Úrslit næturinnar í NBA Atli Arason skrifar 11. apríl 2022 07:30 Kevin Durant og Kyrie Irving sáu til þess að Nets endar í sjöunda sætinu. EPA-EFE/JASON SZENES Lokaumferðin í deildarkeppni NBA deildarinnar var leikin í nótt þar sem öll lið deildarinnar spiluðu. Hér má sjá öll úrslit austurhluta deildarinnar og hvaða lið munu mætast í úrslitakeppninni. Indiana Pacers 126 – 134 Brooklyn Nets Nets tryggðu sér sjöunda sæti austurdeildar með 8 stiga sigri á Pacers. Kyrie Irving var stigahæstur hjá Nets með 35 stig en Kevin Durant var einnig frábær með þrefalda tvennu, 20 stig, 10 fráköst og 15 stoðsendingar. Oshae Brissett gerði flest stig fyrir Pacers, 28 stig. Nets mun spila við Cleveland Cavaliers í undankeppni fyrir úrslitakeppnina. Sigurvegarinn mun svo mæta Boston Celtics í úrslitakeppninni. Pacers er komið í sumarfrí en þeir enda tímabilið í 13 sæti austurdeildar. Washington Wizards 108 -124 Charlotte Hornets Corey Kispert var stigahæstur hjá Wizards en Kispert gerði 20 stig. Terry Rozier var hins vegar stigahæsti leikmaður vallarins með 25 stig. Hornets enda tímabilið í 10. sæti og munu því leika við Atlanta Hawks í undankeppninni. Sigurvegari í þeirri viðureign mun mæta því liði sem tapar í viðureign Nets og Cavs um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Tímabilið er aftur á móti búið hjá Wizards en lokaniðurstaða þeirra er 12. sæti austurdeildar. Milwaukee Bucks 115 – 133 Cleveland Cavaliers Meistarar Bucks leyfðu sér að hvíla lykilleikmenn fyrir átökin í úrslitakeppninni þar sem liðið hyggst verja titilinn sinn. Cavaliers riðu á vaðið og unnu 18 stiga sigur sem tryggir þeim áttunda sæti deildarinnar. Kevin Love átti frábæra innkomu af varamannabekk Cavs en hann endaði leikinn stigahæstur með 32 stig ásamt því að rífa niður 10 fráköst. Þetta gerði Love á tæpum 15 mínútum. Sandro Mamukelashvili bætti sitt besta stigaskor í NBA leik þegar hann setti niður 28 stig í leiknum en Mamukelashvili var stigahæsti leikmaður Bucks í nótt. Cavaliers endar eins og nefnt var að ofan í 8. sæti austurdeildar og mæta Nets í undankeppninni. Meistarar Bucks enda tímabilið í þriðja sæti og munu spila við Chicago Bulls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Atalanta Hawks 130 – 114 Houston Rockets Trae Young gerði 28 stig í 16 stiga sigri Hawks á Rockets í nótt. Kevin Porter Jr. gerði flest stig fyrir Rockets. Haws endar tímabilið í níunda sæti og mætir Hornets í undankeppninni. Rockets klárar leiktíðina í neðsta sæti vesturdeildar. Boston Celtics 139 – 110 Memphis Grizzlies Jayson Tatum, leikmaður Celtics, gerði 31 stig þegar Celtics tryggði sér annað sæti austurdeildar með 29 stiga sigri á Grizzlies. John Konchar var með þrefalda tvennu í liði Grizzlies, 13 fráköst, 10 stoðsendingar og 17 stig. Grizzlies endar tímabilið í öðru sæti vesturdeildarinnar. Í úrslitakeppninni mun Celtics mun spila gegn sigurvegara í einvígi Nets og Cavs á meðan Grizzlies leikur gegn sigurvegara úr einvígi Timerwolves og Clippers. Toronto Raptors 94 – 105 New York Knicks Obi Toppin bætti sitt persónulega met í stigaskori í NBA leik þegar hann setti niður 42 stig ásamt því að taka 10 fráköst í 11 stiga sigri Knicks á Raptors. Immanuel Quickley var einnig frábær í liði Knicks en hann endaði leikinn með þrefalda tvennu, 34 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst. Knicks endar tímabilið þó í 11. sæti og fara í snemmbúið sumarfrí. Raptors voru hins vegar búnir að tryggja sér fimmta sæti austurdeildar og mætir Philadelphia 76ers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Miami Heat 111 - 125 Orlando Magic Topplið Heat tapaði með 14 stigum fyrir botnliði Magic þökk sé frábæri liðsframmistöðu hjá Magic. Alls voru sjö leikmenn sem fóru yfir tveggja stafa tölu í stigaskori jöfnu liði hjá Magic sem unnu leikinn þrátt fyrir 40 stiga leik Victor Olapido, leikmanni Heat. Leikurinn breytir engu um stöðu liðanna í austurdeildinni. Heat endar tímabilið á toppnum en Magic á botninum. Detroit Pistons 106 – 118 Philadelphia 76ers Sixers unnu 12 stiga sigur á Pistons þrátt fyrir að vera án bæði Joel Embiid og James Harden. Í stað þeirra varð það Shake Milton, leikmaður Sixers, sem steig upp og var stigahæsti maður vallarins með 30 stig. Pistons endar tímabilið í 14. sæti austurdeildar á meðan 76ers taka það fjórða og mæta Raptors í úrslitakeppninni. Chicago Bulls 124 – 120 Minnesota Timberwolves Patrick Williams, leikmaður Bulls, bætti sitt persónulega stigamet þegar hann gerði 35 stig í fjögurra stiga sigri Bulls á Timberwolves. Bulls endar tímabilið í sjötta sæti austurdeildar og mætir Bucks í úrslitakeppninni eins og nefnt var að ofan en Timberwolves mun leika í undankeppni úrslitakeppninnar í vestrinu þar sem þeir spila við LA Clippers. NBA Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
Indiana Pacers 126 – 134 Brooklyn Nets Nets tryggðu sér sjöunda sæti austurdeildar með 8 stiga sigri á Pacers. Kyrie Irving var stigahæstur hjá Nets með 35 stig en Kevin Durant var einnig frábær með þrefalda tvennu, 20 stig, 10 fráköst og 15 stoðsendingar. Oshae Brissett gerði flest stig fyrir Pacers, 28 stig. Nets mun spila við Cleveland Cavaliers í undankeppni fyrir úrslitakeppnina. Sigurvegarinn mun svo mæta Boston Celtics í úrslitakeppninni. Pacers er komið í sumarfrí en þeir enda tímabilið í 13 sæti austurdeildar. Washington Wizards 108 -124 Charlotte Hornets Corey Kispert var stigahæstur hjá Wizards en Kispert gerði 20 stig. Terry Rozier var hins vegar stigahæsti leikmaður vallarins með 25 stig. Hornets enda tímabilið í 10. sæti og munu því leika við Atlanta Hawks í undankeppninni. Sigurvegari í þeirri viðureign mun mæta því liði sem tapar í viðureign Nets og Cavs um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Tímabilið er aftur á móti búið hjá Wizards en lokaniðurstaða þeirra er 12. sæti austurdeildar. Milwaukee Bucks 115 – 133 Cleveland Cavaliers Meistarar Bucks leyfðu sér að hvíla lykilleikmenn fyrir átökin í úrslitakeppninni þar sem liðið hyggst verja titilinn sinn. Cavaliers riðu á vaðið og unnu 18 stiga sigur sem tryggir þeim áttunda sæti deildarinnar. Kevin Love átti frábæra innkomu af varamannabekk Cavs en hann endaði leikinn stigahæstur með 32 stig ásamt því að rífa niður 10 fráköst. Þetta gerði Love á tæpum 15 mínútum. Sandro Mamukelashvili bætti sitt besta stigaskor í NBA leik þegar hann setti niður 28 stig í leiknum en Mamukelashvili var stigahæsti leikmaður Bucks í nótt. Cavaliers endar eins og nefnt var að ofan í 8. sæti austurdeildar og mæta Nets í undankeppninni. Meistarar Bucks enda tímabilið í þriðja sæti og munu spila við Chicago Bulls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Atalanta Hawks 130 – 114 Houston Rockets Trae Young gerði 28 stig í 16 stiga sigri Hawks á Rockets í nótt. Kevin Porter Jr. gerði flest stig fyrir Rockets. Haws endar tímabilið í níunda sæti og mætir Hornets í undankeppninni. Rockets klárar leiktíðina í neðsta sæti vesturdeildar. Boston Celtics 139 – 110 Memphis Grizzlies Jayson Tatum, leikmaður Celtics, gerði 31 stig þegar Celtics tryggði sér annað sæti austurdeildar með 29 stiga sigri á Grizzlies. John Konchar var með þrefalda tvennu í liði Grizzlies, 13 fráköst, 10 stoðsendingar og 17 stig. Grizzlies endar tímabilið í öðru sæti vesturdeildarinnar. Í úrslitakeppninni mun Celtics mun spila gegn sigurvegara í einvígi Nets og Cavs á meðan Grizzlies leikur gegn sigurvegara úr einvígi Timerwolves og Clippers. Toronto Raptors 94 – 105 New York Knicks Obi Toppin bætti sitt persónulega met í stigaskori í NBA leik þegar hann setti niður 42 stig ásamt því að taka 10 fráköst í 11 stiga sigri Knicks á Raptors. Immanuel Quickley var einnig frábær í liði Knicks en hann endaði leikinn með þrefalda tvennu, 34 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst. Knicks endar tímabilið þó í 11. sæti og fara í snemmbúið sumarfrí. Raptors voru hins vegar búnir að tryggja sér fimmta sæti austurdeildar og mætir Philadelphia 76ers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Miami Heat 111 - 125 Orlando Magic Topplið Heat tapaði með 14 stigum fyrir botnliði Magic þökk sé frábæri liðsframmistöðu hjá Magic. Alls voru sjö leikmenn sem fóru yfir tveggja stafa tölu í stigaskori jöfnu liði hjá Magic sem unnu leikinn þrátt fyrir 40 stiga leik Victor Olapido, leikmanni Heat. Leikurinn breytir engu um stöðu liðanna í austurdeildinni. Heat endar tímabilið á toppnum en Magic á botninum. Detroit Pistons 106 – 118 Philadelphia 76ers Sixers unnu 12 stiga sigur á Pistons þrátt fyrir að vera án bæði Joel Embiid og James Harden. Í stað þeirra varð það Shake Milton, leikmaður Sixers, sem steig upp og var stigahæsti maður vallarins með 30 stig. Pistons endar tímabilið í 14. sæti austurdeildar á meðan 76ers taka það fjórða og mæta Raptors í úrslitakeppninni. Chicago Bulls 124 – 120 Minnesota Timberwolves Patrick Williams, leikmaður Bulls, bætti sitt persónulega stigamet þegar hann gerði 35 stig í fjögurra stiga sigri Bulls á Timberwolves. Bulls endar tímabilið í sjötta sæti austurdeildar og mætir Bucks í úrslitakeppninni eins og nefnt var að ofan en Timberwolves mun leika í undankeppni úrslitakeppninnar í vestrinu þar sem þeir spila við LA Clippers.
NBA Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira