Vonarboðskapurinn mikilvægur á stríðstímum: „Ekki eðlilegt hvað illskan og grimmdin er mikil“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. apríl 2022 22:01 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir Von er ofarlega í huga biskups þessa páskana þrátt fyrir að skelfileg staða blasi við, meðal annars í Úkraínu. Hún segir mikilvægt að halda í hefðirnar og trúnna á erfiðum tímum. Hátíðarmessur fóru fram víða á landinu í dag en Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flutti sína predikun í Dómkirkjunni í Reykjavík fyrir hádegi. Meðal þess sem biskup talaði um í ávarpi sínu í dag var stríðið í Úkraínu og bar þá stöðu sem nú er uppi við stöðuna fyrir tvö þúsund árum, þegar Jesú Kristur reis upp frá dauðum. Biskup segir páskana boða upprisuna, lífið, vonina og blessunina og með því sé vonandi hægt að takast á við þau vandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir vegna stríðsins. „Það er náttúrulega ekki eðlilegt hvað illskan er mikil þarna og grimmdin en það gefur manni von um það að það sé hægt að vinna bug á þessu, hægt að setjast að samningsborðinu, og rísa þannig upp til nýs lífs,“ segir biskup. Þá sé það nauðsynlegt að halda í hefðirnar og trúna, á erfiðum tímum líkt og þeim góðu. „Það er mjög nauðsynlegt og ég held að til dæmis stríðshrjáðum löndum að þá sé þessi vonarboðskapur mjög mikilvægur fyrir þeim sem búa við þann hrylling sem þar er,“ segir biskup. Hún bindur vonir við að heimsbyggðin geti komist í gegnum erfiðleikana með trúnna að vopni. „Við lifum alltaf í þeirri von að staðan batni og það er það eina sem við getum haldið í nú um stundir til dæmis í sambandi við stríðið í Úkraínu, lifað í þeirri von að ástandið batni,“ segir biskup. Trúmál Páskar Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Ætlar ekki að gefa eftir landsvæði fyrir frið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að ríkið muni ekki láta Rússa fá landsvæði í austurhluta Úkraínu í skiptum fyrir frið. Hann segir Rússum ekki treystandi til að standa við nokkuð samkomulag og að Úkraínumenn hefðu enga ástæðu til að trúa því að Rússar myndu ekki gera aðra atlögu að Kænugarði í framtíðinni. 17. apríl 2022 14:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hátíðarmessur fóru fram víða á landinu í dag en Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flutti sína predikun í Dómkirkjunni í Reykjavík fyrir hádegi. Meðal þess sem biskup talaði um í ávarpi sínu í dag var stríðið í Úkraínu og bar þá stöðu sem nú er uppi við stöðuna fyrir tvö þúsund árum, þegar Jesú Kristur reis upp frá dauðum. Biskup segir páskana boða upprisuna, lífið, vonina og blessunina og með því sé vonandi hægt að takast á við þau vandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir vegna stríðsins. „Það er náttúrulega ekki eðlilegt hvað illskan er mikil þarna og grimmdin en það gefur manni von um það að það sé hægt að vinna bug á þessu, hægt að setjast að samningsborðinu, og rísa þannig upp til nýs lífs,“ segir biskup. Þá sé það nauðsynlegt að halda í hefðirnar og trúna, á erfiðum tímum líkt og þeim góðu. „Það er mjög nauðsynlegt og ég held að til dæmis stríðshrjáðum löndum að þá sé þessi vonarboðskapur mjög mikilvægur fyrir þeim sem búa við þann hrylling sem þar er,“ segir biskup. Hún bindur vonir við að heimsbyggðin geti komist í gegnum erfiðleikana með trúnna að vopni. „Við lifum alltaf í þeirri von að staðan batni og það er það eina sem við getum haldið í nú um stundir til dæmis í sambandi við stríðið í Úkraínu, lifað í þeirri von að ástandið batni,“ segir biskup.
Trúmál Páskar Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Ætlar ekki að gefa eftir landsvæði fyrir frið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að ríkið muni ekki láta Rússa fá landsvæði í austurhluta Úkraínu í skiptum fyrir frið. Hann segir Rússum ekki treystandi til að standa við nokkuð samkomulag og að Úkraínumenn hefðu enga ástæðu til að trúa því að Rússar myndu ekki gera aðra atlögu að Kænugarði í framtíðinni. 17. apríl 2022 14:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ætlar ekki að gefa eftir landsvæði fyrir frið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að ríkið muni ekki láta Rússa fá landsvæði í austurhluta Úkraínu í skiptum fyrir frið. Hann segir Rússum ekki treystandi til að standa við nokkuð samkomulag og að Úkraínumenn hefðu enga ástæðu til að trúa því að Rússar myndu ekki gera aðra atlögu að Kænugarði í framtíðinni. 17. apríl 2022 14:01