Eflum iðn- og tæknimenntun í Fjarðabyggð Birgir Jónsson skrifar 16. apríl 2022 12:00 Varla er talað um menntun á Íslandi án þess að minnst sé á að það vanti iðn- og tæknimenntað fólk. Það á við á Austurlandi eins og annars staðar og hefur m.a. verið bent á þennan skort í Sóknaráætlunum landshlutans í þó nokkurn tíma. Í þeirri nýjustu, sem er fyrir árin 2020-2024, er sérstaklega tiltekið að það vanti fólk með sérmenntun í ákveðnum iðngreinum. En hvernig er hægt að bregðast við því? Í Sóknaráætluninni er sett það markmið að auka fjarnám í ákveðnum iðngreinum en til hvers að auka fjarnám þegar við höfum framúrskarandi verkmenntaskóla hér í okkar sveitarfélagi? Í Fjarðabyggð er hægt er að leggja stund á iðngreinar við framúrskarandi aðstæður, með færum kennurum í Verkmenntaskóla Austurlands. Það vandamál sem skólinn stendur hinsvegar frammi fyrir er baráttan um nemendur því til þess að geta haldið úti námi þarf jú nemendur. Það er því nauðsynlegt að kveikja áhuga nemenda á iðn- og verkgreinum strax í grunnskóla. Í viðmiðunarstundaskrá grunnskólanna er gert ráð fyrir að rúm 15% námstíma nemenda í 8.-10. bekk fari í list- og verkgreinar. Þá skuli skipta þeim tíma jafnt og því eru 7-8% námstímans sem er ætlaður í þessar greinar. Það veltur þó á því að kennarar sem hafa þekkingu og áhuga á slíkum greinum séu til staðar og aðstaða sé fyrir hendi í skólum. Af minni reynslu veit ég að þetta getur verið afar misjafnt eftir skólum og það getur jafnvel farið svo að ákveðnar greinar séu jafnvel ekki kenndar. Samstarf skóla í Fjarðabyggð hefur gefist vel Fyrir um ári síðan hittust stjórnendur Verkmenntaskóla Austurlands og skólastjórar grunnskólanna í Fjarðabyggð með það fyrir augum að vinna saman að því að auka tækifæri nemenda til menntunar í iðn- og tæknigreinum. Ætlunin var að nemendur á unglingastigi kæmu í Verkmenntaskólann og nytu þeirrar aðstöðu og fagþekkingar sem er þar innanhúss. Í kjölfarið var sótt um styrk í Sprotasjóð og fékkst smávægilegur styrkur til þess að koma verkefninu af stað. Varð úr að nemendur úr 9. og 10. bekk úr öllum grunnskólum Fjarðabyggðar komu í Verkmenntaskólann á haustdögum og gátu þar valið á milli sex iðn- og tæknigreina. Hver nemandi var síðan í tveimur greinum í alls átta skipti þótt Covid hefði sett strik í reikninginn í lokin og nemendur 9. bekkjar náðu ekki að klára sín skipti. Mikil ánægja var með verkefnið og í könnun sem gerð var meðal 10. bekkinga og forsjáraðila þeirra mátti sjá að um og yfir 90% þeirra voru ánægð með verkefnið. Meðal kosta verkefnisins töldu nemendur að þeir hefðu lært nýja hluti og kynnst jafnöldrum frá öðrum byggðakjörnum. Verkefnið hefur því glætt áhuga nemenda á iðn- og tækninámi, sem er jákvætt því það er nauðsynlegt fyrir nemendur að kynna sér allt sem er í boði til að geta valið sér nám sem þeir hafa áhuga á. Eflum þær stoðir sem við höfum nú þegar Þegar við ræðum um að fjölga þurfi iðn- og tæknimenntuðum þurfum við að byrja á byrjuninni. Við þurfum að kynna nemendur fyrir þeim möguleikum sem felast í slíku námi og þurfum að gera þeim kleift að kynnast því af eigin raun. Við þurfum að hvetja ungmenni til þess að velja sér þá braut ef áhuginn stefnir í þá átt. Samvinnu verkefni grunnskólanna í Fjarðabyggð og Verkmenntaskóla Austurlands hefur gefist vel, og Framsókn í Fjarðabyggð vill stuðla að því að því verði haldið áfram og samvinna skólanna efld frekar. Við þurfum að halda áfram á þessari braut og glæða þannig áhuga barnanna. Þá vill Framókn í Fjarðabyggðf einnig að standa vörð um og efla Verkmenntaskóla Austurlands þannig að hann geti þjónustað samfélagið sem best. Höfundur er gæðastjóri og kennari við Verkmenntaskóla Austurlands. Hann skipar 3. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Framsóknarflokkurinn Framhaldsskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Varla er talað um menntun á Íslandi án þess að minnst sé á að það vanti iðn- og tæknimenntað fólk. Það á við á Austurlandi eins og annars staðar og hefur m.a. verið bent á þennan skort í Sóknaráætlunum landshlutans í þó nokkurn tíma. Í þeirri nýjustu, sem er fyrir árin 2020-2024, er sérstaklega tiltekið að það vanti fólk með sérmenntun í ákveðnum iðngreinum. En hvernig er hægt að bregðast við því? Í Sóknaráætluninni er sett það markmið að auka fjarnám í ákveðnum iðngreinum en til hvers að auka fjarnám þegar við höfum framúrskarandi verkmenntaskóla hér í okkar sveitarfélagi? Í Fjarðabyggð er hægt er að leggja stund á iðngreinar við framúrskarandi aðstæður, með færum kennurum í Verkmenntaskóla Austurlands. Það vandamál sem skólinn stendur hinsvegar frammi fyrir er baráttan um nemendur því til þess að geta haldið úti námi þarf jú nemendur. Það er því nauðsynlegt að kveikja áhuga nemenda á iðn- og verkgreinum strax í grunnskóla. Í viðmiðunarstundaskrá grunnskólanna er gert ráð fyrir að rúm 15% námstíma nemenda í 8.-10. bekk fari í list- og verkgreinar. Þá skuli skipta þeim tíma jafnt og því eru 7-8% námstímans sem er ætlaður í þessar greinar. Það veltur þó á því að kennarar sem hafa þekkingu og áhuga á slíkum greinum séu til staðar og aðstaða sé fyrir hendi í skólum. Af minni reynslu veit ég að þetta getur verið afar misjafnt eftir skólum og það getur jafnvel farið svo að ákveðnar greinar séu jafnvel ekki kenndar. Samstarf skóla í Fjarðabyggð hefur gefist vel Fyrir um ári síðan hittust stjórnendur Verkmenntaskóla Austurlands og skólastjórar grunnskólanna í Fjarðabyggð með það fyrir augum að vinna saman að því að auka tækifæri nemenda til menntunar í iðn- og tæknigreinum. Ætlunin var að nemendur á unglingastigi kæmu í Verkmenntaskólann og nytu þeirrar aðstöðu og fagþekkingar sem er þar innanhúss. Í kjölfarið var sótt um styrk í Sprotasjóð og fékkst smávægilegur styrkur til þess að koma verkefninu af stað. Varð úr að nemendur úr 9. og 10. bekk úr öllum grunnskólum Fjarðabyggðar komu í Verkmenntaskólann á haustdögum og gátu þar valið á milli sex iðn- og tæknigreina. Hver nemandi var síðan í tveimur greinum í alls átta skipti þótt Covid hefði sett strik í reikninginn í lokin og nemendur 9. bekkjar náðu ekki að klára sín skipti. Mikil ánægja var með verkefnið og í könnun sem gerð var meðal 10. bekkinga og forsjáraðila þeirra mátti sjá að um og yfir 90% þeirra voru ánægð með verkefnið. Meðal kosta verkefnisins töldu nemendur að þeir hefðu lært nýja hluti og kynnst jafnöldrum frá öðrum byggðakjörnum. Verkefnið hefur því glætt áhuga nemenda á iðn- og tækninámi, sem er jákvætt því það er nauðsynlegt fyrir nemendur að kynna sér allt sem er í boði til að geta valið sér nám sem þeir hafa áhuga á. Eflum þær stoðir sem við höfum nú þegar Þegar við ræðum um að fjölga þurfi iðn- og tæknimenntuðum þurfum við að byrja á byrjuninni. Við þurfum að kynna nemendur fyrir þeim möguleikum sem felast í slíku námi og þurfum að gera þeim kleift að kynnast því af eigin raun. Við þurfum að hvetja ungmenni til þess að velja sér þá braut ef áhuginn stefnir í þá átt. Samvinnu verkefni grunnskólanna í Fjarðabyggð og Verkmenntaskóla Austurlands hefur gefist vel, og Framsókn í Fjarðabyggð vill stuðla að því að því verði haldið áfram og samvinna skólanna efld frekar. Við þurfum að halda áfram á þessari braut og glæða þannig áhuga barnanna. Þá vill Framókn í Fjarðabyggðf einnig að standa vörð um og efla Verkmenntaskóla Austurlands þannig að hann geti þjónustað samfélagið sem best. Höfundur er gæðastjóri og kennari við Verkmenntaskóla Austurlands. Hann skipar 3. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun