Gagnrýnt hefur verið að faðir fjármálaráðherra, Benedikt Sveinsson, hafi keypt hlut í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins í bankanum. En hann keypti fyrir samtals 55 milljónir króna í gegnum félag sitt Hafsilfur ehf.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist hafa óskað eftir því við nánustu fjölskyldu sína í fyrra útboði á hlut ríkisisns í bankanum á síðasta ári að fólk keypti ekki hluti. Það hafi því komið sér verulega á óvart að sjá að pabbi sinn var meðal kaupenda í fagfjárfestaútboðinu nú í mars.
„Ég talaði við mitt fólk fyrir almenna útboðið á bankanum í fyrra og bað þau um að taka ekki þátt í því. Ég tók sjálfur ekki þátt þá eins fram hefur komið og mæltist með því að aðrir í fj0lskyldunni gerðu það líka. Það hvarflaði ekki að mér að það myndi gerast í þetta skiptið,“ segir Bjarni.
Aðspurður um hvort hann sé búinn að heyra í pabba sínum vegna málsins svarar Bjarni.
„Hvað heldur þú.“
Bjarni villl ekki tjá sig um hvað þeirra hafi farið á milli, það eigi ekki erindi til fjölmiðla.
Aðspurður um hvaða skýringar faðir hans hafi gefið segir Bjarni.
„Ég ætla ekki að fara út í þá sálma hér.“