Tish sótti um skilnað frá Billy í Tennessee á miðvikudaginn. Ástæða skilnaðarins er skráð sem deilur sem ekki er hægt að komast að sameiginlegri ákvörðun um. Í skjölunum kemur einnig fram að parið hafi ekki búið saman síðustu tvö árin.

Billy sem á kántrí slagarann Achy Breaky Heart og Tish giftu sig árið 1993 og eiga saman fimm börn. Upphaflega sótti Billy um skilnað árið 2010 en dró það svo til baka. Það var svo árið 2013 sem Tish sótti um skilnað en þau náðu að halda sambandinu áfram eftir að hafa unnið í því og þökkuðu sambandsráðgjöf fyrir að koma þeim í gegnum tímabilið.