Stones: þeir reyna stundum eitthvað svona | Þurftu aðstoð lögreglu í leikmannagöngum Atli Arason skrifar 13. apríl 2022 22:57 John Stones í baráttu við Joao Felix í leiknum í kvöld. Getty Images John Stones, leikmaður Manchester City, var umfram allt ánægður að City sé komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir erfitt kvöld í Madríd. „Við vitum að þetta er ekki auðveldur staður til að koma á, í svona andstyggilegum aðstæðum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég spila á þessum velli en eg var búinn að heyra fra nokkrum liðsfélögum mínum sem hafa komið hingað áður um hvernig það er að spila hérna. Heilt yfir var þetta mjög erfitt kvöld,“ sagði John Stones í viðtali hjá BT Sports eftir leik. Það sauð allt upp úr undir lok leiks eftir að Felipe sparkaði í Foden. Leikmenn beggja liða hópuðust saman og það virtist um stund allt stefna í hópslagsmál. „Phil var ógn í báðum leikjum. Hann hefur verið svo mikilvægur fyrir okkur og hann gerði vel í að koma boltanum upp völlinn og draga að sér andstæðinga. Hann fékk mörg spörk í leiknum og hann er að finna vel fyrir þeim núna inn í klefa,“ svaraði Stones og hló, aðspurður út í stöðuna á Foden eftir leik. Atletico lið Diego Simone er þekkt fyrir að reyna allt til að komast inn í haus andstæðingsins í leikjum sínum. Hart var barist í gegnum allan leikinn og meira að segja áfram inn í leikmannagöngin eftir leik þar sem að lögregluaðstoð þurfti til að stíga menn í sundur. „Við vitum að þeir reyna stundum eitthvað svona en við svöruðum því bara mjög vel. Það er ekki skemmtilegt að tala um þessi einstöku atvik því heilt yfir þá spiluðum við vel í gegnum þessa tvo leiki gegn svona reyndu liði í því sem þeir gera, að verjast aftarlega. Ég er mjög stoltur af liðinu því við héldum haus. Það er mjög auðvelt að dragast í einhverja svona vitleysu,“ sagði Stones. Police in the tunnel after the match 👮♂️🚔Atletico Madrid 0-0 Manchester City [agg 0-1] #ucl #Atleti #ATMMCI #ChampionsLeague #Football #Savic #ManCity pic.twitter.com/7GOgtmPfqy— ZStudios (@Zakstudios3) April 13, 2022 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Sjá meira
„Við vitum að þetta er ekki auðveldur staður til að koma á, í svona andstyggilegum aðstæðum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég spila á þessum velli en eg var búinn að heyra fra nokkrum liðsfélögum mínum sem hafa komið hingað áður um hvernig það er að spila hérna. Heilt yfir var þetta mjög erfitt kvöld,“ sagði John Stones í viðtali hjá BT Sports eftir leik. Það sauð allt upp úr undir lok leiks eftir að Felipe sparkaði í Foden. Leikmenn beggja liða hópuðust saman og það virtist um stund allt stefna í hópslagsmál. „Phil var ógn í báðum leikjum. Hann hefur verið svo mikilvægur fyrir okkur og hann gerði vel í að koma boltanum upp völlinn og draga að sér andstæðinga. Hann fékk mörg spörk í leiknum og hann er að finna vel fyrir þeim núna inn í klefa,“ svaraði Stones og hló, aðspurður út í stöðuna á Foden eftir leik. Atletico lið Diego Simone er þekkt fyrir að reyna allt til að komast inn í haus andstæðingsins í leikjum sínum. Hart var barist í gegnum allan leikinn og meira að segja áfram inn í leikmannagöngin eftir leik þar sem að lögregluaðstoð þurfti til að stíga menn í sundur. „Við vitum að þeir reyna stundum eitthvað svona en við svöruðum því bara mjög vel. Það er ekki skemmtilegt að tala um þessi einstöku atvik því heilt yfir þá spiluðum við vel í gegnum þessa tvo leiki gegn svona reyndu liði í því sem þeir gera, að verjast aftarlega. Ég er mjög stoltur af liðinu því við héldum haus. Það er mjög auðvelt að dragast í einhverja svona vitleysu,“ sagði Stones. Police in the tunnel after the match 👮♂️🚔Atletico Madrid 0-0 Manchester City [agg 0-1] #ucl #Atleti #ATMMCI #ChampionsLeague #Football #Savic #ManCity pic.twitter.com/7GOgtmPfqy— ZStudios (@Zakstudios3) April 13, 2022
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn