Jordan Poole leiddi Stríðsmennina til sigurs í endurkomu Curry Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. apríl 2022 09:31 Jordan Poole fór fyrir liði Golden State Warriors í nótt. Ezra Shaw/Getty Images Úslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hófst í nótt í allri sinni dýrð með fjórum leikjum. Jordan Poole var allt í öllu þegar Golden State Warriors vann góðan 16 stiga sigur gegn Denver Nuggets, 123-107, í fyrsta leik Steph Curry með liðinu í rúman mánuð. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og það voru gestirnir frá Denver sem leiddu með einu stigi þegar fyrsta leikhluta lauk, 27-26. Stríðsmennirnir tóku þó almennilega við sér í öðrum leikhluta og skoruðu 32 stig gegn 20 stigum gestanna og fóru því með 11 stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 58-47. Heimamenn juku forskot sitt svo enn frekar í þriðja leikhluta og munurinn var orðinn 20 stig þegar lokaleikhlutinn rann upp. Heimamenn gátu því siglt heim nokkuð öruggum 16 stiga sigri, 123-107, og leiða einvígið nú 1-0. Jordan Poole var stigahæstur í liði Golden State með 30 stig, en Steph Curry, sem var að spila sinn fyrsta leik síðan 16. mars, skoraði 16. Í liði gestanna var Nikola Jokic atkvæðamestur með 25 stig og tíu fráköst. Jordan Poole poured in 30 PTS to propel the @warriors to the Game 1 victory! #DubNationJordan Poole: 30 PTS, 5 3PMKlay Thompson: 19 PTS, 5 3PMGame 2: NUGGETS vs. WARRIORSMonday, 10pm/et on TNT pic.twitter.com/6FBszTfXxN— NBA (@NBA) April 17, 2022 Þá gerði lið Minnesota Timberwolves sér lítið fyrir og vann 13 stiga útisigur á Memphis Grizzlies. Minnesota endaði í sjöunda sæti Vesturdeildarinnar en Memphis liðið í öðru og því um nokkuð óvænt úrslit að ræða. Anthony Edwards fór fyrir Minnesota í stigaskorun og setti niður 36 stig, en liðsfélagi hans, Karl-Anthony Towns, skoraði 29 og tók 13 fráköst. Anthony Edwards poured in 36 pts in his playoff debut to lift the @Timberwolves to the 1-0 series lead! #RaisedByWolves Anthony Edwards: 36 PTS, 6 AST, 2 BLK, 4 3PMKAT: 29 PTS, 13 REBT-Wolves/GrizzliesGame 2: Tues. 8:30pm/et on NBA TV#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/MCx00WMI9T— NBA (@NBA) April 16, 2022 Úrslit næturinnar Utah Jazz 99-93 Dallas Mavericks Minnesota Timberwolves 130-117 Memphis Grizzlies Toronto Raptors 111-131 Philadelphia 76ers Denver Nuggets 107-123 Golden State Warriors NBA Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Sjá meira
Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og það voru gestirnir frá Denver sem leiddu með einu stigi þegar fyrsta leikhluta lauk, 27-26. Stríðsmennirnir tóku þó almennilega við sér í öðrum leikhluta og skoruðu 32 stig gegn 20 stigum gestanna og fóru því með 11 stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 58-47. Heimamenn juku forskot sitt svo enn frekar í þriðja leikhluta og munurinn var orðinn 20 stig þegar lokaleikhlutinn rann upp. Heimamenn gátu því siglt heim nokkuð öruggum 16 stiga sigri, 123-107, og leiða einvígið nú 1-0. Jordan Poole var stigahæstur í liði Golden State með 30 stig, en Steph Curry, sem var að spila sinn fyrsta leik síðan 16. mars, skoraði 16. Í liði gestanna var Nikola Jokic atkvæðamestur með 25 stig og tíu fráköst. Jordan Poole poured in 30 PTS to propel the @warriors to the Game 1 victory! #DubNationJordan Poole: 30 PTS, 5 3PMKlay Thompson: 19 PTS, 5 3PMGame 2: NUGGETS vs. WARRIORSMonday, 10pm/et on TNT pic.twitter.com/6FBszTfXxN— NBA (@NBA) April 17, 2022 Þá gerði lið Minnesota Timberwolves sér lítið fyrir og vann 13 stiga útisigur á Memphis Grizzlies. Minnesota endaði í sjöunda sæti Vesturdeildarinnar en Memphis liðið í öðru og því um nokkuð óvænt úrslit að ræða. Anthony Edwards fór fyrir Minnesota í stigaskorun og setti niður 36 stig, en liðsfélagi hans, Karl-Anthony Towns, skoraði 29 og tók 13 fráköst. Anthony Edwards poured in 36 pts in his playoff debut to lift the @Timberwolves to the 1-0 series lead! #RaisedByWolves Anthony Edwards: 36 PTS, 6 AST, 2 BLK, 4 3PMKAT: 29 PTS, 13 REBT-Wolves/GrizzliesGame 2: Tues. 8:30pm/et on NBA TV#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/MCx00WMI9T— NBA (@NBA) April 16, 2022 Úrslit næturinnar Utah Jazz 99-93 Dallas Mavericks Minnesota Timberwolves 130-117 Memphis Grizzlies Toronto Raptors 111-131 Philadelphia 76ers Denver Nuggets 107-123 Golden State Warriors
Utah Jazz 99-93 Dallas Mavericks Minnesota Timberwolves 130-117 Memphis Grizzlies Toronto Raptors 111-131 Philadelphia 76ers Denver Nuggets 107-123 Golden State Warriors
NBA Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Sjá meira