„Hefur ekki hugmynd um hversu erfitt þetta hefur verið“ Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2022 12:00 Tiger Woods er aftur mættur á Masters og lék vel á fyrsta hring þrátt fyrir að eiga erfitt með gang. Getty/Andrew Redington Tiger Woods segir að það sé erfitt fyrir sig að ganga um Augusta-golfvöllinn vegna bílslyssins alvarlega sem hann lenti í fyrir. Hann lék þó vel á fyrsta hring Masters-mótsins í gær. Tiger er í flottum málum á einu höggi undir pari og var í 10. sæti eftir fyrsta hring. Im Sung-jae frá Suður-Kóreu var efstur áður en kylfingar hófu leik í dag, á -5 höggum. „Ég get alveg sveiflað golfkylfu en að ganga er ekki auðvelt. Það er erfitt. Eins og ég hef sagt varðandi þá miklu vinnu sem liggur að baki, varðandi fótinn minn, þá verður þetta erfitt það sem eftir er ævinnar. Þannig er það bara en ég ræð við þetta,“ sagði Tiger við fjölmiðla í gær en eftir bílslysið óttuðust læknar að taka þyrfti annan fótinn af kylfingnum. Klippa: Tiger Woods eftir fyrsta hring á Masters „Ég er mjög heppinn að hafa fengið þetta tækifæri til að spila golf, og ekki bara það heldur spila á Masters og fá svona móttökur. Stemningin var rafmögnuð. Ég hef ekki spilað í svona andrúmslofti síðan ég vann hérna árið 2019 því árið 2020 var COVID og svo spilaði ég ekkert á síðasta ári. Það var stórkostleg tilfinning að hafa alla stuðningsmennina og orkuna frá þeim aftur hérna,“ sagði Tiger sem unnið hefur Masters-risamótið fimm sinnum. Það er fullt af frábærum kylfingum á Masters en enginn nýtur nálægt því sömu vinsælda og Tiger Woods.Getty/Jamie Squire „Ég gerði eitthvað gott í dag“ Tiger sagði ekki auðvelt að lýsa því með orðum hvað hann hefði í raun afrekað með því að snúa aftur á risamót í golfi ári eftir bílslysið: „Fólk hefur ekki hugmynd um hversu erfitt þetta hefur verið. Liðið mitt veit það. Það hefur unnið með mér á hverjum einasta degi,“ sagði Tiger sem lá á sjúkrahúsi í þrjá mánuði eftir slysið. „Við höfum ekki tekið einn frídag eftir þessa þrjá mánuði í rúminu. Vissulega eru sumir dagar auðveldari en aðrir. Suma daga þurfum við að hafa mikið fyrir þessu og aðra ekki. En við gerum alltaf eitthvað. Þetta er skuldbinding til að snúa aftur, og snúa aftur með þeim hætti að mér finnist ég enn geta þetta. Ég gerði eitthvað gott í dag,“ sagði Tiger. Bein útsending frá öðrum degi Masters hefst klukkan 19 á Stöð 2 Golf. Tiger verður þá byrjaður að spila en hann er í ráshóp sem byrjar klukkan 17:40 að íslenskum tíma. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Masters-mótið Bílslys Tigers Woods Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Tiger er í flottum málum á einu höggi undir pari og var í 10. sæti eftir fyrsta hring. Im Sung-jae frá Suður-Kóreu var efstur áður en kylfingar hófu leik í dag, á -5 höggum. „Ég get alveg sveiflað golfkylfu en að ganga er ekki auðvelt. Það er erfitt. Eins og ég hef sagt varðandi þá miklu vinnu sem liggur að baki, varðandi fótinn minn, þá verður þetta erfitt það sem eftir er ævinnar. Þannig er það bara en ég ræð við þetta,“ sagði Tiger við fjölmiðla í gær en eftir bílslysið óttuðust læknar að taka þyrfti annan fótinn af kylfingnum. Klippa: Tiger Woods eftir fyrsta hring á Masters „Ég er mjög heppinn að hafa fengið þetta tækifæri til að spila golf, og ekki bara það heldur spila á Masters og fá svona móttökur. Stemningin var rafmögnuð. Ég hef ekki spilað í svona andrúmslofti síðan ég vann hérna árið 2019 því árið 2020 var COVID og svo spilaði ég ekkert á síðasta ári. Það var stórkostleg tilfinning að hafa alla stuðningsmennina og orkuna frá þeim aftur hérna,“ sagði Tiger sem unnið hefur Masters-risamótið fimm sinnum. Það er fullt af frábærum kylfingum á Masters en enginn nýtur nálægt því sömu vinsælda og Tiger Woods.Getty/Jamie Squire „Ég gerði eitthvað gott í dag“ Tiger sagði ekki auðvelt að lýsa því með orðum hvað hann hefði í raun afrekað með því að snúa aftur á risamót í golfi ári eftir bílslysið: „Fólk hefur ekki hugmynd um hversu erfitt þetta hefur verið. Liðið mitt veit það. Það hefur unnið með mér á hverjum einasta degi,“ sagði Tiger sem lá á sjúkrahúsi í þrjá mánuði eftir slysið. „Við höfum ekki tekið einn frídag eftir þessa þrjá mánuði í rúminu. Vissulega eru sumir dagar auðveldari en aðrir. Suma daga þurfum við að hafa mikið fyrir þessu og aðra ekki. En við gerum alltaf eitthvað. Þetta er skuldbinding til að snúa aftur, og snúa aftur með þeim hætti að mér finnist ég enn geta þetta. Ég gerði eitthvað gott í dag,“ sagði Tiger. Bein útsending frá öðrum degi Masters hefst klukkan 19 á Stöð 2 Golf. Tiger verður þá byrjaður að spila en hann er í ráshóp sem byrjar klukkan 17:40 að íslenskum tíma. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Masters-mótið Bílslys Tigers Woods Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira