig til taks. Þannig ætti allt að ganga smurt fyrir sig. Þannig þið bindið bara vonir við að þetta gangi allt vel í dag? „Já við ætlum ekkert annað.“ Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar Draga á flak flugvélarinnar TFF-ABB upp úr Þingvallavatni í fyrramálið. Vinnubúðir verða settar upp við vatnið í dag en á sjötta tug koma að verkefninu. Flugvélin hefur legið á botni vatnsins í rúma tvo mánuði en virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar. 21. apríl 2022 15:31 Stefnt að því að hífa TF-ABB af botni Þingvallavatns á föstudaginn Stefnt er að því að hífa flugvélina TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni næstkomandi föstudag. Fjórir karlmenn létust eftir slysið varð þann 3. febrúar síðastliðinn. 20. apríl 2022 12:30 Kertafleyting og oddaflug til minningar um Harald AOPA á Íslandi, hagsmunafélag flugmanna- og flugvélaeigenda á Íslandi, stóð fyrir minningarathöfn um flugmanninn Harald Diego í gær við Þingvallavatn. 13. apríl 2022 13:46 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Fjórir voru um borð vélarinnar þegar hún brotlenti í byrjun febrúar. Vélin sjálf fannst þann 4. febrúar en lík flugmannsins og þriggja farþega hans fundust tveimur dögum síðar um 300 metrum frá flakinu. Upprunalega stóð til að draga vélina á land í febrúar, á sama tíma og líkunum var komið upp úr, en hætt var við það vegna íss á vatninu. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir aðstæður góðar í dag og er búið að koma upp tjaldbúðum á landi vegna aðgerðanna. „Við erum búin að halda verkfund og fara yfir ferla dagsins og nú eru bara allir að fara í sitt. Seinni pramminn fer örugglega að leggja af stað á hverri stundu út í vatnið, kafarar eru að fara í búninga og allt bara að verða klárt til þess að hefja fyrsta skrefið,“ segir Rúnar. Myndskeið af undirbúningnum í morgun má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Rafeindabúnaður fjarlægður og sendur til rannsóknar Aðgerðir í dag verða í nokkrum skrefum en til að byrja með þarf að stilla prammana á vatninu þannig að þeir liggi beint yfir vélinni. Því næst fara kafarar niður með línu til að festa í vélina. „Svo er hún hífð upp mjög rólega og þegar að það er búið þá er siglt með hana í land. Þegar það er komið með hana að landi, svona einhverja fimmtán metra frá, þá er hún tekin frá prammanum og sett í stóran krana. Þá er tekinn úr henni rafeindarbúnaður og þegar það er búið þá er hún hífð upp á land,“ segir Rúnar. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Vilhelm „Allt þetta vonum við að verði búið um kvöldmat, ef allt gengur að óskum,“ segir hann enn fremur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa tekur því næst við vélinni og verður rafeindabúnaðurinn um borð sendur til rannsóknar. Á sjötta tug viðbragðsaðila eru á staðnum í dag og er þyrla Landhelgisgæslunnar einnig til taks. Þannig ætti allt að ganga smurt fyrir sig. Þannig þið bindið bara vonir við að þetta gangi allt vel í dag? „Já við ætlum ekkert annað.“
Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar Draga á flak flugvélarinnar TFF-ABB upp úr Þingvallavatni í fyrramálið. Vinnubúðir verða settar upp við vatnið í dag en á sjötta tug koma að verkefninu. Flugvélin hefur legið á botni vatnsins í rúma tvo mánuði en virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar. 21. apríl 2022 15:31 Stefnt að því að hífa TF-ABB af botni Þingvallavatns á föstudaginn Stefnt er að því að hífa flugvélina TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni næstkomandi föstudag. Fjórir karlmenn létust eftir slysið varð þann 3. febrúar síðastliðinn. 20. apríl 2022 12:30 Kertafleyting og oddaflug til minningar um Harald AOPA á Íslandi, hagsmunafélag flugmanna- og flugvélaeigenda á Íslandi, stóð fyrir minningarathöfn um flugmanninn Harald Diego í gær við Þingvallavatn. 13. apríl 2022 13:46 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar Draga á flak flugvélarinnar TFF-ABB upp úr Þingvallavatni í fyrramálið. Vinnubúðir verða settar upp við vatnið í dag en á sjötta tug koma að verkefninu. Flugvélin hefur legið á botni vatnsins í rúma tvo mánuði en virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar. 21. apríl 2022 15:31
Stefnt að því að hífa TF-ABB af botni Þingvallavatns á föstudaginn Stefnt er að því að hífa flugvélina TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni næstkomandi föstudag. Fjórir karlmenn létust eftir slysið varð þann 3. febrúar síðastliðinn. 20. apríl 2022 12:30
Kertafleyting og oddaflug til minningar um Harald AOPA á Íslandi, hagsmunafélag flugmanna- og flugvélaeigenda á Íslandi, stóð fyrir minningarathöfn um flugmanninn Harald Diego í gær við Þingvallavatn. 13. apríl 2022 13:46