„Frammistaðan hjá liðinu í þessum þremur leikjum er sú sem við höfum verið að bíða eftir“ Siggeir Ævarsson skrifar 11. apríl 2022 22:54 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Bára Dröfn Kristinsdóttir Finnur Freyr þjálfari Valsmanna var stoltur af frammistöðu sinna manna eftir að þeir sópuðu bikarmeisturum Stjörnunnar út í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í kvöld. Hvaða tilfinningar börðust um í brjósti Finns strax eftir leik? „Ég er bara hrikalega stoltur af strákunum. Frammistaðan hjá liðinu í þessum þremur leikjum er sú sem við höfum verið að bíða eftir. Ég hef oft talað um að við eigum mikið inni, getum gert betur og eigum mörg vopn inni. Í þessum þremur leikjum finnst mér við hafa gert virkilega vel á móti frábæru Stjörnuliði, bikarmeisturunum. Þeir eru gríðarlega vel þjálfaðir og með líklega besta leikmann deildarinnar í Turner. Að ná þremur svona góðum frammistöðum er eitthvað sem ég er virkilega stoltur af.“ Robert Turner var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld en megnið af stigum hans kom undir lokin, og Valsmenn náðu að halda aftur af honum megnið af leiknum, og raunar Stjörnumönnum heilt yfir, sem skoruðu aðeins 85 stig alls. „Það kemur svona smá óðagots móment þar sem hann keyrir af stað og hann er frábær leikmaður. Mér fannst hann bara gera vel hérna undir lokin í þessu óöryggis mómenti. Við náðum framan af að hægja vel á honum en Hopkins og Hlynur frábærir í byrjun leiks. Við vissum að þetta móment myndi koma, ég hefði viljað tækla það aðeins betur varnarlega. En að öðru leyti var þetta bara virkilega vel gert.“ Stigaskor Valsmanna dreifðist vel í kvöld og Jacob Calloway steig heldur betur upp og skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Það hlýtur að vera ákveðið lúxusvandamál ef svo má orða það, að eiga svona marga menn sem geta sett fullt af stigum á töfluna? „Við vissum það að það býr mikið í þessum strákum og við vissum það þegar við náðum í Jacob að hann kemur með eitthvað í liðið sem okkur hafði vantað, sem er þessi skorun og þessir skothæfileikar en er samt svona stór. Kári var líka virkilega að stíga upp. Pablo fær skurð á fótinn í síðasta leik og óvíst hvort hann gæti spilað. Pavel var með ælupest fyrir síðasta leik og Kristófer lenti í árekstri á leiðinni í leikinn. Það er nóg búið að ganga á en einhvern veginn ná menn að þjappa sér saman og frammistaðan fyrst og fremst í þessum fyrstu þremur bara mjög góð.“ Nú fá Valsmenn væntanlega lengstu hvíld allra liða sem komast áfram í 4-liða úrslit. Er það jákvætt eða neikvætt í huga Finns? „Ég held að það sé bara gott. Af fenginni reynslu þá er gott að geta náð þessum pásum milli sería, náð að „recover-a“ og við erum kannski á eftir sumum liðum með það að gera að við höfum náttúrulega ekki verið saman með þetta lið frá fyrsta degi svo að það er gott að geta fengið tíma til að undirbúa fyrir næsta seríu, hver sem andstæðingurinn verður.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 95-85 | Valsmenn sópuðu Stjörnunni úr leik Valsmenn unnu öflugan tíu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur urðu 95-85 og Valsmenn eru á leið í undanúrslit eftir að hafa unnið alla þrjá leiki liðanna. 11. apríl 2022 21:59 Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
„Ég er bara hrikalega stoltur af strákunum. Frammistaðan hjá liðinu í þessum þremur leikjum er sú sem við höfum verið að bíða eftir. Ég hef oft talað um að við eigum mikið inni, getum gert betur og eigum mörg vopn inni. Í þessum þremur leikjum finnst mér við hafa gert virkilega vel á móti frábæru Stjörnuliði, bikarmeisturunum. Þeir eru gríðarlega vel þjálfaðir og með líklega besta leikmann deildarinnar í Turner. Að ná þremur svona góðum frammistöðum er eitthvað sem ég er virkilega stoltur af.“ Robert Turner var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld en megnið af stigum hans kom undir lokin, og Valsmenn náðu að halda aftur af honum megnið af leiknum, og raunar Stjörnumönnum heilt yfir, sem skoruðu aðeins 85 stig alls. „Það kemur svona smá óðagots móment þar sem hann keyrir af stað og hann er frábær leikmaður. Mér fannst hann bara gera vel hérna undir lokin í þessu óöryggis mómenti. Við náðum framan af að hægja vel á honum en Hopkins og Hlynur frábærir í byrjun leiks. Við vissum að þetta móment myndi koma, ég hefði viljað tækla það aðeins betur varnarlega. En að öðru leyti var þetta bara virkilega vel gert.“ Stigaskor Valsmanna dreifðist vel í kvöld og Jacob Calloway steig heldur betur upp og skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Það hlýtur að vera ákveðið lúxusvandamál ef svo má orða það, að eiga svona marga menn sem geta sett fullt af stigum á töfluna? „Við vissum það að það býr mikið í þessum strákum og við vissum það þegar við náðum í Jacob að hann kemur með eitthvað í liðið sem okkur hafði vantað, sem er þessi skorun og þessir skothæfileikar en er samt svona stór. Kári var líka virkilega að stíga upp. Pablo fær skurð á fótinn í síðasta leik og óvíst hvort hann gæti spilað. Pavel var með ælupest fyrir síðasta leik og Kristófer lenti í árekstri á leiðinni í leikinn. Það er nóg búið að ganga á en einhvern veginn ná menn að þjappa sér saman og frammistaðan fyrst og fremst í þessum fyrstu þremur bara mjög góð.“ Nú fá Valsmenn væntanlega lengstu hvíld allra liða sem komast áfram í 4-liða úrslit. Er það jákvætt eða neikvætt í huga Finns? „Ég held að það sé bara gott. Af fenginni reynslu þá er gott að geta náð þessum pásum milli sería, náð að „recover-a“ og við erum kannski á eftir sumum liðum með það að gera að við höfum náttúrulega ekki verið saman með þetta lið frá fyrsta degi svo að það er gott að geta fengið tíma til að undirbúa fyrir næsta seríu, hver sem andstæðingurinn verður.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 95-85 | Valsmenn sópuðu Stjörnunni úr leik Valsmenn unnu öflugan tíu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur urðu 95-85 og Valsmenn eru á leið í undanúrslit eftir að hafa unnið alla þrjá leiki liðanna. 11. apríl 2022 21:59 Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 95-85 | Valsmenn sópuðu Stjörnunni úr leik Valsmenn unnu öflugan tíu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur urðu 95-85 og Valsmenn eru á leið í undanúrslit eftir að hafa unnið alla þrjá leiki liðanna. 11. apríl 2022 21:59
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn