Tiger Woods hársbreidd frá holu í höggi á fyrsta degi endurkomunnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. apríl 2022 19:30 Tiger Woods fer nokkuð vel af stað á Masters-mótinu í golfi. Jamie Squire/Getty Images Masters-mótið í golfi er farið af stað og eru augu flestra á einum besta kylfingi sögunnar, Tiger Woods. Tiger Woods er að leika á sínu fyrsta risamóti eftir að kylfingurinn lenti í bílslysi á síðasta ári og slasaðist illa. Einhverjir óttuðust að þessi frábæri kylfingur gæti aldrei leikið golf aftur eftir slysið. Það var því gríðarleg eftirvænting þegar Tiger mætti á Augusta National völlinn til æfinga á dögunum. Hann tók nokkrar æfingar á vellinum og tilkynnti svo í vikunni að hann ætlaði sér að vera með á mótinu. Tiger virðist hafa engu gleymt og þegar þetta er ritað er hann á pari eftir 14 holur. Hann var þó sérstaklega nálægt því að gera allt gjörsamlega vitlaust á vellinum þegar teighögg hans á sjöttu braut staðnæmdist aðeins nokkrum sentimetrum frá holunni. Nearly a hole-in-one from @TigerWoods 😳 pic.twitter.com/8xVAGUkOrj— PGA TOUR (@PGATOUR) April 7, 2022 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Masters-mótið Bílslys Tigers Woods Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods er að leika á sínu fyrsta risamóti eftir að kylfingurinn lenti í bílslysi á síðasta ári og slasaðist illa. Einhverjir óttuðust að þessi frábæri kylfingur gæti aldrei leikið golf aftur eftir slysið. Það var því gríðarleg eftirvænting þegar Tiger mætti á Augusta National völlinn til æfinga á dögunum. Hann tók nokkrar æfingar á vellinum og tilkynnti svo í vikunni að hann ætlaði sér að vera með á mótinu. Tiger virðist hafa engu gleymt og þegar þetta er ritað er hann á pari eftir 14 holur. Hann var þó sérstaklega nálægt því að gera allt gjörsamlega vitlaust á vellinum þegar teighögg hans á sjöttu braut staðnæmdist aðeins nokkrum sentimetrum frá holunni. Nearly a hole-in-one from @TigerWoods 😳 pic.twitter.com/8xVAGUkOrj— PGA TOUR (@PGATOUR) April 7, 2022 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Masters-mótið Bílslys Tigers Woods Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira