Skólauppbygging til framtíðar í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 19. apríl 2022 06:31 Í nýrri skýrslu VSÓ um íbúaþróun og skólasóknarsvæði Garðabæjar til ársins 2040 er dregin fram skýr mynd af verkefninu framundan. Það þarf að taka ákvörðun um skólauppbyggingu til framtíðar til þess að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun íbúa. Það er ekki augljóst hvaða leið í því er best að fara. Því viljum við í Viðreisn staldra við, rýna þær sviðsmyndir sem liggja fyrir og meta þá reynslu sem fengin er með núverandi skipulagi. Við höfum valfrelsi hér í Garðabæ, sem byggir á því að foreldrar geta valið grunnskóla, óháð því hverfi sem búið er í. Valfrelsi sem byggir á umhverfi gamla Garðabæjar þegar aðeins einn unglingaskóli var starfandi og tveir grunnskólar með nemendum frá 1. - 7. bekk. Við í Viðreisn styðjum alvöru valfrelsi sem styður við jafnvægi í samsetningu nemenda í skólunum okkar. Í dag blasir við ójafnvægi, sérstaklega á milli unglingadeilda í bænum, sem eru í dag í þremur skólum. Við höfum einn unglingaskóla, Garðaskóla sem var lengi safnskóli fyrir alla unglinga í Garðabæ þegar einungis þrír grunnskólar voru starfandi í sveitarfélaginu. Nú er öldin önnur og sjö grunnskólar eru starfandi. Þar af eru tveir ætlaðir nemendum frá 1.-10. bekk og einn sjálfstætt starfandi, þar sem nemendur eru frá 5 ára og upp í 7. bekk. Þess utan er hér starfandi alþjóðaskóli fyrir grunnskólanemendur. Einn skóli sprunginn en aðra vantar nemendur Í greiningu um samsetningu nemenda eftir stuðningsþörf kemur fram að samsetning nemenda á milli skóla er ólík. Við sjáum líka að það er bara einn skóli sem býr við það mikla eftirspurn að húsnæðið er fyrir löngu sprungið, á meðan aðrir skólar ná ekki að fylla það rými sem þeir hafa, því aðsóknin er ekki nóg. Þetta er veruleiki sem við verðum að bregðast við. Við í Viðreisn viljum tryggja farsælt skólaumhverfi í öllum skólunum okkar fyrir öll börn og ungmenni og skapa umhverfi sem styður við jafnvægi þegar kemur að samsetningu nemenda í hverjum skóla fyrir sig. Ástæður þessa ójafnvægis sem fyrst og fremst skapast á milli unglingadeilda eru margar. Þær þarf að rýna og finna jákvæðar og uppbyggilegar lausnir á þeim vanda sem ójafnvægið endurspeglar. Til lengri tíma gengur núverandi kerfi einfaldlega ekki upp. Hvorki fyrir skólasamfélagið okkar í heild sinni né rekstrarlega. Garðabær er að stækka hraðar og meira en áður hefur þekkst. Á þessu kjörtímabili hefur Garðbæingum fjölgað um u.þ.b. 4 þúsund íbúa en áætlanir gera ráð fyrir að þeim muni halda áfram að fjölga á næstu árum. Við slíkri þróun þarf að bregðast í tíma en ekki eftir að fólk er flutt í bæinn, eins og við höfum dæmin um. Við í Viðreisn viljum samtal við íbúa um framtíðina og vega og meta sjónarmið íbúa þegar kemur að uppbyggingu skólasamfélagsins til framtíðar. Við viljum alvöru valfrelsi þar sem valið byggir á fjölbreyttum og sterkum skólum fyrir öll börn þar sem nemendasamsetning verður ekki sérkenni einstaka skóla. Til þess að svo megi verða verður að huga að skipulagi félagsstarfs á mið- og unglingastigi, aðgengi að íþrótta- og tómstundastarfi hvort sem starfið er fært nær skólanum sjálfum eða skjótar samgönguleiðir eru tryggðar á milli áfangastaða. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Skóla - og menntamál Grunnskólar Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri skýrslu VSÓ um íbúaþróun og skólasóknarsvæði Garðabæjar til ársins 2040 er dregin fram skýr mynd af verkefninu framundan. Það þarf að taka ákvörðun um skólauppbyggingu til framtíðar til þess að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun íbúa. Það er ekki augljóst hvaða leið í því er best að fara. Því viljum við í Viðreisn staldra við, rýna þær sviðsmyndir sem liggja fyrir og meta þá reynslu sem fengin er með núverandi skipulagi. Við höfum valfrelsi hér í Garðabæ, sem byggir á því að foreldrar geta valið grunnskóla, óháð því hverfi sem búið er í. Valfrelsi sem byggir á umhverfi gamla Garðabæjar þegar aðeins einn unglingaskóli var starfandi og tveir grunnskólar með nemendum frá 1. - 7. bekk. Við í Viðreisn styðjum alvöru valfrelsi sem styður við jafnvægi í samsetningu nemenda í skólunum okkar. Í dag blasir við ójafnvægi, sérstaklega á milli unglingadeilda í bænum, sem eru í dag í þremur skólum. Við höfum einn unglingaskóla, Garðaskóla sem var lengi safnskóli fyrir alla unglinga í Garðabæ þegar einungis þrír grunnskólar voru starfandi í sveitarfélaginu. Nú er öldin önnur og sjö grunnskólar eru starfandi. Þar af eru tveir ætlaðir nemendum frá 1.-10. bekk og einn sjálfstætt starfandi, þar sem nemendur eru frá 5 ára og upp í 7. bekk. Þess utan er hér starfandi alþjóðaskóli fyrir grunnskólanemendur. Einn skóli sprunginn en aðra vantar nemendur Í greiningu um samsetningu nemenda eftir stuðningsþörf kemur fram að samsetning nemenda á milli skóla er ólík. Við sjáum líka að það er bara einn skóli sem býr við það mikla eftirspurn að húsnæðið er fyrir löngu sprungið, á meðan aðrir skólar ná ekki að fylla það rými sem þeir hafa, því aðsóknin er ekki nóg. Þetta er veruleiki sem við verðum að bregðast við. Við í Viðreisn viljum tryggja farsælt skólaumhverfi í öllum skólunum okkar fyrir öll börn og ungmenni og skapa umhverfi sem styður við jafnvægi þegar kemur að samsetningu nemenda í hverjum skóla fyrir sig. Ástæður þessa ójafnvægis sem fyrst og fremst skapast á milli unglingadeilda eru margar. Þær þarf að rýna og finna jákvæðar og uppbyggilegar lausnir á þeim vanda sem ójafnvægið endurspeglar. Til lengri tíma gengur núverandi kerfi einfaldlega ekki upp. Hvorki fyrir skólasamfélagið okkar í heild sinni né rekstrarlega. Garðabær er að stækka hraðar og meira en áður hefur þekkst. Á þessu kjörtímabili hefur Garðbæingum fjölgað um u.þ.b. 4 þúsund íbúa en áætlanir gera ráð fyrir að þeim muni halda áfram að fjölga á næstu árum. Við slíkri þróun þarf að bregðast í tíma en ekki eftir að fólk er flutt í bæinn, eins og við höfum dæmin um. Við í Viðreisn viljum samtal við íbúa um framtíðina og vega og meta sjónarmið íbúa þegar kemur að uppbyggingu skólasamfélagsins til framtíðar. Við viljum alvöru valfrelsi þar sem valið byggir á fjölbreyttum og sterkum skólum fyrir öll börn þar sem nemendasamsetning verður ekki sérkenni einstaka skóla. Til þess að svo megi verða verður að huga að skipulagi félagsstarfs á mið- og unglingastigi, aðgengi að íþrótta- og tómstundastarfi hvort sem starfið er fært nær skólanum sjálfum eða skjótar samgönguleiðir eru tryggðar á milli áfangastaða. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Garðabæ
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun