Muni ekki takast að svæfa bankamálið yfir páskana Eiður Þór Árnason skrifar 14. apríl 2022 21:56 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Að minnsta kosti 34 af um 200 fjárfestum í nýafstöðnu útboði Íslandsbanka hafa minnkað eignarhlut sinn að hluta frá því að útboðinu lauk. Þar með hafa þeir leyst út töluverðan söluhagnað en flestir kaupendurnir eru þó enn hluthafar bankans. Enn er bankasalan harðlega gagnrýnd og nú síðast af Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, sem segir spillinguna vart gerast svæsnari. Skúrkar úr bankahruninu hafi komist bakdyramegin inn og fjöldi kaupenda hafi strax selt og grætt milljarða á einni nóttu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hafa ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum fjölmiðla síðustu daga. Athygli vakti þegar Lilja sagðist nýverið hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og að hún hafi komið þeim sjónarmiðum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir erfitt að segja til um hvað sé í gangi á stjórnarheimilinu þessa dagana þar sem ráðherrar hafi ekki sýnt almenningi þá lágmarksvirðingu að mæta í viðtöl fjölmiðla. Geti ekki hummað málið fram af sér „Ég held að það sé ýmsum spurningum í þessu máli ósvarað og núna þurfum við að fá að vita hvers vegna Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson brugðust ekki við þessum viðvörunarorðum Lilju Alfreðsdóttur. Eins þurfum við að vita á hvaða vettvangi, hvenær og hvernig Lilja kom þessum viðvörunum á framfæri,“ sagði Jóhann Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Svo verður maður auðvitað að taka undir það að þessi lagalega og pólitíska ábyrgð liggur hjá Bjarna Benediktssyni. Það er hann sem til dæmis fór með þetta endanlega ákvörðunarvald um það að ganga að tilboðum og samþykkja söluna og virðist hafa gert það án þess að afla upplýsinga um tilboð og tilboðsgjafa. Það er vanræksla, það er bara mjög alvarlegt mál.“ Jóhann Páll telur að ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu að misreikna sig og misskilji stöðuna ef þau haldi að þau geti hummað málið fram af sér yfir páskanna. „Við í stjórnarandstöðunni munum ekki linna látum fyrr en þetta mál er komið í farveg sem er til þess fallinn að endurheimta traust.“ Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Enn er bankasalan harðlega gagnrýnd og nú síðast af Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, sem segir spillinguna vart gerast svæsnari. Skúrkar úr bankahruninu hafi komist bakdyramegin inn og fjöldi kaupenda hafi strax selt og grætt milljarða á einni nóttu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hafa ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum fjölmiðla síðustu daga. Athygli vakti þegar Lilja sagðist nýverið hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og að hún hafi komið þeim sjónarmiðum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir erfitt að segja til um hvað sé í gangi á stjórnarheimilinu þessa dagana þar sem ráðherrar hafi ekki sýnt almenningi þá lágmarksvirðingu að mæta í viðtöl fjölmiðla. Geti ekki hummað málið fram af sér „Ég held að það sé ýmsum spurningum í þessu máli ósvarað og núna þurfum við að fá að vita hvers vegna Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson brugðust ekki við þessum viðvörunarorðum Lilju Alfreðsdóttur. Eins þurfum við að vita á hvaða vettvangi, hvenær og hvernig Lilja kom þessum viðvörunum á framfæri,“ sagði Jóhann Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Svo verður maður auðvitað að taka undir það að þessi lagalega og pólitíska ábyrgð liggur hjá Bjarna Benediktssyni. Það er hann sem til dæmis fór með þetta endanlega ákvörðunarvald um það að ganga að tilboðum og samþykkja söluna og virðist hafa gert það án þess að afla upplýsinga um tilboð og tilboðsgjafa. Það er vanræksla, það er bara mjög alvarlegt mál.“ Jóhann Páll telur að ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu að misreikna sig og misskilji stöðuna ef þau haldi að þau geti hummað málið fram af sér yfir páskanna. „Við í stjórnarandstöðunni munum ekki linna látum fyrr en þetta mál er komið í farveg sem er til þess fallinn að endurheimta traust.“
Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira