Ronaldo segir Rooney öfundsjúkan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2022 12:01 Cristiano Ronaldo segir Wayne Rooney öfundsjúkan. EPA-EFE/PETER POWELL Cristiano Ronaldo hefur svarað ummælum sem Wayne Rooney lét falla fyrr í vikunni. Hann sagði þá að kaup Manchester United á Ronaldo hefðu ekki gengið upp. Rooney, sem í dag þjálfar Derby County, var staddur í þættinum Monday Night Football þar sem hann greindi leik Crystal Palace og Arsenal ásamt því að fara yfir hitt og þetta. Þar á meðal kaup Man United á hans fyrrverandi samherja. Í stuttu máli sagði Rooney að ef horft væri á frammistöður Man Utd í vetur þá hefðu kaupin ekki gengið upp. Ronaldo hefði vissulega skorað mikilvæg mörk en liðið þyrfti á yngri og hungraðri leikmönnum að halda. Nú hefur Ronaldo svarað fyrir sig og að sjálfsögðu gerði hann það á samfélagsmiðlinum Instagram. Rooney birti færslu frá mánudagskvöldinu með þeim David Jones, þáttastjórnanda, og Jamie Carragher, fyrrverandi leikmanni Liverpool og núverandi sérfræðing Sky Sports. View this post on Instagram A post shared by Wayne Rooney (@waynerooney) Ronaldo sagði einfaldlega „tveir öfundsjúkir“ og á þar líklega við um Rooney og Carragher. Nema enskan hafi verið að flækjast fyrir hinum 37 ára gamla Portúgala og hann hafi ætlað að segja „too jealous“ eða „of öfundsjúkur.“ Ummæli Ronaldo við myndina sem Rooney birti hafa vakið mikla athygli.Instagram Portúgalinn hefur skorað 18 mörk síðan hann gekk í raðir Man Utd í sumar en það er hins vegar ljóst að félagið mun ekki – frekar en síðustu ár – lyfta bikar í lok tímabils. Eina sem gæti bjargað tímabilinu er að enda í efstu fjórum sætum deildarinnar og tryggja sér þar með þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Fleiri fréttir Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Sjá meira
Rooney, sem í dag þjálfar Derby County, var staddur í þættinum Monday Night Football þar sem hann greindi leik Crystal Palace og Arsenal ásamt því að fara yfir hitt og þetta. Þar á meðal kaup Man United á hans fyrrverandi samherja. Í stuttu máli sagði Rooney að ef horft væri á frammistöður Man Utd í vetur þá hefðu kaupin ekki gengið upp. Ronaldo hefði vissulega skorað mikilvæg mörk en liðið þyrfti á yngri og hungraðri leikmönnum að halda. Nú hefur Ronaldo svarað fyrir sig og að sjálfsögðu gerði hann það á samfélagsmiðlinum Instagram. Rooney birti færslu frá mánudagskvöldinu með þeim David Jones, þáttastjórnanda, og Jamie Carragher, fyrrverandi leikmanni Liverpool og núverandi sérfræðing Sky Sports. View this post on Instagram A post shared by Wayne Rooney (@waynerooney) Ronaldo sagði einfaldlega „tveir öfundsjúkir“ og á þar líklega við um Rooney og Carragher. Nema enskan hafi verið að flækjast fyrir hinum 37 ára gamla Portúgala og hann hafi ætlað að segja „too jealous“ eða „of öfundsjúkur.“ Ummæli Ronaldo við myndina sem Rooney birti hafa vakið mikla athygli.Instagram Portúgalinn hefur skorað 18 mörk síðan hann gekk í raðir Man Utd í sumar en það er hins vegar ljóst að félagið mun ekki – frekar en síðustu ár – lyfta bikar í lok tímabils. Eina sem gæti bjargað tímabilinu er að enda í efstu fjórum sætum deildarinnar og tryggja sér þar með þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Fleiri fréttir Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Sjá meira