Nota gamalt bragð til að grípa til varna gegn yfirtöku Musks Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2022 11:47 Elon Musk vill eignast Twitter. Getty/Rafael Henrique Forsvarsmenn Twitter hafa gripið til varna til að koma í veg fyrir mögulega yfirtöku auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Með það markmið hefur stjórn Twitter notast við gamalt bragð á hlutabréfamarkaðinum sem myndi gera hluti Musks, og annarra, lítils virði. Í stuttu og einföldu máli sagt, felur þessi vörn í sér að ef Musk kaupir meira en fimmtán prósenta hlut í Twitter, myndi fyrirtækið gefa út fleiri hlutabréf og setja á markað. Magnið væri svo mikið að allir aðrir hluthafar gætu aukið hlut sinn með því að kaupa nýju hlutabréfin með afslætti. Það myndi gera Musk mun dýrara að eignast ráðandi hlut í félaginu. Hann á nú rúmlega níu prósenta hlut. Sjá einnig: Elon Musk vill taka yfir Twitter Samkvæmt frétt New York Times verða þessar varnir virkar í tæpt ár. Vísað er í yfirlýsingu frá Twitter þar sem fram kemur að forsvarsmenn fyrirtækisins geti átt í viðræðum við mögulega kaupendur og stjórnin fái þannig meiri tíma til að ná samkomulagi sem meðlimir hennar telja í hag félagsins. Miðillinn segir að verið sé að skoða hvort stjórnin eigi að bjóða öðrum að gera kauptilboð í félagið. Þar þykir fjárfestingafélagið Silver Lake vera líklegast til að fá slíkt boð. Það á þegar stóran hluta í Twitter og einn eigenda þessa er þegar í stjórn Twitter. Þessi varnaraðferð kallast „eiturpilla“ erlendis og hefur verið notuð allt frá níunda áratug síðustu aldar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa notað hana til að koma í veg fyrir yfirtökur eru Netflix og Papa John‘s. Í frétt Bloomberg segir að stjórn Twitter hafi ráðið JPMorgan og Goldman Sachs til að aðstoða við að verja félagið gegn yfirtöku Musks. Musk sjálfur sagði fyrr í vikunni að hann vildi draga úr ritstjórn á Twitter og opinbera hvernig samfélagsmiðillinn virkar. Það er að segja hvernig tíst dreifast manna á milli og hvað stýrir dreifingu tísta. Hann sagði það gífurlega mikilvægt. Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í stuttu og einföldu máli sagt, felur þessi vörn í sér að ef Musk kaupir meira en fimmtán prósenta hlut í Twitter, myndi fyrirtækið gefa út fleiri hlutabréf og setja á markað. Magnið væri svo mikið að allir aðrir hluthafar gætu aukið hlut sinn með því að kaupa nýju hlutabréfin með afslætti. Það myndi gera Musk mun dýrara að eignast ráðandi hlut í félaginu. Hann á nú rúmlega níu prósenta hlut. Sjá einnig: Elon Musk vill taka yfir Twitter Samkvæmt frétt New York Times verða þessar varnir virkar í tæpt ár. Vísað er í yfirlýsingu frá Twitter þar sem fram kemur að forsvarsmenn fyrirtækisins geti átt í viðræðum við mögulega kaupendur og stjórnin fái þannig meiri tíma til að ná samkomulagi sem meðlimir hennar telja í hag félagsins. Miðillinn segir að verið sé að skoða hvort stjórnin eigi að bjóða öðrum að gera kauptilboð í félagið. Þar þykir fjárfestingafélagið Silver Lake vera líklegast til að fá slíkt boð. Það á þegar stóran hluta í Twitter og einn eigenda þessa er þegar í stjórn Twitter. Þessi varnaraðferð kallast „eiturpilla“ erlendis og hefur verið notuð allt frá níunda áratug síðustu aldar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa notað hana til að koma í veg fyrir yfirtökur eru Netflix og Papa John‘s. Í frétt Bloomberg segir að stjórn Twitter hafi ráðið JPMorgan og Goldman Sachs til að aðstoða við að verja félagið gegn yfirtöku Musks. Musk sjálfur sagði fyrr í vikunni að hann vildi draga úr ritstjórn á Twitter og opinbera hvernig samfélagsmiðillinn virkar. Það er að segja hvernig tíst dreifast manna á milli og hvað stýrir dreifingu tísta. Hann sagði það gífurlega mikilvægt.
Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira