Hópuppsagnirnar hjá Eflingu mistök að mati Vilhjálms Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. apríl 2022 12:38 Vilhjálmur Birgisson segist bera traust til Sólveigar Önnu Jónsdóttur þrátt fyrir að hann geti ekki stutt hópuppagnir á skrifstofu Eflingar. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins segir að stjórn Eflingar hafi gert mistök með því að ráðast í hópuppsagnir á skrifstofu félagsins. Þetta kemur fram í pistli Vilhjálms sem hann birti í dag á vefsíðu VLFA. „Það er skoðun formanns félagsins að það hafi verið mistök hjá lýðræðis kjörinni stjórn Eflingar að velja hópuppsögn til að ráðast í þær nauðsynlegu skiplagsbreytingar sem þau höfðu boðað í sinni kosningabaráttu. Það er mat formanns að stjórn Eflingar hefði getað náð fram þeim skiplagsbreytingum án þess að grípa til þessara hópuppsagna,“ skrifar Vilhjálmur. Vilhjálmur hefur verið náinn bandamaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, undanfarin misseri. Studdi hún til að mynda dyggilega við bakið á Vilhjálmi þegar hann var kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins á dögunum. Í samtali við fréttastofu fyrir sléttri viku sagði Vilhjálmur ekki hafa forsendur til að vega og meta hvað lægi að baki hópuppsögnunum. Nú segist hann ekki geta stutt hópuppsagnirnar. „Til að svara spurningunni aftur um hvort formaður styðji þessa hópuppsögn hjá Eflingu, þá er stutta svarið að sjálfsögðu, nei, ekkert frekar en aðrar hópuppsagnir sem eru á íslenskum vinnumarkaði og vill formaður ítreka að hans mat er að hægt hefði verið að ná fram skipulagsbreytingum með öðrum hætti en hópuppsögn,“ skrifar Vilhjálmur. Segist hann þó bera traust til Sólveigar Önnu, þrátt fyrir að geta ekki stutt aðgerðirnar eða tekið upp hanskann hvað þær varðar. „En hann tekur hanskann upp fyrir henni sem öfluga baráttukonu fyrir að standa vörð um þá sem höllustum fæti standa á íslenskum vinnumarkaði,“ skrifar Vilhjálmur og á þar við Sólveigu Önnu. Pistilinn má lesa í heild sinni hér. Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Félagsmenn foxillir eftir tölvupóst Sólveigar Önnu Stjórn Eflingar hyggst ræða kröfur fimm hundruð félagsmanna um að halda félagsfund. Tölvupóstur frá formanni félagsins hefur vakið reiði félagsmanna og segir varaformaður Eflingar formanninn vera að eyðileggja starf verkalýðshreyfingarinnar. Forsvarsmenn félagsins urðu ekki við beiðni um viðtal í morgun. 20. apríl 2022 12:31 Stjórn Eflingar hyggst verða við kröfu um félagsfund Stjórn Eflingar hyggst koma saman til að taka ákvörðun um boðun og tímasetningu félagsfundar, eftir að hátt í 500 félagsmenn undirrituðu skjal þar sem óskað var eftir fundi. 20. apríl 2022 07:19 Umræðan vanstillt og byggð á röngum upplýsingum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. 18. apríl 2022 13:58 Segir hópuppsagnir á skrifstofu Eflingu vera hreinsanir Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að nýlegar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar séu ekkert nema hreinsanir. Drífa segist ekki hafa gert upp við sig hvort hún bjóði sig fram til endurkjörs sem forseti ASÍ í haust. 17. apríl 2022 11:34 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli Vilhjálms sem hann birti í dag á vefsíðu VLFA. „Það er skoðun formanns félagsins að það hafi verið mistök hjá lýðræðis kjörinni stjórn Eflingar að velja hópuppsögn til að ráðast í þær nauðsynlegu skiplagsbreytingar sem þau höfðu boðað í sinni kosningabaráttu. Það er mat formanns að stjórn Eflingar hefði getað náð fram þeim skiplagsbreytingum án þess að grípa til þessara hópuppsagna,“ skrifar Vilhjálmur. Vilhjálmur hefur verið náinn bandamaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, undanfarin misseri. Studdi hún til að mynda dyggilega við bakið á Vilhjálmi þegar hann var kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins á dögunum. Í samtali við fréttastofu fyrir sléttri viku sagði Vilhjálmur ekki hafa forsendur til að vega og meta hvað lægi að baki hópuppsögnunum. Nú segist hann ekki geta stutt hópuppsagnirnar. „Til að svara spurningunni aftur um hvort formaður styðji þessa hópuppsögn hjá Eflingu, þá er stutta svarið að sjálfsögðu, nei, ekkert frekar en aðrar hópuppsagnir sem eru á íslenskum vinnumarkaði og vill formaður ítreka að hans mat er að hægt hefði verið að ná fram skipulagsbreytingum með öðrum hætti en hópuppsögn,“ skrifar Vilhjálmur. Segist hann þó bera traust til Sólveigar Önnu, þrátt fyrir að geta ekki stutt aðgerðirnar eða tekið upp hanskann hvað þær varðar. „En hann tekur hanskann upp fyrir henni sem öfluga baráttukonu fyrir að standa vörð um þá sem höllustum fæti standa á íslenskum vinnumarkaði,“ skrifar Vilhjálmur og á þar við Sólveigu Önnu. Pistilinn má lesa í heild sinni hér.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Félagsmenn foxillir eftir tölvupóst Sólveigar Önnu Stjórn Eflingar hyggst ræða kröfur fimm hundruð félagsmanna um að halda félagsfund. Tölvupóstur frá formanni félagsins hefur vakið reiði félagsmanna og segir varaformaður Eflingar formanninn vera að eyðileggja starf verkalýðshreyfingarinnar. Forsvarsmenn félagsins urðu ekki við beiðni um viðtal í morgun. 20. apríl 2022 12:31 Stjórn Eflingar hyggst verða við kröfu um félagsfund Stjórn Eflingar hyggst koma saman til að taka ákvörðun um boðun og tímasetningu félagsfundar, eftir að hátt í 500 félagsmenn undirrituðu skjal þar sem óskað var eftir fundi. 20. apríl 2022 07:19 Umræðan vanstillt og byggð á röngum upplýsingum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. 18. apríl 2022 13:58 Segir hópuppsagnir á skrifstofu Eflingu vera hreinsanir Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að nýlegar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar séu ekkert nema hreinsanir. Drífa segist ekki hafa gert upp við sig hvort hún bjóði sig fram til endurkjörs sem forseti ASÍ í haust. 17. apríl 2022 11:34 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Sjá meira
Félagsmenn foxillir eftir tölvupóst Sólveigar Önnu Stjórn Eflingar hyggst ræða kröfur fimm hundruð félagsmanna um að halda félagsfund. Tölvupóstur frá formanni félagsins hefur vakið reiði félagsmanna og segir varaformaður Eflingar formanninn vera að eyðileggja starf verkalýðshreyfingarinnar. Forsvarsmenn félagsins urðu ekki við beiðni um viðtal í morgun. 20. apríl 2022 12:31
Stjórn Eflingar hyggst verða við kröfu um félagsfund Stjórn Eflingar hyggst koma saman til að taka ákvörðun um boðun og tímasetningu félagsfundar, eftir að hátt í 500 félagsmenn undirrituðu skjal þar sem óskað var eftir fundi. 20. apríl 2022 07:19
Umræðan vanstillt og byggð á röngum upplýsingum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. 18. apríl 2022 13:58
Segir hópuppsagnir á skrifstofu Eflingu vera hreinsanir Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að nýlegar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar séu ekkert nema hreinsanir. Drífa segist ekki hafa gert upp við sig hvort hún bjóði sig fram til endurkjörs sem forseti ASÍ í haust. 17. apríl 2022 11:34