Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2022 14:32 Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra kom mörgum á óvart í dag með yfirlýsingu um að hún hafi alltaf verið á móti því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka og hún hafi komið þeirri skoðun sinni á framfæri. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra situr nú undir harðri gagnrýni og vildu fáir þá Lilju kveðið hafa sem salan á bankanum er. vísir/vilhelm Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. Ummæli Lilju, sem féllu í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, þess efnis að hún hafi verið alfarið á móti því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka hafa vakið mikla athygli. Ummæli Lilju stórpólitísk tíðindi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir hér um stórpólitísk tíðindi að ræða. „Að hún hafi í aðdraganda útboðs um sölu á bréfum í Íslandsbanka komið því skýrt á framfæri að hún væri á móti aðferðafræðinni sem átti að beita. Sem viðskiptaráðherra fer hún með samkeppnismál og hagsmuni neytenda. Þorbjörg Sigríður, þingmaður Viðreisnar, telur yfirlýsingar Lilju sem fram komu í dag lýsa stórpólitískum tíðindum. Hún kallar nú eftir fundargerðum ríkisstjórnar, ráðherranefndar og að bókanir verði lagðar fram til að varpa ljósi á aðdraganda sölunnar.vísir/vilhelm Hún situr að auki í ráðherranefnd um efnahagsmál og hefur sem viðskiptaráðherra margsinnis tjáð sig um málefni bankanna, t.d. nýlega um að leggja ætti á bankaskatt vegna ofurhagnaðar bankanna,“ segir Þorbjörg á Facebook-síðu sinni. Hún segir orð Lilju um andstöðu við lokað útboð kalla á að fundagerðir ríkisstjórnar og ráðherranefndar sem og bókanir verði lagðar fram til að varpa ljósi á aðdraganda sölunnar. „Ef rétt er, og ef ráðherrann er ekki einangruð um þessa afstöðu innan Framsóknarflokksins, var ekki samstaða innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar um þá leið sem fjármálaráðherra valdi,“ segir Þorbjörg Sigríður. Og að hagsmunir almennings kalli á að upplýst verði hvernig sú ákvörðun var tekin innan ríkisstjórnarinnar að selja aðeins völdum hópi fjárfesta. Sigmar veltir þessu einnig fyrir sér í áðurnefndri grein sem lesa má í heild sinni hér neðar. Hann segir söluna taka á sig einkennilegri mynd með hverjum deginum. Lilja taki skýrt fram að fátt komi henni á óvart í málinu sem Sigmar segir einkennilegt því útkoman kom öllum öðrum á óvart, vegna þess að hún var ekki í neinu samhengi við það fyrirkomulag sem kynnt var. Illa dulkóðuð smjörklípa VG afrugluð Sigmar segir ekki hafa hvarflað að neinum að seldir yrðu litlir óverulegir hlutir í bankanum til fjölmargra fjárfesta með afslætti sem ætlaður var stórkaupendum. „Enn síður gat nokkur maður vitað að sumir þeirra sem sáu um söluna myndu sjálfir kaupa í bankanum. Þeir fengu sem sagt myndarlega þóknun fyrir að selja sjálfum sér þjóðareign með afslætti. Sigmar Guðmundsson ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar en þau hafa gagnrýnt söluna á Íslandsbanka harðlega.vísir/vilhelm Og hvergi kom fram að einstaka aðilar gætu notað þetta sem tækifæri til að "taka snúning" og leysa út afsláttarhagnaðinn á einni nóttu. Okkur var nefnilega sagt að selja ætti stórum fjárfestum sem gætu staðið með bankanum til lengri tíma, líka þegar illa árar. "Gæði eigenda" skipti miklu máli.“ En útkoman kom Lilju ekki á óvart sem Sigmar telur furðu sæta: „Því er það miður að hún hafi ekki talað skýrar um þetta fyrr opinberlega, því þannig hefði mögulega mátt afstýra þessu stórslysi. Það er með ólíkindum að ríkisstjórnin hafi ráðist í sölu á fjármálafyrirtæki með fyrirkomulagi sem sjálfur viðskiptaráðherrann var andvígur. Að sama skapi er það jákvætt að viðskiptaráðherra skuli afrugla illa dulkóðaða smjörklípu VG og benda á það augljósa: Ábyrgðin er fyrst og síðast pólitísk og það dugir ekki bara að kasta sprekum á bálköstinn sem nú brennur undir bankasýslunni,“ segir í niðurlagi greinar Sigmars. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Íslenskir bankar Tengdar fréttir Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14 Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Ummæli Lilju, sem féllu í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, þess efnis að hún hafi verið alfarið á móti því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka hafa vakið mikla athygli. Ummæli Lilju stórpólitísk tíðindi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir hér um stórpólitísk tíðindi að ræða. „Að hún hafi í aðdraganda útboðs um sölu á bréfum í Íslandsbanka komið því skýrt á framfæri að hún væri á móti aðferðafræðinni sem átti að beita. Sem viðskiptaráðherra fer hún með samkeppnismál og hagsmuni neytenda. Þorbjörg Sigríður, þingmaður Viðreisnar, telur yfirlýsingar Lilju sem fram komu í dag lýsa stórpólitískum tíðindum. Hún kallar nú eftir fundargerðum ríkisstjórnar, ráðherranefndar og að bókanir verði lagðar fram til að varpa ljósi á aðdraganda sölunnar.vísir/vilhelm Hún situr að auki í ráðherranefnd um efnahagsmál og hefur sem viðskiptaráðherra margsinnis tjáð sig um málefni bankanna, t.d. nýlega um að leggja ætti á bankaskatt vegna ofurhagnaðar bankanna,“ segir Þorbjörg á Facebook-síðu sinni. Hún segir orð Lilju um andstöðu við lokað útboð kalla á að fundagerðir ríkisstjórnar og ráðherranefndar sem og bókanir verði lagðar fram til að varpa ljósi á aðdraganda sölunnar. „Ef rétt er, og ef ráðherrann er ekki einangruð um þessa afstöðu innan Framsóknarflokksins, var ekki samstaða innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar um þá leið sem fjármálaráðherra valdi,“ segir Þorbjörg Sigríður. Og að hagsmunir almennings kalli á að upplýst verði hvernig sú ákvörðun var tekin innan ríkisstjórnarinnar að selja aðeins völdum hópi fjárfesta. Sigmar veltir þessu einnig fyrir sér í áðurnefndri grein sem lesa má í heild sinni hér neðar. Hann segir söluna taka á sig einkennilegri mynd með hverjum deginum. Lilja taki skýrt fram að fátt komi henni á óvart í málinu sem Sigmar segir einkennilegt því útkoman kom öllum öðrum á óvart, vegna þess að hún var ekki í neinu samhengi við það fyrirkomulag sem kynnt var. Illa dulkóðuð smjörklípa VG afrugluð Sigmar segir ekki hafa hvarflað að neinum að seldir yrðu litlir óverulegir hlutir í bankanum til fjölmargra fjárfesta með afslætti sem ætlaður var stórkaupendum. „Enn síður gat nokkur maður vitað að sumir þeirra sem sáu um söluna myndu sjálfir kaupa í bankanum. Þeir fengu sem sagt myndarlega þóknun fyrir að selja sjálfum sér þjóðareign með afslætti. Sigmar Guðmundsson ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar en þau hafa gagnrýnt söluna á Íslandsbanka harðlega.vísir/vilhelm Og hvergi kom fram að einstaka aðilar gætu notað þetta sem tækifæri til að "taka snúning" og leysa út afsláttarhagnaðinn á einni nóttu. Okkur var nefnilega sagt að selja ætti stórum fjárfestum sem gætu staðið með bankanum til lengri tíma, líka þegar illa árar. "Gæði eigenda" skipti miklu máli.“ En útkoman kom Lilju ekki á óvart sem Sigmar telur furðu sæta: „Því er það miður að hún hafi ekki talað skýrar um þetta fyrr opinberlega, því þannig hefði mögulega mátt afstýra þessu stórslysi. Það er með ólíkindum að ríkisstjórnin hafi ráðist í sölu á fjármálafyrirtæki með fyrirkomulagi sem sjálfur viðskiptaráðherrann var andvígur. Að sama skapi er það jákvætt að viðskiptaráðherra skuli afrugla illa dulkóðaða smjörklípu VG og benda á það augljósa: Ábyrgðin er fyrst og síðast pólitísk og það dugir ekki bara að kasta sprekum á bálköstinn sem nú brennur undir bankasýslunni,“ segir í niðurlagi greinar Sigmars.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Íslenskir bankar Tengdar fréttir Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14 Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14
Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49