Íslenskt hugvit í velferðartækni gæti sparað samfélaginu milljarða Alvican 12. apríl 2022 08:46 Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri Alvican. Hugbúnaðarfyrirtækið Alvican hefur undanfarin ár þróað nýjar lausnir í velferðartækni sem auka lífsgæði eldri borgara, snjallan öryggishnapp og hugbúnað sem vaktar daglegt hegðunarmunstur og skynjar frávik svo bregðast megi við. Eftirspurnin er mikil, yfir fjögur hundruð prósenta aukning varð í áskriftum að Alvican á liðnu ári. „Það er óhætt að segja að vörurnar hafi slegið í gegn. Vegna heimsfaraldarins einangraðist margt eldra fólk heima og þjónusta við þá sem þurfa hjúkrun eða aðstoð heima fór úr skorðum. Velferðartæknilausnir okkar ríma vel við þá þróun að auka heimahjúkrun og heimaþjónustu eldri borgara, lengja sjálfstæða búsetu fólks og auka öryggi,“ segir Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri Alvican. Öryggishnappur sem veitir aukið frelsi utandyra „Öryggishnappurinn okkar hefur þá sérstöðu að hann virkar utandyra, ólíkt öllum öðrum öryggishnöppum á markaðnum,“ segir Arnar. „Hnappurinn okkar virkar í raun eins og sími, er með simkorti og notandinn getur farið út af heimilinu í gönguferðir og ferðalög. Þegar ýtt er á hnappinn fæst GPS staðsetning notandans og því hægt að senda viðbragð á þann stað þaðan sem kallið berst. Þetta gerbreytir lífsgæðum fólks sem annars veigrar sér við að fara út úr húsi,“ útskýrir Arnar. Hægt er að velja hver svarar hnappnum, þjónustuver Alvican, aðstandandi eða umönnunaraðili. Hnappurinn er með simkorti og notandinn getur farið út af heimilinu í gönguferðir og ferðalög „Um það bil helmingur okkar notenda velur að aðstandandi svari sem er þá ekki niðurgreidd þjónusta hjá Sjúkratryggingum Íslands,“ segir Arnar en sólarhringsvakt er í þjónustuveri Alvican og svaraðilar hafa lokið skyndihjálparnámskeiði og eru með tilskilin leyfi til að sinna öryggisþjónustu. Gerir viðvart ef frávik verður á eðlilegri hegðun „Önnur vinsæl laus hjá okkur kallast „hjartsláttur heimilisins“ en hún felst í því að þráðlausum skynjurum er komið fyrir á heimili notandans sem tengjast smátölvu frá Alvican sem staðsett er inn í íbúð notandans. Flest viðhöfum við sömu venjur heima og á nokkrum dögum hefur gervigreind kortlagt hver eðlileg rútína heimilisins er. Þegar frávik verða, til dæmis óvenju margar salernisferðir að nóttu eða kveikt er á eldavél á óvenjulegum tíma sólahringsins, bregst kerfið við og sendir skilaboð á umönnunaraðila eða aðstandanda,“ útskýrir Arnar. Þegar frávik verða frá eðlilegri rútínu heimilisfólks bregst kerfið við og sendir umönnunaraðila eða aðstandanda skilaboð Hann segir bæði öryggishnappinn og LoRa skynjarana einfaldan í notkun og kalli ekki á neina tæknikunnáttu, allar lausnir Alvican eru þráðlausar notast bæði við Wifi og GSM kerfi og virka því áfram þótt rafmagnið fari eða nettengingin rofnar. „Á hnappnum þarf einungis að læra að hringja og skella á og hvernig á að hlaða tækið, bara eins og síma. Þetta er allt þráðlaust og hugbúnaðurinn er á íslensku. Varðandi skynjarana þarf notandinn ekkert að gera, skynjararnir eru settir upp á bak við hluti eins og eldavél og inn í rafmagnstöflu og sjást ekki. Gögnin eru órekjanleg, þarna er ekkert myndefni eða greining á athöfnum og snjallkerfið sendir engar upplýsingar út um daglega hegðun. Skilaboð eru einungis send úr smátölvunni þegar frávik verða,“ útskýrir Arnar. „Þessi lausn getur einnig haft gríðarlegt forvarnargildi. Við viljum koma hugbúnaðinum inn til sem flestra fyrr á lífsleiðinni, þ.e áður en vart verður til dæmis við heilabilun. Þannig er hægt að fylgjast með og grípa inn í þegar og ef slík einkenni gera vart við sig og alvarlegir hlutir gerast.“ Gætu sparað samfélaginu milljarða og fleiri lausnir í farvatninu „Að fylgjast með heilsufari okkar almennt er þáttur í að lengja líf okkar og takmarkið með lausnum Alvican er að lengja sjálfstæða búsetu. Það er einnig staðreynd að lífaldur okkar er að lengjast. Það er dýrt að stækka bráðamóttöku og byggja hjúkrunarrými sem eru dýrustu úrræðin okkar en með því að lengja sjálfstæða búsetu hjá 1000 manns um eitt ár má spara samfélaginu rúmlega 13 milljarða,“ segir Arnar. „Í þróun hjá okkur er meðal annars fallskynjari sem nemur líkamshita og getur því metið hvort manneskja liggur á óvenjulegum stað í íbúðinni, til dæmis á gólfinu en ekki í rúminu,“ útskýrir Arnar. „Þessi lausn er ekki til í heiminum í dag. Einnig er verið að samþætta lyfjaskammtara við hugbúnað Alvican á norðurlöndunum sem mun tala íslensku en sá hópur sem þarf á lyfjaáminningu að halda þarf að hafa hana á íslensku. Þetta bæði einfaldar málin og kemur í veg fyrir sóun því ef til dæmis á að hætta að gefa ákveðin lyf í ákveðinn tíma þarf ekki að koma og tæma skammtarann eða henda pokarúllunni heldur sér snjallkerfið okkar um að lyfjaskammtarinn skammti rétt lyf,“ útskýrir Arnar. Fyrirtækið hefur vaxið hratt frá því það var stofnað árið 2015 en þá vann hugmyndin til verðlauna í samkeppni höfuðborga Norðurlandanna um lausnir á velferðarsviði til að auka öryggi og lengja sjálfstæða búsetu aldraðra. Í kjölfarið hlaut Alvican styrk frá Tækniþróunarsjóði til að raungera hugmyndina og árið 2019 komu lausnirnar á markað. Framundan er frekari markaðssetning meðal annars á Norðurlöndunum en Alvican halut nýverið styrk til markaðsrannsókna í Skandinavíu. Nánar má kynna sér starfssemi og vörur Alvican á www.alvican.com. Heilsa Tækni Nýsköpun Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
„Það er óhætt að segja að vörurnar hafi slegið í gegn. Vegna heimsfaraldarins einangraðist margt eldra fólk heima og þjónusta við þá sem þurfa hjúkrun eða aðstoð heima fór úr skorðum. Velferðartæknilausnir okkar ríma vel við þá þróun að auka heimahjúkrun og heimaþjónustu eldri borgara, lengja sjálfstæða búsetu fólks og auka öryggi,“ segir Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri Alvican. Öryggishnappur sem veitir aukið frelsi utandyra „Öryggishnappurinn okkar hefur þá sérstöðu að hann virkar utandyra, ólíkt öllum öðrum öryggishnöppum á markaðnum,“ segir Arnar. „Hnappurinn okkar virkar í raun eins og sími, er með simkorti og notandinn getur farið út af heimilinu í gönguferðir og ferðalög. Þegar ýtt er á hnappinn fæst GPS staðsetning notandans og því hægt að senda viðbragð á þann stað þaðan sem kallið berst. Þetta gerbreytir lífsgæðum fólks sem annars veigrar sér við að fara út úr húsi,“ útskýrir Arnar. Hægt er að velja hver svarar hnappnum, þjónustuver Alvican, aðstandandi eða umönnunaraðili. Hnappurinn er með simkorti og notandinn getur farið út af heimilinu í gönguferðir og ferðalög „Um það bil helmingur okkar notenda velur að aðstandandi svari sem er þá ekki niðurgreidd þjónusta hjá Sjúkratryggingum Íslands,“ segir Arnar en sólarhringsvakt er í þjónustuveri Alvican og svaraðilar hafa lokið skyndihjálparnámskeiði og eru með tilskilin leyfi til að sinna öryggisþjónustu. Gerir viðvart ef frávik verður á eðlilegri hegðun „Önnur vinsæl laus hjá okkur kallast „hjartsláttur heimilisins“ en hún felst í því að þráðlausum skynjurum er komið fyrir á heimili notandans sem tengjast smátölvu frá Alvican sem staðsett er inn í íbúð notandans. Flest viðhöfum við sömu venjur heima og á nokkrum dögum hefur gervigreind kortlagt hver eðlileg rútína heimilisins er. Þegar frávik verða, til dæmis óvenju margar salernisferðir að nóttu eða kveikt er á eldavél á óvenjulegum tíma sólahringsins, bregst kerfið við og sendir skilaboð á umönnunaraðila eða aðstandanda,“ útskýrir Arnar. Þegar frávik verða frá eðlilegri rútínu heimilisfólks bregst kerfið við og sendir umönnunaraðila eða aðstandanda skilaboð Hann segir bæði öryggishnappinn og LoRa skynjarana einfaldan í notkun og kalli ekki á neina tæknikunnáttu, allar lausnir Alvican eru þráðlausar notast bæði við Wifi og GSM kerfi og virka því áfram þótt rafmagnið fari eða nettengingin rofnar. „Á hnappnum þarf einungis að læra að hringja og skella á og hvernig á að hlaða tækið, bara eins og síma. Þetta er allt þráðlaust og hugbúnaðurinn er á íslensku. Varðandi skynjarana þarf notandinn ekkert að gera, skynjararnir eru settir upp á bak við hluti eins og eldavél og inn í rafmagnstöflu og sjást ekki. Gögnin eru órekjanleg, þarna er ekkert myndefni eða greining á athöfnum og snjallkerfið sendir engar upplýsingar út um daglega hegðun. Skilaboð eru einungis send úr smátölvunni þegar frávik verða,“ útskýrir Arnar. „Þessi lausn getur einnig haft gríðarlegt forvarnargildi. Við viljum koma hugbúnaðinum inn til sem flestra fyrr á lífsleiðinni, þ.e áður en vart verður til dæmis við heilabilun. Þannig er hægt að fylgjast með og grípa inn í þegar og ef slík einkenni gera vart við sig og alvarlegir hlutir gerast.“ Gætu sparað samfélaginu milljarða og fleiri lausnir í farvatninu „Að fylgjast með heilsufari okkar almennt er þáttur í að lengja líf okkar og takmarkið með lausnum Alvican er að lengja sjálfstæða búsetu. Það er einnig staðreynd að lífaldur okkar er að lengjast. Það er dýrt að stækka bráðamóttöku og byggja hjúkrunarrými sem eru dýrustu úrræðin okkar en með því að lengja sjálfstæða búsetu hjá 1000 manns um eitt ár má spara samfélaginu rúmlega 13 milljarða,“ segir Arnar. „Í þróun hjá okkur er meðal annars fallskynjari sem nemur líkamshita og getur því metið hvort manneskja liggur á óvenjulegum stað í íbúðinni, til dæmis á gólfinu en ekki í rúminu,“ útskýrir Arnar. „Þessi lausn er ekki til í heiminum í dag. Einnig er verið að samþætta lyfjaskammtara við hugbúnað Alvican á norðurlöndunum sem mun tala íslensku en sá hópur sem þarf á lyfjaáminningu að halda þarf að hafa hana á íslensku. Þetta bæði einfaldar málin og kemur í veg fyrir sóun því ef til dæmis á að hætta að gefa ákveðin lyf í ákveðinn tíma þarf ekki að koma og tæma skammtarann eða henda pokarúllunni heldur sér snjallkerfið okkar um að lyfjaskammtarinn skammti rétt lyf,“ útskýrir Arnar. Fyrirtækið hefur vaxið hratt frá því það var stofnað árið 2015 en þá vann hugmyndin til verðlauna í samkeppni höfuðborga Norðurlandanna um lausnir á velferðarsviði til að auka öryggi og lengja sjálfstæða búsetu aldraðra. Í kjölfarið hlaut Alvican styrk frá Tækniþróunarsjóði til að raungera hugmyndina og árið 2019 komu lausnirnar á markað. Framundan er frekari markaðssetning meðal annars á Norðurlöndunum en Alvican halut nýverið styrk til markaðsrannsókna í Skandinavíu. Nánar má kynna sér starfssemi og vörur Alvican á www.alvican.com.
Heilsa Tækni Nýsköpun Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira