Hinseginmál eru mannréttindamál Anna Sigrún Jóhönnudóttir og Steinunn Dagmar Björgvinsdóttir skrifa 13. apríl 2022 18:32 Þann 31. mars síðastliðinn var sýnileikadagur trans fólks. Slíkir dagar eru mikilvægir fyrir jaðarsetta hópa vegna þess að sýnileiki gefur fólki styrk og rými til þess að vera það sjálft. Með því að taka þátt í slíkum dögum og veita þeim athygli segjum við „ég sé þig, ég styð þig, áfram þú!”. Sem eru óneitanlega skilaboð sem öll hafa gott af því að heyra, en sérstaklega þau sem hafa fram að þessu ekki getað sýnt sitt rétta sjálf. Á seinustu misserum hefur orðið mikið bakslag í bandaríska skólakerfinu hvað hinsegin málefni varðar. Frá upphafi skólaársins hafa skólayfirvöld í ýmsum ríkjum bannað bækur sem fjalla um reynsluheim hinsegin fólks og fjarlægt fána og plaköt sem minna á hinseginleika. Staðan er svo alvarleg að börn sem falla undir hinseginleika verða fyrir árásum af hendi samnemenda sinna. Skólastofan er því að verða vígvöllur fyrir mismunun og hatur, þvert á skólastefnur og löggjöf. Sumir skólafulltrúar, þingfólk og foreldrar eru þeirrar skoðunar að hinsegin málefni eigi ekki heima í skólastofunni vegna þess að það sé pólitískt mál og ekki við hæfi ungra barna. Upplifun hinsegin barna og aðstandenda þeirra er aftur á móti sú að verið sé að útrýma þeim úr bandaríska menntakerfinu og þagga niður þeirra raunveruleika. Er það staða sem við viljum stefna á? Sem betur fer er staða trans og kynsegin fólks hér á Íslandi í mun betri farvegi en betur má ef duga skal. Verið er að byggja nýtt íþróttamannvirki án þess að hugsa sérstaklega um þennan hóp þegar kemur að búningsklefum. Skólastjórnendur fá að taka ákvarðanir út frá eigin fordómum og hafna fræðslu fyrir starfsfólk um málefni trans barna þrátt fyrir að vera með trans nemendur innan skólans. Fjölmiðlar hér á landi birta aðsendar transfóbískar greinar í nafni málfrelsis þar sem teknar eru fyrir aðstæður sem myndu seint eða aldrei eiga sér stað í raunveruleikanum, einungis til að ýta undir hatur á trans fólki og vinna gegn allri þeirra mannréttindabaráttu. En hvað er það sem upprætir fordóma og dregur úr fáfræði? Jú, fræðsla. Kynjafræði er gífurlega mikilvægt fag sem VG í Fjarðabyggð vill sjá á öllum skólastigum. Í kynjafræði læra börn og unglingar meðal annars á mörk sín og annarra, að þekkja hugtök sem aðstoða við að setja tilfinningar sínar og upplifanir í orð og seinast en ekki síst að bera virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins. Höfundar eru Anna Sigrún Jóhönnudóttir, sem skipar 3. sæti á lista VG í Fjarðabyggð og Steinunn Dagmar Björgvinsdóttir sem skiptar 6. sæti listans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Þann 31. mars síðastliðinn var sýnileikadagur trans fólks. Slíkir dagar eru mikilvægir fyrir jaðarsetta hópa vegna þess að sýnileiki gefur fólki styrk og rými til þess að vera það sjálft. Með því að taka þátt í slíkum dögum og veita þeim athygli segjum við „ég sé þig, ég styð þig, áfram þú!”. Sem eru óneitanlega skilaboð sem öll hafa gott af því að heyra, en sérstaklega þau sem hafa fram að þessu ekki getað sýnt sitt rétta sjálf. Á seinustu misserum hefur orðið mikið bakslag í bandaríska skólakerfinu hvað hinsegin málefni varðar. Frá upphafi skólaársins hafa skólayfirvöld í ýmsum ríkjum bannað bækur sem fjalla um reynsluheim hinsegin fólks og fjarlægt fána og plaköt sem minna á hinseginleika. Staðan er svo alvarleg að börn sem falla undir hinseginleika verða fyrir árásum af hendi samnemenda sinna. Skólastofan er því að verða vígvöllur fyrir mismunun og hatur, þvert á skólastefnur og löggjöf. Sumir skólafulltrúar, þingfólk og foreldrar eru þeirrar skoðunar að hinsegin málefni eigi ekki heima í skólastofunni vegna þess að það sé pólitískt mál og ekki við hæfi ungra barna. Upplifun hinsegin barna og aðstandenda þeirra er aftur á móti sú að verið sé að útrýma þeim úr bandaríska menntakerfinu og þagga niður þeirra raunveruleika. Er það staða sem við viljum stefna á? Sem betur fer er staða trans og kynsegin fólks hér á Íslandi í mun betri farvegi en betur má ef duga skal. Verið er að byggja nýtt íþróttamannvirki án þess að hugsa sérstaklega um þennan hóp þegar kemur að búningsklefum. Skólastjórnendur fá að taka ákvarðanir út frá eigin fordómum og hafna fræðslu fyrir starfsfólk um málefni trans barna þrátt fyrir að vera með trans nemendur innan skólans. Fjölmiðlar hér á landi birta aðsendar transfóbískar greinar í nafni málfrelsis þar sem teknar eru fyrir aðstæður sem myndu seint eða aldrei eiga sér stað í raunveruleikanum, einungis til að ýta undir hatur á trans fólki og vinna gegn allri þeirra mannréttindabaráttu. En hvað er það sem upprætir fordóma og dregur úr fáfræði? Jú, fræðsla. Kynjafræði er gífurlega mikilvægt fag sem VG í Fjarðabyggð vill sjá á öllum skólastigum. Í kynjafræði læra börn og unglingar meðal annars á mörk sín og annarra, að þekkja hugtök sem aðstoða við að setja tilfinningar sínar og upplifanir í orð og seinast en ekki síst að bera virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins. Höfundar eru Anna Sigrún Jóhönnudóttir, sem skipar 3. sæti á lista VG í Fjarðabyggð og Steinunn Dagmar Björgvinsdóttir sem skiptar 6. sæti listans.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun