Bjarni vill að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2022 11:07 Bjarni Benediktsson varði útboðsfyrirkomulagið á þingi í dag. Vísir/VIlhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að það sé „langbest“ að Alþingi fái Ríkisendurskoðun til þess að fara yfir framkvæmd nýafstaðins útboðs á stórum hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd útboðsins í síðasta mánuði, þar sem 22,5 prósent hlutur í eigu ríkisins í Íslandsbanka var boðinn út. Mikil eftirspurn var eftir hlutum í bankanum í útboðinu en alls buðu 430 fjárfestar í 50 milljón hluti þar sem verð á hverjum hlut var 117 krónur eða fjórum prósentum lægra en markaðsgengi. Þeir voru seldir fyrir samtals 52,7 milljarða króna. Lífeyrissjóðir, fjárfestingasjóðir og fjölmargir þekktir aðilar úr fjármálaheiminum innanlands voru á meðal kaupenda, þar á meðal faðir Bjarna, fjárfestirinn Benedikt Sveinsson. Bjarni sat fyrir svörum um útboðið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata gagnýndi fyrirkomulag útboðsins harðlega þar. Þar vísaði hún í að fyrir útboðið hafi verið gefið út að markmið þess væri að laða að langtímafjárfestingu í bankanum. „Þess í stað var um að ræða nokkurs konar villta vestur þar sem fimm sölufyrirtæki tóku kvöldstund í að hringja í sína uppáhalds fjárfesta. Niðurstaðan er afar sundurleitur listi fjárfesta þar sem einhverjir tugir einstaklingar eru að fjárfesta fyrir brot úr prósenti,“ sagði Halldóra sem spurði Bjarna hvað hafi breyst sem varð til þess að litlum fjárfestum hafi verið hleypt að borðinu. „Enginn handvalinn, þetta var opið útboð“ „Það var engum sérstaklega hleypt að í þessu ferli,“ svaraði Bjarni. „Heldur var ljóst frá upphafi að þeir sem teldust hæfir fjárfestar máttu taka þátt.“ Halldóra Mogensen þingmaður Pírata gagnrýndi útboðsfyrirkomulagið.Vísir/Vilhelm „Allir þeir sem að gáfu sig fram lýstu áhuga á að taka þátt í þessu útboði sem var opinbert af hálfu Bankasýslunnar og uppfylltu skilyrðin að vera hæfir, annars vegar, og voru reiðubúnir að greiða verðið sem Bankasýslan lagði til og ég samþykkti, þeir fengu að taka þátt. Enginn handvalinn, þetta var opið útboð,“ sagði Bjarni. Sagði hann jafn framt að hann teldi það best að Ríkisendurskoðun myndi fara yfir framkvæmd útboðsins. „Vegna þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið þá held ég að það sé langbest, til þess einmitt, að tryggja að það sé ekkert í skugganum og það sé bara vel farið yfir þá framkvæmd sem við höfum hér ný gengið í gegnum að við fáum Ríkisendurskoðun til að taka út framkvæmd útboðsins og fara yfir það fyrir þingið með hvaða hætti lög og fyrirmæli voru framkvæmd við þetta útboð. Ég tel að miðað við það sem ég veit að það muni koma vel út fyrir alla framkvæmdina,“ sagði Bjarni. Klippa: Bjarni ræðir útboðið í Íslandsbanka Alþingi Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann á í dag 0,03 prósenta hlut í bankanum og er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði. 7. apríl 2022 10:06 Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53 Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58 Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Bjarni hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd útboðsins í síðasta mánuði, þar sem 22,5 prósent hlutur í eigu ríkisins í Íslandsbanka var boðinn út. Mikil eftirspurn var eftir hlutum í bankanum í útboðinu en alls buðu 430 fjárfestar í 50 milljón hluti þar sem verð á hverjum hlut var 117 krónur eða fjórum prósentum lægra en markaðsgengi. Þeir voru seldir fyrir samtals 52,7 milljarða króna. Lífeyrissjóðir, fjárfestingasjóðir og fjölmargir þekktir aðilar úr fjármálaheiminum innanlands voru á meðal kaupenda, þar á meðal faðir Bjarna, fjárfestirinn Benedikt Sveinsson. Bjarni sat fyrir svörum um útboðið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata gagnýndi fyrirkomulag útboðsins harðlega þar. Þar vísaði hún í að fyrir útboðið hafi verið gefið út að markmið þess væri að laða að langtímafjárfestingu í bankanum. „Þess í stað var um að ræða nokkurs konar villta vestur þar sem fimm sölufyrirtæki tóku kvöldstund í að hringja í sína uppáhalds fjárfesta. Niðurstaðan er afar sundurleitur listi fjárfesta þar sem einhverjir tugir einstaklingar eru að fjárfesta fyrir brot úr prósenti,“ sagði Halldóra sem spurði Bjarna hvað hafi breyst sem varð til þess að litlum fjárfestum hafi verið hleypt að borðinu. „Enginn handvalinn, þetta var opið útboð“ „Það var engum sérstaklega hleypt að í þessu ferli,“ svaraði Bjarni. „Heldur var ljóst frá upphafi að þeir sem teldust hæfir fjárfestar máttu taka þátt.“ Halldóra Mogensen þingmaður Pírata gagnrýndi útboðsfyrirkomulagið.Vísir/Vilhelm „Allir þeir sem að gáfu sig fram lýstu áhuga á að taka þátt í þessu útboði sem var opinbert af hálfu Bankasýslunnar og uppfylltu skilyrðin að vera hæfir, annars vegar, og voru reiðubúnir að greiða verðið sem Bankasýslan lagði til og ég samþykkti, þeir fengu að taka þátt. Enginn handvalinn, þetta var opið útboð,“ sagði Bjarni. Sagði hann jafn framt að hann teldi það best að Ríkisendurskoðun myndi fara yfir framkvæmd útboðsins. „Vegna þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið þá held ég að það sé langbest, til þess einmitt, að tryggja að það sé ekkert í skugganum og það sé bara vel farið yfir þá framkvæmd sem við höfum hér ný gengið í gegnum að við fáum Ríkisendurskoðun til að taka út framkvæmd útboðsins og fara yfir það fyrir þingið með hvaða hætti lög og fyrirmæli voru framkvæmd við þetta útboð. Ég tel að miðað við það sem ég veit að það muni koma vel út fyrir alla framkvæmdina,“ sagði Bjarni. Klippa: Bjarni ræðir útboðið í Íslandsbanka
Alþingi Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann á í dag 0,03 prósenta hlut í bankanum og er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði. 7. apríl 2022 10:06 Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53 Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58 Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann á í dag 0,03 prósenta hlut í bankanum og er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði. 7. apríl 2022 10:06
Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53
Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58
Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55