Lést áður en stóri sigurinn vannst í Hæstarétti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2022 12:26 Tryggingastofnun var óheimilt að skerða greiðslur á sérstakri framfærslu uppbót vegna búsetu erlendis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í gær. Vísir/Vilhelm „Þetta var rosalega erfitt fyrir hana. Hún beið lengi,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands um konu sem lagði Tryggingastofnun ríkisins fyrir öllum dómstigum í deilu um skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót vegna búsetu erlendis. Í gær komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að TR hafi ekki verið heimilt að skerða framfærsluuppbót hennar. Konan hafði búið í Danmörku um hríð áður en hún var metin til 75% varanlegrar örorku árið 2011. Ákvörðun Tryggingastofnunar um að skerða lífeyri hennar var reist á fyrirmælum þágildandi reglugerðar um að fjárhæð uppbótar á lífeyri skyldi greiðast í samræmi við búsetu hér á landi. Hæstiréttur segir þó ekki lagastoð vera fyrir ákvörðuninni. Niðurstaða Hæstaréttar hvílir á reglugerð frá árinu 2007 sem kveður á um heimild til að greiða lífeyristaka sérstaka uppbót á lífeyri ef sýnt þykir að öryrkjar geti ekki framfleytt sér án þess. Í dómnum segir að með því að binda fjárhæð uppbótar á lífeyri við búsetu hér á landi geti komið til þess að fjárhæðin skerðist það mikið að viðkomandi nái hreinlega ekki að framfleyta sér. Konan lést í desember í fyrra aðeins mánuði eftir að ríkisvaldið áfrýjaði niðurstöðu Landsréttar til Hæstaréttar. Þuríður Harpa segir málið í heild hafa reynst konunni þungbært, bæði málareksturinn en líka hið daglega strit við að reyna að lifa af undir framfærsluviðmiðum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands.visir/hanna „Hún er látin. Því miður. Það sorglega og dapurlega við þetta er að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við lendum í því að það er verið að reka mál fyrir einstaklinga sem lifa það svo ekki af að sjá útkomuna. Málið er kært árið 2013, farið í mál 2016 og er síðan búið að vera í málarekstri í sex ár. Þetta er ekki gott afspurnar fyrir ríkið, myndi ég segja.“ Málið hefur nú farið í gegnum öll dómstig og þykir niðurstaða Hæstaréttar vera tímamótadómur því hann er fordæmisgefandi gagnvart öllum þeim sem hafa hlotið sömu meðferð og umrædd kona. „Ég skora nú bara á stjórnvöld og ríkisstjórnina að sýna ábyrgð og gera að fullu upp við alla þá sem hafa frá 2009 þurft að draga fram lífið á upphæðum sem ná ekki lágmarksframfærslu og hafa í raun búið við sárafátækt. Það ætti að vera einfalt fyrir Tryggingastofnun að sjá hvaða einstaklingar þetta eru, þeir gætu hlaupið á þúsundum.“ Tryggingar Dómsmál Lífeyrissjóðir Félagsmál Tengdar fréttir Lífeyrisþegi lagði Tryggingastofnun í Hæstarétti Tryggingastofnun var óheimilt að skerða greiðslur á sérstakri framfærslu uppbót, vegna búsetu erlendis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í dag. 6. apríl 2022 16:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Í gær komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að TR hafi ekki verið heimilt að skerða framfærsluuppbót hennar. Konan hafði búið í Danmörku um hríð áður en hún var metin til 75% varanlegrar örorku árið 2011. Ákvörðun Tryggingastofnunar um að skerða lífeyri hennar var reist á fyrirmælum þágildandi reglugerðar um að fjárhæð uppbótar á lífeyri skyldi greiðast í samræmi við búsetu hér á landi. Hæstiréttur segir þó ekki lagastoð vera fyrir ákvörðuninni. Niðurstaða Hæstaréttar hvílir á reglugerð frá árinu 2007 sem kveður á um heimild til að greiða lífeyristaka sérstaka uppbót á lífeyri ef sýnt þykir að öryrkjar geti ekki framfleytt sér án þess. Í dómnum segir að með því að binda fjárhæð uppbótar á lífeyri við búsetu hér á landi geti komið til þess að fjárhæðin skerðist það mikið að viðkomandi nái hreinlega ekki að framfleyta sér. Konan lést í desember í fyrra aðeins mánuði eftir að ríkisvaldið áfrýjaði niðurstöðu Landsréttar til Hæstaréttar. Þuríður Harpa segir málið í heild hafa reynst konunni þungbært, bæði málareksturinn en líka hið daglega strit við að reyna að lifa af undir framfærsluviðmiðum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands.visir/hanna „Hún er látin. Því miður. Það sorglega og dapurlega við þetta er að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við lendum í því að það er verið að reka mál fyrir einstaklinga sem lifa það svo ekki af að sjá útkomuna. Málið er kært árið 2013, farið í mál 2016 og er síðan búið að vera í málarekstri í sex ár. Þetta er ekki gott afspurnar fyrir ríkið, myndi ég segja.“ Málið hefur nú farið í gegnum öll dómstig og þykir niðurstaða Hæstaréttar vera tímamótadómur því hann er fordæmisgefandi gagnvart öllum þeim sem hafa hlotið sömu meðferð og umrædd kona. „Ég skora nú bara á stjórnvöld og ríkisstjórnina að sýna ábyrgð og gera að fullu upp við alla þá sem hafa frá 2009 þurft að draga fram lífið á upphæðum sem ná ekki lágmarksframfærslu og hafa í raun búið við sárafátækt. Það ætti að vera einfalt fyrir Tryggingastofnun að sjá hvaða einstaklingar þetta eru, þeir gætu hlaupið á þúsundum.“
Tryggingar Dómsmál Lífeyrissjóðir Félagsmál Tengdar fréttir Lífeyrisþegi lagði Tryggingastofnun í Hæstarétti Tryggingastofnun var óheimilt að skerða greiðslur á sérstakri framfærslu uppbót, vegna búsetu erlendis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í dag. 6. apríl 2022 16:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Lífeyrisþegi lagði Tryggingastofnun í Hæstarétti Tryggingastofnun var óheimilt að skerða greiðslur á sérstakri framfærslu uppbót, vegna búsetu erlendis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í dag. 6. apríl 2022 16:00