Draumlaus maður uppsker aðeins hversdagsleikann: Um menningarmöguleika í sveitarfélaginu Árborg Jón Özur Snorrason og Pétur Már Guðmundsson skrifa 21. apríl 2022 14:01 Menning er jafn mikilvæg og matur stendur í óskrifaðri bók. En til þess að svo verði þarf að metta grunnþarfirnar fyrst. Sjá til þess að allir hafi í sig og á og jafna möguleika. Gæta jafnréttis og réttlætis á öllum sviðum samfélagsins. Þess vegna er öflugt velferðakerfi forsenda öflugs menningarlífs enda hefur menning verið skilgreind sem lífsmynstur heilla samfélaga. Fárfesting í menningarstarfsemi er einhver sú gjöfulasta og arðvænlegasta fjárfesting sem sveitarfélög geta lagt í. Það hafa til að mynda rannsóknir Ágústar Einarssonar prófessors sýnt. Fjölbreytt menningarstarfsemi eykur lífsgæði fólks og vekur ánægju og gleði, fyllir upp í eyður hversdagsins, dýpkar hugsanir og slær á fordóma. Menningarstarf er þó að miklu leyti sjálfsprottið og unnið að frumkvæði einstaklinga en slík starfsemi þarfnast velvilja og fjárhagslegs stuðnings opinbera aðila svo hún haldi velli og eflist. Í sveitarfélaginu Árborg er margt vel gert í menningarmálum. Má í því sambandi nefna bæjarhátíðirnar Vor í Árborg og Kótilettuna og ekki síður starfsemi bókasafnsins sem er menningarstofnun. Enda er gróska á á svæðinu og sprotar víða. Einstaklingar og félög um allar koppagrundir að skapa spennandi verkefni, starfrækja gallerí, halda sýningar, standa fyrir uppákomum, reka markaði, og stuðla að öflugu leikhúslífi og tónlistarstarfi svo nokkuð sé nefnt. Bakkastofa og Bókabæir, Brimrót og Haustgildi, Konubókastofa og kórastarf í margvíslegri mynd og meira að segja skilar starfsemi Gullkistunnar á Laugarvatni sér inn í sveitarfélagið. Samvinna í þessum efnum er lykilorðið og fyrir henni stöndum við í Vinstri grænum. Það má aldrei líta á menningarmál sem vandamál frekar sem tækifæri til að auðga mannlífið. Sveitarfélög þurfa þess vegna að setja sér markmið og leiðir í menningarmálum. Í því sambandi er hægt að líta til annarra sem hafa náð að merkja sig öflugri menningarstarfsemi eins og Ísafjörð, Seyðisfjörð, Stöðvarfjörð og Akureyri með öflugu starfi Gilfélagsins. Menningarstarfsemi má heldur aldrei verða of staðbundin. Hún þarf að vera alþjóðleg í hugsun því þá eflist sérstaða hins staðbundna. Skáldsagan af Bjarti í Sumarhúsum er mjög staðbundin saga, bundin íhaldsömu og grimmu bændasamfélagi - en af því að hún er sögð á alþjóðlegan hátt - skilja hana allir hvort sem þeir búa í New York eða á Grenivík. Annað alþjóðlegt ljós á menningarstarfsemi eru styrkveitingar sem mögulegar eru úr erlendum sjóðum. Í gegnum norrænt samstarf er menning studd og styrkt vitandi að fjárfesting í þeirri starfsemi skilar sér margfalt til baka, fjárhagslega en líka í ímynd, orðspori og lífsgæðum. Þetta er eitt af því sem við í Vinstri grænum viljum efla í sveitarfélaginu Árborg komumst við til áhrifa. Við myndum byrja á því að skilgreina menningarstarfsemina sem fyrir er, styrkleika hennar og veikleika, sjá í hverju fjölbreytileiki hennar og möguleikar eru fólgnir - og síðan laða að okkur menningartengd verkefni. Árborg þarf því að setja sér markmið og leiðir í menningarmálum, í senn raunhæf og líka óraunhæf (því ekkert fær staðist stóra drauma). Þeir rætast ekki nema menn eigi sér drauma. Draumlaus maður uppsker aðeins hversdagsleikann. Hér mætti nefna sýningarsal fyrir myndlist, tónleikasal, stærra leiksvið fyrir eitt fremsta áhugleikfélag landsins, myndlistarskóla, listasmiðjur (og ritsmiðjur) fyrir aldraða, fullorðna, grunn- og leikskólanemendur, lista- og bókmenntahátíð, menningarfélag sem hægt væri að stofna og síðast en ekki síst Barnabókastofu - en sveitarfélaginu hefur boðist að reka að hluta slíka starfsemi - í gegnum Bókabæina austanfjalls - með gjöf á stærsta barnabókasafni landsins - en því erindi hefur aldrei verið svarað. Blásum í lúðra, sláum og strjúkum strengina og klöppum í takt eins og gert er í einum besta tónlistarskóla landsins sem staðsettur er í sveitarfélaginu Árborg. GÖNGUM LENGRA. Höfundar skipa 3. og 6. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skoðun: Kosningar 2022 Menning Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Menning er jafn mikilvæg og matur stendur í óskrifaðri bók. En til þess að svo verði þarf að metta grunnþarfirnar fyrst. Sjá til þess að allir hafi í sig og á og jafna möguleika. Gæta jafnréttis og réttlætis á öllum sviðum samfélagsins. Þess vegna er öflugt velferðakerfi forsenda öflugs menningarlífs enda hefur menning verið skilgreind sem lífsmynstur heilla samfélaga. Fárfesting í menningarstarfsemi er einhver sú gjöfulasta og arðvænlegasta fjárfesting sem sveitarfélög geta lagt í. Það hafa til að mynda rannsóknir Ágústar Einarssonar prófessors sýnt. Fjölbreytt menningarstarfsemi eykur lífsgæði fólks og vekur ánægju og gleði, fyllir upp í eyður hversdagsins, dýpkar hugsanir og slær á fordóma. Menningarstarf er þó að miklu leyti sjálfsprottið og unnið að frumkvæði einstaklinga en slík starfsemi þarfnast velvilja og fjárhagslegs stuðnings opinbera aðila svo hún haldi velli og eflist. Í sveitarfélaginu Árborg er margt vel gert í menningarmálum. Má í því sambandi nefna bæjarhátíðirnar Vor í Árborg og Kótilettuna og ekki síður starfsemi bókasafnsins sem er menningarstofnun. Enda er gróska á á svæðinu og sprotar víða. Einstaklingar og félög um allar koppagrundir að skapa spennandi verkefni, starfrækja gallerí, halda sýningar, standa fyrir uppákomum, reka markaði, og stuðla að öflugu leikhúslífi og tónlistarstarfi svo nokkuð sé nefnt. Bakkastofa og Bókabæir, Brimrót og Haustgildi, Konubókastofa og kórastarf í margvíslegri mynd og meira að segja skilar starfsemi Gullkistunnar á Laugarvatni sér inn í sveitarfélagið. Samvinna í þessum efnum er lykilorðið og fyrir henni stöndum við í Vinstri grænum. Það má aldrei líta á menningarmál sem vandamál frekar sem tækifæri til að auðga mannlífið. Sveitarfélög þurfa þess vegna að setja sér markmið og leiðir í menningarmálum. Í því sambandi er hægt að líta til annarra sem hafa náð að merkja sig öflugri menningarstarfsemi eins og Ísafjörð, Seyðisfjörð, Stöðvarfjörð og Akureyri með öflugu starfi Gilfélagsins. Menningarstarfsemi má heldur aldrei verða of staðbundin. Hún þarf að vera alþjóðleg í hugsun því þá eflist sérstaða hins staðbundna. Skáldsagan af Bjarti í Sumarhúsum er mjög staðbundin saga, bundin íhaldsömu og grimmu bændasamfélagi - en af því að hún er sögð á alþjóðlegan hátt - skilja hana allir hvort sem þeir búa í New York eða á Grenivík. Annað alþjóðlegt ljós á menningarstarfsemi eru styrkveitingar sem mögulegar eru úr erlendum sjóðum. Í gegnum norrænt samstarf er menning studd og styrkt vitandi að fjárfesting í þeirri starfsemi skilar sér margfalt til baka, fjárhagslega en líka í ímynd, orðspori og lífsgæðum. Þetta er eitt af því sem við í Vinstri grænum viljum efla í sveitarfélaginu Árborg komumst við til áhrifa. Við myndum byrja á því að skilgreina menningarstarfsemina sem fyrir er, styrkleika hennar og veikleika, sjá í hverju fjölbreytileiki hennar og möguleikar eru fólgnir - og síðan laða að okkur menningartengd verkefni. Árborg þarf því að setja sér markmið og leiðir í menningarmálum, í senn raunhæf og líka óraunhæf (því ekkert fær staðist stóra drauma). Þeir rætast ekki nema menn eigi sér drauma. Draumlaus maður uppsker aðeins hversdagsleikann. Hér mætti nefna sýningarsal fyrir myndlist, tónleikasal, stærra leiksvið fyrir eitt fremsta áhugleikfélag landsins, myndlistarskóla, listasmiðjur (og ritsmiðjur) fyrir aldraða, fullorðna, grunn- og leikskólanemendur, lista- og bókmenntahátíð, menningarfélag sem hægt væri að stofna og síðast en ekki síst Barnabókastofu - en sveitarfélaginu hefur boðist að reka að hluta slíka starfsemi - í gegnum Bókabæina austanfjalls - með gjöf á stærsta barnabókasafni landsins - en því erindi hefur aldrei verið svarað. Blásum í lúðra, sláum og strjúkum strengina og klöppum í takt eins og gert er í einum besta tónlistarskóla landsins sem staðsettur er í sveitarfélaginu Árborg. GÖNGUM LENGRA. Höfundar skipa 3. og 6. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun