KSÍ vill ræða við stjórnvöld án tafar: „Óviðunandi fyrir íslenska þjóð“ Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2022 15:50 Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í íslenska landsliðinu eru meðal bestu landsliða heims en spila heimaleiki sína á leikvangi sem er löngu kominn til ára sinna. vísir/hulda margrét Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna umræðu um nýjan þjóðarleikvang í knattspyrn. Hún segir óviðunandi fyrir íslenska þjóð að raunveruleg hætta sé á að Ísland megi ekki spila heimaleiki á Íslandi. Laugardalsvöllur er kominn til ára sinna og hefur raunar um árabil ekki fullnægt alþjóðlegum kröfum vegna landsleikja auk þess sem ekki er hægt að spila á vellinum stóran hluta ársins. Bendir stjórn KSÍ á að þolinmæði alþjóðlegra knattspyrnusambanda vegna vallarins sé ekki endalaus. Málefni þjóðarleikvanga komust enn og aftur í umræðuna á dögunum þegar ljóst varð að ekki hefur enn verið gert ráð fyrir kostnaði vegna þeirra í fjármálaáætlun sem gildir til ársins 2027. Stjórn KSÍ bendir á að málefni þjóðarleikvangs í knattspyrnu hafi verið til umræðu í mörg ár og fulltrúar KSÍ komið með ýmsum hætti að undirbúningi, samráði og starfi ýmissa vinnuhópa. Stjórnin óskar eftir frekari viðræðum við stjórnvöld án tafar um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin. Fullkomlega óásættanlegt ef ekki verður ráðist í undirbúning á þessu ári Í yfirlýsingu stjórnar KSÍ segir meðal annars: „Að mati stjórnar KSÍ er það fullkomlega óásættanlegt ef ekki verður ráðist í undirbúning að byggingu þjóðarleikvangs í knattspyrnu á þessu ári eftir það sem á undan er gengið. Það verður að tryggja íslenskum landsliðum sem taka þátt í alþjóðlegum mótum og öllum þeim sem koma að slíkum keppnum og leikjum viðeigandi og viðunandi aðstöðu, hvort sem um ræðir keppendur, stuðningsmenn, fjölmiðla eða aðra, og það er brýnt að ráðist sé í þetta verkefni strax. Það er óviðunandi fyrir íslenska þjóð að á því sé raunveruleg hætta að heimaleikir íslenskra landsliða í knattspyrnu þurfi að fara fram á erlendri grundu. Þjóðarleikvangar í knattspyrnu og öðrum íþróttum verða að vera hluti af fjármálaáætlun og það verður að eyrnamerkja fjármagn til þeirra framkvæmda. Íslenskar íþróttir eiga það skilið.“ Yfirlýsinguna í heild má lesa hér að neðan. Ályktun stjórnar KSÍ um þjóðarleikvang: Vegna umræðu og umfjöllunar um málefni þjóðarleikvangs í knattspyrnu vill stjórn koma því á framfæri og árétta að málefni þjóðarleikvangs eru langt frá því að vera á upphafsreit. Fulltrúar KSÍ og knattspyrnunnar hafa undanfarin ár tekið virkan og reglulegan þátt í samráði, undirbúningi og starfi ýmissa vinnuhópa og átt í reglulegum samskiptum, formlegum og óformlegum, við fulltrúa ríkis og borgar og annarra aðila vegna málefna þjóðarleikvangs. Meðal skrefa sem hafa verið tekin má nefna þátttöku í sérstakri ráðstefnu um þjóðarleikvang í samstarfi við bresk-íslenska viðskiptaráðið, stofnun félags með aðild KSÍ, Reykjavíkurborgar og ríkisins sem ætlað var að „starfa að undirbúningi og mögulegri uppbyggingu þjóðarleikvangs í Laugardal“, útboði á ráðgjafaþjónustu fyrir þjóðarleikvang þar sem markmiðið var að „leita tilboða í ráðgjöf um kostnaðar- og tekjumat vegna fjögurra mismunandi sviðsmynda við endurnýjun Laugardalsvallar“, og svo mætti áfram telja. Ekki má heldur gleyma því að haustið 2020 samþykkti ríkisstjórnin að „hefja viðræður við Reykjavíkurborg um næstu skref vegna byggingar nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu, að tillögu mennta- og menningarmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra“. Að mati stjórnar KSÍ er það fullkomlega óásættanlegt ef ekki verður ráðist í undirbúning að byggingu þjóðarleikvangs í knattspyrnu á þessu ári eftir það sem á undan er gengið. Það verður að tryggja íslenskum landsliðum sem taka þátt í alþjóðlegum mótum og öllum þeim sem koma að slíkum keppnum og leikjum viðeigandi og viðunandi aðstöðu, hvort sem um ræðir keppendur, stuðningsmenn, fjölmiðla eða aðra, og það er brýnt að ráðist sé í þetta verkefni strax. Það er óviðunandi fyrir íslenska þjóð að á því sé raunveruleg hætta að heimaleikir íslenskra landsliða í knattspyrnu þurfi að fara fram á erlendri grundu. Þjóðarleikvangar í knattspyrnu og öðrum íþróttum verða að vera hluti af fjármálaáætlun og það verður að eyrnamerkja fjármagn til þeirra framkvæmda. Íslenskar íþróttir eiga það skilið. Stjórn KSÍ óskar eftir frekari viðræðum við stjórnvöld án tafar um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin. Nýr þjóðarleikvangur Fótbolti KSÍ Laugardalsvöllur Tengdar fréttir ÍSÍ ályktar vegna umræðu um þjóðarleikvanga: „Algerlega óásættanlegt“ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag vegna umræðu um framtíð þjóðarleikvanga fyrir landslið Íslands. 31. mars 2022 20:00 Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Laugardalsvöllur er kominn til ára sinna og hefur raunar um árabil ekki fullnægt alþjóðlegum kröfum vegna landsleikja auk þess sem ekki er hægt að spila á vellinum stóran hluta ársins. Bendir stjórn KSÍ á að þolinmæði alþjóðlegra knattspyrnusambanda vegna vallarins sé ekki endalaus. Málefni þjóðarleikvanga komust enn og aftur í umræðuna á dögunum þegar ljóst varð að ekki hefur enn verið gert ráð fyrir kostnaði vegna þeirra í fjármálaáætlun sem gildir til ársins 2027. Stjórn KSÍ bendir á að málefni þjóðarleikvangs í knattspyrnu hafi verið til umræðu í mörg ár og fulltrúar KSÍ komið með ýmsum hætti að undirbúningi, samráði og starfi ýmissa vinnuhópa. Stjórnin óskar eftir frekari viðræðum við stjórnvöld án tafar um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin. Fullkomlega óásættanlegt ef ekki verður ráðist í undirbúning á þessu ári Í yfirlýsingu stjórnar KSÍ segir meðal annars: „Að mati stjórnar KSÍ er það fullkomlega óásættanlegt ef ekki verður ráðist í undirbúning að byggingu þjóðarleikvangs í knattspyrnu á þessu ári eftir það sem á undan er gengið. Það verður að tryggja íslenskum landsliðum sem taka þátt í alþjóðlegum mótum og öllum þeim sem koma að slíkum keppnum og leikjum viðeigandi og viðunandi aðstöðu, hvort sem um ræðir keppendur, stuðningsmenn, fjölmiðla eða aðra, og það er brýnt að ráðist sé í þetta verkefni strax. Það er óviðunandi fyrir íslenska þjóð að á því sé raunveruleg hætta að heimaleikir íslenskra landsliða í knattspyrnu þurfi að fara fram á erlendri grundu. Þjóðarleikvangar í knattspyrnu og öðrum íþróttum verða að vera hluti af fjármálaáætlun og það verður að eyrnamerkja fjármagn til þeirra framkvæmda. Íslenskar íþróttir eiga það skilið.“ Yfirlýsinguna í heild má lesa hér að neðan. Ályktun stjórnar KSÍ um þjóðarleikvang: Vegna umræðu og umfjöllunar um málefni þjóðarleikvangs í knattspyrnu vill stjórn koma því á framfæri og árétta að málefni þjóðarleikvangs eru langt frá því að vera á upphafsreit. Fulltrúar KSÍ og knattspyrnunnar hafa undanfarin ár tekið virkan og reglulegan þátt í samráði, undirbúningi og starfi ýmissa vinnuhópa og átt í reglulegum samskiptum, formlegum og óformlegum, við fulltrúa ríkis og borgar og annarra aðila vegna málefna þjóðarleikvangs. Meðal skrefa sem hafa verið tekin má nefna þátttöku í sérstakri ráðstefnu um þjóðarleikvang í samstarfi við bresk-íslenska viðskiptaráðið, stofnun félags með aðild KSÍ, Reykjavíkurborgar og ríkisins sem ætlað var að „starfa að undirbúningi og mögulegri uppbyggingu þjóðarleikvangs í Laugardal“, útboði á ráðgjafaþjónustu fyrir þjóðarleikvang þar sem markmiðið var að „leita tilboða í ráðgjöf um kostnaðar- og tekjumat vegna fjögurra mismunandi sviðsmynda við endurnýjun Laugardalsvallar“, og svo mætti áfram telja. Ekki má heldur gleyma því að haustið 2020 samþykkti ríkisstjórnin að „hefja viðræður við Reykjavíkurborg um næstu skref vegna byggingar nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu, að tillögu mennta- og menningarmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra“. Að mati stjórnar KSÍ er það fullkomlega óásættanlegt ef ekki verður ráðist í undirbúning að byggingu þjóðarleikvangs í knattspyrnu á þessu ári eftir það sem á undan er gengið. Það verður að tryggja íslenskum landsliðum sem taka þátt í alþjóðlegum mótum og öllum þeim sem koma að slíkum keppnum og leikjum viðeigandi og viðunandi aðstöðu, hvort sem um ræðir keppendur, stuðningsmenn, fjölmiðla eða aðra, og það er brýnt að ráðist sé í þetta verkefni strax. Það er óviðunandi fyrir íslenska þjóð að á því sé raunveruleg hætta að heimaleikir íslenskra landsliða í knattspyrnu þurfi að fara fram á erlendri grundu. Þjóðarleikvangar í knattspyrnu og öðrum íþróttum verða að vera hluti af fjármálaáætlun og það verður að eyrnamerkja fjármagn til þeirra framkvæmda. Íslenskar íþróttir eiga það skilið. Stjórn KSÍ óskar eftir frekari viðræðum við stjórnvöld án tafar um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin.
Ályktun stjórnar KSÍ um þjóðarleikvang: Vegna umræðu og umfjöllunar um málefni þjóðarleikvangs í knattspyrnu vill stjórn koma því á framfæri og árétta að málefni þjóðarleikvangs eru langt frá því að vera á upphafsreit. Fulltrúar KSÍ og knattspyrnunnar hafa undanfarin ár tekið virkan og reglulegan þátt í samráði, undirbúningi og starfi ýmissa vinnuhópa og átt í reglulegum samskiptum, formlegum og óformlegum, við fulltrúa ríkis og borgar og annarra aðila vegna málefna þjóðarleikvangs. Meðal skrefa sem hafa verið tekin má nefna þátttöku í sérstakri ráðstefnu um þjóðarleikvang í samstarfi við bresk-íslenska viðskiptaráðið, stofnun félags með aðild KSÍ, Reykjavíkurborgar og ríkisins sem ætlað var að „starfa að undirbúningi og mögulegri uppbyggingu þjóðarleikvangs í Laugardal“, útboði á ráðgjafaþjónustu fyrir þjóðarleikvang þar sem markmiðið var að „leita tilboða í ráðgjöf um kostnaðar- og tekjumat vegna fjögurra mismunandi sviðsmynda við endurnýjun Laugardalsvallar“, og svo mætti áfram telja. Ekki má heldur gleyma því að haustið 2020 samþykkti ríkisstjórnin að „hefja viðræður við Reykjavíkurborg um næstu skref vegna byggingar nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu, að tillögu mennta- og menningarmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra“. Að mati stjórnar KSÍ er það fullkomlega óásættanlegt ef ekki verður ráðist í undirbúning að byggingu þjóðarleikvangs í knattspyrnu á þessu ári eftir það sem á undan er gengið. Það verður að tryggja íslenskum landsliðum sem taka þátt í alþjóðlegum mótum og öllum þeim sem koma að slíkum keppnum og leikjum viðeigandi og viðunandi aðstöðu, hvort sem um ræðir keppendur, stuðningsmenn, fjölmiðla eða aðra, og það er brýnt að ráðist sé í þetta verkefni strax. Það er óviðunandi fyrir íslenska þjóð að á því sé raunveruleg hætta að heimaleikir íslenskra landsliða í knattspyrnu þurfi að fara fram á erlendri grundu. Þjóðarleikvangar í knattspyrnu og öðrum íþróttum verða að vera hluti af fjármálaáætlun og það verður að eyrnamerkja fjármagn til þeirra framkvæmda. Íslenskar íþróttir eiga það skilið. Stjórn KSÍ óskar eftir frekari viðræðum við stjórnvöld án tafar um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin.
Nýr þjóðarleikvangur Fótbolti KSÍ Laugardalsvöllur Tengdar fréttir ÍSÍ ályktar vegna umræðu um þjóðarleikvanga: „Algerlega óásættanlegt“ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag vegna umræðu um framtíð þjóðarleikvanga fyrir landslið Íslands. 31. mars 2022 20:00 Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
ÍSÍ ályktar vegna umræðu um þjóðarleikvanga: „Algerlega óásættanlegt“ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag vegna umræðu um framtíð þjóðarleikvanga fyrir landslið Íslands. 31. mars 2022 20:00
Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03