Snúnar kjaraviðræður fram undan eftir hópuppsögn Eflingar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. apríl 2022 14:10 Þorsteinn Víglundsson vísir/vilhelm Fyrrverandi félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur einsýnt að hópuppsagnir innan Eflingar muni hafa mikil áhrif á kjaraviðræður í haust. Hann furðar sig á forystu verkalýðshreyfingarinnar. Kjarasamningar Samtaka atvinnulífsins við Starfsgreinasambandið og Eflingu renna út í haust og því styttist óðum í að kjaraviðræður hefjist á ný. Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir deilurnar innan hreyfingarinnar setja vondan tón fyrir kjaraviðræðurnar. „Ég held að það sé einséð að þær verði mjög snúnar já. Þegar slíkt bætist við þá þessa ólgu sem verið hefur innan hreyfingarinnar veldur það mikilli óvissu inn í kjaraviðræður og mun vafalítið gera þær snúnari en ella,“ segir Þorsteinn sem nú starfar sem forstjóri BM Vallár. Verkalýðshreyfingin sundruð Hann bendir á að gríðarleg reynsla við kjaraviðræður hljóti að tapast innan Eflingar þegar öllu starfsfólki hefur verið sagt upp. „Innan allra stéttarfélaga er gríðarlega mikil þekking og reynsla á undirbúningi kjaraviðræðna og framkvæmd þeirra og það er bara óljóst hver staðan verður á félaginu þegar út í viðræðurnar verður komið í haust,“ segir Þorsteinn sem man ekki eftir annarri eins stöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. „Segjum bara eins og er - það er bara stórfurðulegt að horfa upp á stéttarfélag koma með þessum hætti fram við starfsfólk sitt,“ segir Þorsteinn. Hann furðar sig á að svo virðist sem sumir forystumenn annarra verkalýðsfélaga setji sig ekki upp á móti hópuppsögninni. „Það hefði vakið furðu hér áður fyrr allavega að sjá slík viðbrögð við aðgerðum. Það er langt frá því einhver sátt innan hreyfingarinnar eða hægt að líta svo á að forystufólk þessara samtaka hafi óskorðað umboð félagsmanna sinna,“ segir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM Vallár. Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Stjórn VR áhyggjufull yfir stöðunni í Eflingu Skiptar skoðanir eru á meðal stjórnarmanna VR um hvernig bregðast eigi við stöðunni sem upp er komin í Eflingu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Stjórnin kom til aukafundar klukkan 14 í dag og útilokar ekki að hittast aftur síðar í kvöld til að álykta um næstu skref. 16. apríl 2022 19:04 Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. 16. apríl 2022 20:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Kjarasamningar Samtaka atvinnulífsins við Starfsgreinasambandið og Eflingu renna út í haust og því styttist óðum í að kjaraviðræður hefjist á ný. Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir deilurnar innan hreyfingarinnar setja vondan tón fyrir kjaraviðræðurnar. „Ég held að það sé einséð að þær verði mjög snúnar já. Þegar slíkt bætist við þá þessa ólgu sem verið hefur innan hreyfingarinnar veldur það mikilli óvissu inn í kjaraviðræður og mun vafalítið gera þær snúnari en ella,“ segir Þorsteinn sem nú starfar sem forstjóri BM Vallár. Verkalýðshreyfingin sundruð Hann bendir á að gríðarleg reynsla við kjaraviðræður hljóti að tapast innan Eflingar þegar öllu starfsfólki hefur verið sagt upp. „Innan allra stéttarfélaga er gríðarlega mikil þekking og reynsla á undirbúningi kjaraviðræðna og framkvæmd þeirra og það er bara óljóst hver staðan verður á félaginu þegar út í viðræðurnar verður komið í haust,“ segir Þorsteinn sem man ekki eftir annarri eins stöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. „Segjum bara eins og er - það er bara stórfurðulegt að horfa upp á stéttarfélag koma með þessum hætti fram við starfsfólk sitt,“ segir Þorsteinn. Hann furðar sig á að svo virðist sem sumir forystumenn annarra verkalýðsfélaga setji sig ekki upp á móti hópuppsögninni. „Það hefði vakið furðu hér áður fyrr allavega að sjá slík viðbrögð við aðgerðum. Það er langt frá því einhver sátt innan hreyfingarinnar eða hægt að líta svo á að forystufólk þessara samtaka hafi óskorðað umboð félagsmanna sinna,“ segir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM Vallár.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Stjórn VR áhyggjufull yfir stöðunni í Eflingu Skiptar skoðanir eru á meðal stjórnarmanna VR um hvernig bregðast eigi við stöðunni sem upp er komin í Eflingu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Stjórnin kom til aukafundar klukkan 14 í dag og útilokar ekki að hittast aftur síðar í kvöld til að álykta um næstu skref. 16. apríl 2022 19:04 Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. 16. apríl 2022 20:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Stjórn VR áhyggjufull yfir stöðunni í Eflingu Skiptar skoðanir eru á meðal stjórnarmanna VR um hvernig bregðast eigi við stöðunni sem upp er komin í Eflingu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Stjórnin kom til aukafundar klukkan 14 í dag og útilokar ekki að hittast aftur síðar í kvöld til að álykta um næstu skref. 16. apríl 2022 19:04
Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. 16. apríl 2022 20:00